Viðskipti innlent

Sushi Corner lokar

Atli Ísleifsson skrifar
Sushi Corner hefur verið til húsa við Kaupvangsstræti 1.
Sushi Corner hefur verið til húsa við Kaupvangsstræti 1. Sushi Corner

Veitingastaðnum Sushi Corner á Akureyri hefur verið lokað. 

Þetta kemur fram á Facebook-síðu staðarins sem hefur verið til húsa við Kaupvangsstræti 1 og opnaði árið 2017.

„Kæri viðskiptavinir. Við höfum tekið þá ákvörðun að loka Sushi Corner. Við þökkum viðskiptin á þessum dásamlegu árum sem Sushi Corner hefur starfað,“ segir í færslunni.

Undir það ritað „K6 Veitingar“ sem reka meðal annars veitingastaðina RUB23, Bautann og Pizzasmiðjuna á Akureyri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×