Íslenski boltinn

„Þær eru hræddar við hana“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Murielle Tiernan með boltann.
Murielle Tiernan með boltann. Vísir/Ernir

Bestu mörkin héldu vart vatni yfir flautumarki Murielle Tiernan í dramatískum 2-1 útisigri Fram á Þór/KA í síðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Markið var eðlilega til umræðu í þættinum.

„Þetta mark, þetta er bara one of a kind. Það eru ekki allir leikmenn sem geta þetta,“ sagði þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir áður en markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir fékk orðið.

„Hún veit nákvæmlega hvað hún er að gera. Hún fer örlítið hægra megin hennar séð á varnarmanninn og sér hvar markmaðurinn er staðsettur. Hún er allan tímann að fara leggja þennan bolta fyrir sig á vinstri fót. Hún sér að hornið er autt.“

„Þarna fer hún illa með Agnesi og líka eins Huldu Björg. Mér finnst hún ekki koma í aðstoð, kannski hrædd. Þær eru svolítið að víkja frá henni, þær eru hræddar við hana það sést alveg,“ bætti Helena við.

Klippa: Bestu mörkin: „Þær eru hræddar við hana“

„Gleymum því ekki að þegar þetta mark kemur var Þór/KA heldur betur að sækja og þjarma að. Voru líklegri í sigurmarkið,“ sagði Mist Rúnarsdóttir.

Fram er nú í 7. sæti með 18 stig að loknum 15 umferðum.

Umræðuna og markið má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×