Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar 2. september 2025 11:32 Mannsheilinn vinnur þannig úr upplýsingum og áreiti að við venjumst flestu sé það endurtekið nógu oft. Til dæmis erum við flest orðin vön því að sjá ofbeldisfullar bíómyndir án þess að verða mjög hrædd. Ef ofbeldið væri að gerast fyrir framan okkur myndi viðvörunarkerfi heilans hins vegar að öllum líkindum bregðast við af alefli og við myndum flýja, berjast eða frjósa. Nú lifum við í heimi þar sem verið er að myrða, pynta, svelta og pína heila þjóð og við sjáum það á myndefni sem berst okkur dags daglega. Við erum ekki á staðnum, viðvörunarkerfið bregst ekki við með oforsi en við vitum á sama tíma full vel að þetta er engin bíómynd. Við sjáum raunverulegar, hryllilegar upptökur af alvöru fólki, yndislegum börnum sem reyna að lifa af viðbjóðslegan hrottaskap og neyð sem ekkert okkar vill að nokkur maður þurfi að upplifa. Hvernig bregst heilinn við þá? Sennilega finnum við meðal annars fyrir hryllingi og sorg. Finnst þetta átakanlegt og við vildum óska að friður gæti ríkt. En eru þau viðbrögð í röklegu samræmi við það sem er raunverulega að gerast? Það er þekkt að samkennd er sterkari með þeim sem við eigum mest sameiginlegt með. Þetta er í eðli mannskepnunnar og fleiri spendýra og er þróunarfræðilega gamall eiginleiki. Einnig er þekkt að okkur hættir til að standa hjá ef við teljum aðra vera að hjálpa eða teljum það í verkahring annara að sjá um stuðning við þá sem eru í neyð. Báðir þessir þættir eru skiljanlegir og eðlilegir. En hvað gerum við þá? Ekkert? Jú, við gerum eitthvað! Við höfum nefnilega mjög þróaðan og fjölhæfan framheila sem býr yfir þessari líka fínu rökhugsun og skipulagshæfileikum. Þetta notum við til að fylgja sannfæringu okkar um að ekkert barn í heiminum ætti að upplifa eitt augnablik af þeim hryllingi sem viðgengst í Palestínu. Við getum sýnt í verki að okkur er alls ekki sama. Við getum sýnt í verki samstöðu okkar sem þjóðar. Samstöðu með annari þjóð langt í burtu. Heil þjóð sem stendur saman með annari þjóð sem er full örvæntingar og kallar á hjálp. Mig langar að þakka þeim sem hafa unnið að vakningu okkar hinna. Þeim sem hafa stutt fjölskyldur á Gaza í marga mánuði með samskiptum, úrræðum og fjármunum. Það er kominn tími á að við séum með þeim. Ég held það verði gott fyrir okkur að mæta sem þjóð og standa saman gegn þjóðarmorði. Hittumst á laugardaginn 6. september kl. 14. Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Stykkishólmi og Egilsstöðum. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Mannsheilinn vinnur þannig úr upplýsingum og áreiti að við venjumst flestu sé það endurtekið nógu oft. Til dæmis erum við flest orðin vön því að sjá ofbeldisfullar bíómyndir án þess að verða mjög hrædd. Ef ofbeldið væri að gerast fyrir framan okkur myndi viðvörunarkerfi heilans hins vegar að öllum líkindum bregðast við af alefli og við myndum flýja, berjast eða frjósa. Nú lifum við í heimi þar sem verið er að myrða, pynta, svelta og pína heila þjóð og við sjáum það á myndefni sem berst okkur dags daglega. Við erum ekki á staðnum, viðvörunarkerfið bregst ekki við með oforsi en við vitum á sama tíma full vel að þetta er engin bíómynd. Við sjáum raunverulegar, hryllilegar upptökur af alvöru fólki, yndislegum börnum sem reyna að lifa af viðbjóðslegan hrottaskap og neyð sem ekkert okkar vill að nokkur maður þurfi að upplifa. Hvernig bregst heilinn við þá? Sennilega finnum við meðal annars fyrir hryllingi og sorg. Finnst þetta átakanlegt og við vildum óska að friður gæti ríkt. En eru þau viðbrögð í röklegu samræmi við það sem er raunverulega að gerast? Það er þekkt að samkennd er sterkari með þeim sem við eigum mest sameiginlegt með. Þetta er í eðli mannskepnunnar og fleiri spendýra og er þróunarfræðilega gamall eiginleiki. Einnig er þekkt að okkur hættir til að standa hjá ef við teljum aðra vera að hjálpa eða teljum það í verkahring annara að sjá um stuðning við þá sem eru í neyð. Báðir þessir þættir eru skiljanlegir og eðlilegir. En hvað gerum við þá? Ekkert? Jú, við gerum eitthvað! Við höfum nefnilega mjög þróaðan og fjölhæfan framheila sem býr yfir þessari líka fínu rökhugsun og skipulagshæfileikum. Þetta notum við til að fylgja sannfæringu okkar um að ekkert barn í heiminum ætti að upplifa eitt augnablik af þeim hryllingi sem viðgengst í Palestínu. Við getum sýnt í verki að okkur er alls ekki sama. Við getum sýnt í verki samstöðu okkar sem þjóðar. Samstöðu með annari þjóð langt í burtu. Heil þjóð sem stendur saman með annari þjóð sem er full örvæntingar og kallar á hjálp. Mig langar að þakka þeim sem hafa unnið að vakningu okkar hinna. Þeim sem hafa stutt fjölskyldur á Gaza í marga mánuði með samskiptum, úrræðum og fjármunum. Það er kominn tími á að við séum með þeim. Ég held það verði gott fyrir okkur að mæta sem þjóð og standa saman gegn þjóðarmorði. Hittumst á laugardaginn 6. september kl. 14. Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Stykkishólmi og Egilsstöðum. Höfundur er sálfræðingur.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun