Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar 3. september 2025 07:32 Jákvæð uppbygging menntamála í Hveragerði Það má með sanni segja að menntamál í Hveragerði séu á spennandi tímamótum. Gríðarlega mikil uppbygging hefur átt sér stað síðustu mánuði og erum við að uppskera eftir því. Stækkun leikskólans Óskalands er afar jákvætt skref í átt að sterkari grunnstoðum fyrir yngstu íbúa bæjarins. Leikskólinn er því orðinn níu deilda leikskóli og skapast hefur rými fyrir fleiri börn, í umhverfi þar sem lausnamiðuð hugsun og fagmennska eru í forgrunni. Nemendaverndarráð leikskólanna Þrátt fyrir krefjandi aðstæður undanfarið hefur starf leikskólanna Óskalands og Undralands verið til mikillar fyrirmyndar. Markviss vinna hefur átt sér stað í snemmtækri íhlutun innan leikskólanna, sérkennsla er öflug og fagfólk leikskólanna vinnur þétt saman með skýrum markmiðum um að styðja hvert barn á einstaklingsbundinn hátt. Nýstofnað nemendaverndarráð leikskólanna hefur einnig styrkt þetta starf með vel ígrundaðri teymisvinnu og faglegum lausnum. Leikskólinn Óskaland hefur nú tekið í notkun nýja og glæsilega viðbyggingu sem telur þrjár nýjar deildir og er mikil ánægja með þá góðu viðbót. Spennandi tímar í grunnskólanum Grunnskólinn í Hveragerði er að ganga í gegnum jákvæðar breytingar, með stækkun skólans og þróun nýs námsvers, en við gerð síðustu fjárhagsáætlunar Hveragerðisbæjar var samþykkt að bæta við stjórnanda í grunnskólanum sem kemur til með að stýra nýju námsveri. Með nýju námsveri og þeim námsaðstæðum sem þar skapast mun gefast gott tækifæri til að takast enn betur á við fjölbreyttar þarfir nemenda. Nýsköpun í frístundastarfi Frístundastarf í Hveragerði hefur blómstrað undanfarin ár. Þátttaka barna í frístundastarfi hefur aukist ár frá ári og fagmennska starfsfólks frístundamiðstöðvarinnar hefur vakið verðskuldaða athygli út fyrir bæjarmörkin. Það hefur verið ánægjulegt að að sjá hvernig starfið er stöðugt í endurskoðun og aðlagað að þörfum samfélagsins hverju sinni. Í því sambandi má nefna nýtt verkefni frístundastarfs með eldri borgurum, sem er sérstaklega spennandi og bætir við nýjum víddum í þjónustu í nærsamfélaginu. Öflug fræðslu- og velferðarþjónusta Skólaþjónustan í Hveragerði hefur einnig tekið stór skref í átt að bættri þjónustu. Bið eftir vinnslu tilvísana hefur styst verulega og innleiðing nýrra farsældarlaga hefur skapað betri grundvöll fyrir snemmtækan stuðning við börn og fjölskyldur þeirra. Samvinna og teymisvinna á milli þjónustuveitenda hefur reynst lykillinn að þessum árangri. Fræðsluþjónustan hefur jafnframt haldið fræðsludaga fyrir starfsfólk og fræðsluerindi fyrir foreldra og almenning, sem hafa hlotið góðar undirtektir. Í upphafi árs var þróunarverkefnið Föruneyti barna – samstarf um stuðning við uppeldi og nám sett á stað hér í Hveragerði og foreldrum barna í árgang 2019 boðin þátttaka. Verkefnið er samstarfsverkefni mennta- og barnamálaráðuneytis og Háskóla Íslands og styður við farsæld barna. Það er mikilvægt að styrkja og styðja við tengsl innan samfélagsins. Með þessum leiðum hefur það verið markmikðið, að styrkja og stuðla að góðum tengslum innan stofnanna og ekki síður við samfélagið allt. Samvinna og björt framtíð Tækifærin í menntamálum í Hveragerði eru fjölmörg og björt framtíð blasir við. Það hefur verið lögð rík áhersla hjá Okkar Hveragerði að styðja við og efla þennan málaflokk og það hefur svo sannarlega tekist vel til. Með samvinnu, lausnamiðaðri hugsun og gagnrýnu samtali getum við skapað menntakerfi sem styður við þarfir hvers og eins og styrkir samfélagið í heild sinni. Í Hveragerði er svo sannarlega gott að búa. Höfundur er formaður skólanefndar Hveragerðisbæjar og forseti bæjarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Jákvæð uppbygging menntamála í Hveragerði Það má með sanni segja að menntamál í Hveragerði séu á spennandi tímamótum. Gríðarlega mikil uppbygging hefur átt sér stað síðustu mánuði og erum við að uppskera eftir því. Stækkun leikskólans Óskalands er afar jákvætt skref í átt að sterkari grunnstoðum fyrir yngstu íbúa bæjarins. Leikskólinn er því orðinn níu deilda leikskóli og skapast hefur rými fyrir fleiri börn, í umhverfi þar sem lausnamiðuð hugsun og fagmennska eru í forgrunni. Nemendaverndarráð leikskólanna Þrátt fyrir krefjandi aðstæður undanfarið hefur starf leikskólanna Óskalands og Undralands verið til mikillar fyrirmyndar. Markviss vinna hefur átt sér stað í snemmtækri íhlutun innan leikskólanna, sérkennsla er öflug og fagfólk leikskólanna vinnur þétt saman með skýrum markmiðum um að styðja hvert barn á einstaklingsbundinn hátt. Nýstofnað nemendaverndarráð leikskólanna hefur einnig styrkt þetta starf með vel ígrundaðri teymisvinnu og faglegum lausnum. Leikskólinn Óskaland hefur nú tekið í notkun nýja og glæsilega viðbyggingu sem telur þrjár nýjar deildir og er mikil ánægja með þá góðu viðbót. Spennandi tímar í grunnskólanum Grunnskólinn í Hveragerði er að ganga í gegnum jákvæðar breytingar, með stækkun skólans og þróun nýs námsvers, en við gerð síðustu fjárhagsáætlunar Hveragerðisbæjar var samþykkt að bæta við stjórnanda í grunnskólanum sem kemur til með að stýra nýju námsveri. Með nýju námsveri og þeim námsaðstæðum sem þar skapast mun gefast gott tækifæri til að takast enn betur á við fjölbreyttar þarfir nemenda. Nýsköpun í frístundastarfi Frístundastarf í Hveragerði hefur blómstrað undanfarin ár. Þátttaka barna í frístundastarfi hefur aukist ár frá ári og fagmennska starfsfólks frístundamiðstöðvarinnar hefur vakið verðskuldaða athygli út fyrir bæjarmörkin. Það hefur verið ánægjulegt að að sjá hvernig starfið er stöðugt í endurskoðun og aðlagað að þörfum samfélagsins hverju sinni. Í því sambandi má nefna nýtt verkefni frístundastarfs með eldri borgurum, sem er sérstaklega spennandi og bætir við nýjum víddum í þjónustu í nærsamfélaginu. Öflug fræðslu- og velferðarþjónusta Skólaþjónustan í Hveragerði hefur einnig tekið stór skref í átt að bættri þjónustu. Bið eftir vinnslu tilvísana hefur styst verulega og innleiðing nýrra farsældarlaga hefur skapað betri grundvöll fyrir snemmtækan stuðning við börn og fjölskyldur þeirra. Samvinna og teymisvinna á milli þjónustuveitenda hefur reynst lykillinn að þessum árangri. Fræðsluþjónustan hefur jafnframt haldið fræðsludaga fyrir starfsfólk og fræðsluerindi fyrir foreldra og almenning, sem hafa hlotið góðar undirtektir. Í upphafi árs var þróunarverkefnið Föruneyti barna – samstarf um stuðning við uppeldi og nám sett á stað hér í Hveragerði og foreldrum barna í árgang 2019 boðin þátttaka. Verkefnið er samstarfsverkefni mennta- og barnamálaráðuneytis og Háskóla Íslands og styður við farsæld barna. Það er mikilvægt að styrkja og styðja við tengsl innan samfélagsins. Með þessum leiðum hefur það verið markmikðið, að styrkja og stuðla að góðum tengslum innan stofnanna og ekki síður við samfélagið allt. Samvinna og björt framtíð Tækifærin í menntamálum í Hveragerði eru fjölmörg og björt framtíð blasir við. Það hefur verið lögð rík áhersla hjá Okkar Hveragerði að styðja við og efla þennan málaflokk og það hefur svo sannarlega tekist vel til. Með samvinnu, lausnamiðaðri hugsun og gagnrýnu samtali getum við skapað menntakerfi sem styður við þarfir hvers og eins og styrkir samfélagið í heild sinni. Í Hveragerði er svo sannarlega gott að búa. Höfundur er formaður skólanefndar Hveragerðisbæjar og forseti bæjarstjórnar.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun