Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. september 2025 20:02 Það er mikilvægt að viðhalda neistanum í sambandinu. Hefur þú prófað öfugu kúrekastelpuna, snákinn eða pretzel-dýfuna? Getty Hvort ertu fyrir lótusblómið, saltkringlu-dýfuna, öfugu kúrekastelpuna eða snákinn þegar það kemur að fjölbreyttum kynlífsstellingum? Þó svo að kertaljós og rósablöð hljómar rómantískt í eyrum margra þarf oft eitthvað meira til að viðhalda spennunni í sambandinu, þá sérstaklega þegar við erum að tala um langtímasambönd. Hér að neðan má nálgast hugmyndir að fjölbreyttum stellingum sem geta kryddað upp á sambandið, auk þess sem farið er yfir hvernig þær eru framkvæmdar og ávinning hverrar og einnar þeirra. Á vef Womens Health birtist listi yfir 21 hugmynd að fjölbreyttum stellingum ásamt myndum af hverri þeirra. Hér að neðan eru nokkur dæmi. Lotusblómið Í lótus-stellingunni situr annar aðilinn í svokallaðri lotus-stöðu, með krosslagða fætur og beint bak. Hinn aðilinn sest í fangið á honum og vefur fótunum utan um mitti hans. Útkoman er nánast eins og faðmlag. Þetta er ekki stelling sem snýst um hraða eða erfiða hreyfingu, heldur rólegt og samstillt flæði. Hún hentar þeim sem vilja dýpka tengslin í samförum, hægja á og upplifa kynlíf sem samverustund fremur en átak. Stellingin á rætur að rekja til tantrískrar hefðar og er gjarnan tengd hugmyndum um jafnvægi, samhljóm og vitund í nánum samskiptum. Saltkringlu-dýfan Saltkringlu-dýfan er stelling þar sem þægindi og nánd mætast. Annar aðilinn liggur á hliðinni á meðan hinn situr klofvega yfir neðri fótlegg hans. Ef fólk er liðugt má hvíla efri fótinn í olnbogabót eða jafnvel yfir öxl hans. Kosturinn við þessa stellingu er að nándin verður órjúfanlegur hluti upplifunarinnar, þar sem auðvelt er að horfast í augu og kyssast. Hún hentar einnig sérstaklega vel fyrir óléttar konur, þar sem hún veldur engum þrýstingi á kviðinn. Stóllinn Aðilinn með getnaðarlim sest fremst á stól eða rúm, með fætur stöðuga á gólfinu. Hinn aðilinn sest ofan á lærin hans og hallar sér fram eða aftur, eftir því sem hentar best, með bakið að bringu hins. Þessi staða getur aukið nánd og tengingu, en einnig boðið upp á skemmtilega útfærslu. Til dæmis má setja stólinn fyrir framan spegil til að gera stundina enn heitari og sjónrænt sterkari. Auk þess er auðvelt fyrir báða aðila að nota hendurnar frjálslega, strjúka hvoru öðru og kanna líkamann á nýjan hátt, sem dýpkar tengslin umfram líkamlega ánægju. Skeiðin Í þessari stöðu liggja báðir á hliðinni, þétt saman í faðmlögum. Svokölluð spooning eða skeiðin þarf ekki endilega að vera kynferðisleg athöfn – það má einfaldlega liggja og kúra saman. Þetta er afslappandi staða sem er jafnframt yndisleg, því hún felur í sér stórt og hlýlegt faðmlag. Skæri á hlið Í þessari stöðu liggja báðir á hliðinni þar sem annar aðilinn liggur framar og hinn fyrir aftan. Sá sem er aftar dregur hinn að sér þannig að líkamarnir falli þétt saman. Þetta er afslappandi og notaleg stelling sem líkist stóru faðmlagi. Hún getur bæði skapað rómantíska og kynferðislega upplifun, allt eftir því hvað hentar parinu. Nándina má auka með því að kyssa hálsinn, strjúka yfir líkamann eða hvísla í eyrað – sem gerir augnablikið enn heitara og fallegra. Skelin Annar aðilinn liggur á bakinu með fætur í sundur og lyfta upp að höfði. Sá sem er ofan á fer ofan á hinn eins og í klassískri trúboðastöðu.Þessi staða hentar þeim sem eru mjög liðugir. Hún býður upp á djúpa nánd og augnsamband, auk þess sem að báðir geta snert hvorn annan og sjálfan sig auðveldlega. Snákurinn Þessi stelling er svipuð hundastellingunni (e. doggy-style), en hinn liggur á maganum á hnjánum með bringuna og höfuðið í dýnunni, stundum með púða undir fyrir aukin þægindi. Sá sem er ofan á styður sig á höndum til að halda jafnvægi, en getur einnig lagst ofan á makann ef hentar. Stellingin eykur nánd, þar sem líkamarnir eru í mjög náinni snertingu, líkt og í skeiðinni (e. spooning). Öfuga kúrekastelpan Annar aðilinn leggst á bakið á meðan hinn sest yfir mjaðmirnar á honum og snýr sér þannig að bakið snýr frá honum. Sá sem er ofan á getur hallað sér fram og aftur, sem gefur mismunandi upplifun og unað. Sá sem liggur neðar fær á sama tíma kynæsandi sjónarhorn á rassinn á þeim sem er ofan á sem gerir upplifunina enn heitari. Kynlíf Ástin og lífið Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Hér að neðan má nálgast hugmyndir að fjölbreyttum stellingum sem geta kryddað upp á sambandið, auk þess sem farið er yfir hvernig þær eru framkvæmdar og ávinning hverrar og einnar þeirra. Á vef Womens Health birtist listi yfir 21 hugmynd að fjölbreyttum stellingum ásamt myndum af hverri þeirra. Hér að neðan eru nokkur dæmi. Lotusblómið Í lótus-stellingunni situr annar aðilinn í svokallaðri lotus-stöðu, með krosslagða fætur og beint bak. Hinn aðilinn sest í fangið á honum og vefur fótunum utan um mitti hans. Útkoman er nánast eins og faðmlag. Þetta er ekki stelling sem snýst um hraða eða erfiða hreyfingu, heldur rólegt og samstillt flæði. Hún hentar þeim sem vilja dýpka tengslin í samförum, hægja á og upplifa kynlíf sem samverustund fremur en átak. Stellingin á rætur að rekja til tantrískrar hefðar og er gjarnan tengd hugmyndum um jafnvægi, samhljóm og vitund í nánum samskiptum. Saltkringlu-dýfan Saltkringlu-dýfan er stelling þar sem þægindi og nánd mætast. Annar aðilinn liggur á hliðinni á meðan hinn situr klofvega yfir neðri fótlegg hans. Ef fólk er liðugt má hvíla efri fótinn í olnbogabót eða jafnvel yfir öxl hans. Kosturinn við þessa stellingu er að nándin verður órjúfanlegur hluti upplifunarinnar, þar sem auðvelt er að horfast í augu og kyssast. Hún hentar einnig sérstaklega vel fyrir óléttar konur, þar sem hún veldur engum þrýstingi á kviðinn. Stóllinn Aðilinn með getnaðarlim sest fremst á stól eða rúm, með fætur stöðuga á gólfinu. Hinn aðilinn sest ofan á lærin hans og hallar sér fram eða aftur, eftir því sem hentar best, með bakið að bringu hins. Þessi staða getur aukið nánd og tengingu, en einnig boðið upp á skemmtilega útfærslu. Til dæmis má setja stólinn fyrir framan spegil til að gera stundina enn heitari og sjónrænt sterkari. Auk þess er auðvelt fyrir báða aðila að nota hendurnar frjálslega, strjúka hvoru öðru og kanna líkamann á nýjan hátt, sem dýpkar tengslin umfram líkamlega ánægju. Skeiðin Í þessari stöðu liggja báðir á hliðinni, þétt saman í faðmlögum. Svokölluð spooning eða skeiðin þarf ekki endilega að vera kynferðisleg athöfn – það má einfaldlega liggja og kúra saman. Þetta er afslappandi staða sem er jafnframt yndisleg, því hún felur í sér stórt og hlýlegt faðmlag. Skæri á hlið Í þessari stöðu liggja báðir á hliðinni þar sem annar aðilinn liggur framar og hinn fyrir aftan. Sá sem er aftar dregur hinn að sér þannig að líkamarnir falli þétt saman. Þetta er afslappandi og notaleg stelling sem líkist stóru faðmlagi. Hún getur bæði skapað rómantíska og kynferðislega upplifun, allt eftir því hvað hentar parinu. Nándina má auka með því að kyssa hálsinn, strjúka yfir líkamann eða hvísla í eyrað – sem gerir augnablikið enn heitara og fallegra. Skelin Annar aðilinn liggur á bakinu með fætur í sundur og lyfta upp að höfði. Sá sem er ofan á fer ofan á hinn eins og í klassískri trúboðastöðu.Þessi staða hentar þeim sem eru mjög liðugir. Hún býður upp á djúpa nánd og augnsamband, auk þess sem að báðir geta snert hvorn annan og sjálfan sig auðveldlega. Snákurinn Þessi stelling er svipuð hundastellingunni (e. doggy-style), en hinn liggur á maganum á hnjánum með bringuna og höfuðið í dýnunni, stundum með púða undir fyrir aukin þægindi. Sá sem er ofan á styður sig á höndum til að halda jafnvægi, en getur einnig lagst ofan á makann ef hentar. Stellingin eykur nánd, þar sem líkamarnir eru í mjög náinni snertingu, líkt og í skeiðinni (e. spooning). Öfuga kúrekastelpan Annar aðilinn leggst á bakið á meðan hinn sest yfir mjaðmirnar á honum og snýr sér þannig að bakið snýr frá honum. Sá sem er ofan á getur hallað sér fram og aftur, sem gefur mismunandi upplifun og unað. Sá sem liggur neðar fær á sama tíma kynæsandi sjónarhorn á rassinn á þeim sem er ofan á sem gerir upplifunina enn heitari.
Kynlíf Ástin og lífið Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira