Sport

Dag­skráin í dag: Undan­keppni fyrir HM 2026 hefst á Laugar­dals­velli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson er fyrirliði Íslands í fjarveru Orra Steins Óskarssonar.
Hákon Arnar Haraldsson er fyrirliði Íslands í fjarveru Orra Steins Óskarssonar. Alan Harvey/Getty Images

A-landslið karla í fótbolta mætir Aserbaísjan á Laugardalsvelli í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM 2026. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport.

Sýn Sport

Klukkan 18.00 hefst útsending frá Laugardalsvelli þar sem Ísland mun mæta Aserbaísjan. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður svo gerður upp klukkan 20.45.

Sýn Sport 4

Klukkan 12.00 er Amgen Irish Open-mótið í golfi á dagskrá. Það er hluti af DP-heimsmótaröðinni.

Sýn Sport Viaplay

Klukkan 11.25 er fyrsta æfing dagsins fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Monza á Ítalíu á dagskrá. Önnur æfing dagsins er klukkan 14.55.

Klukkan 18.35 hefst útsending frá Parken í Kaupmannahöfn þar sem Danmörk mætir Skotlandi í undankeppni HM 2026 í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×