Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar 5. september 2025 12:01 Íslenska ríkið er að útiloka íslenska framleiðendur frá eigin markaði á hæpnum forsendum svo ekki sé fastar að orði kveðið og um það fjallaði Kastljós 2. september sl. HúsheildHyrna ehf framleiðir á Norðurlandi gæðaglugga og hurðir í samræmi við evrópskar kröfur og reglur. Fyrirtækið vill CE-merkja vörur sínar – rétt eins og lög krefjast, til að geta tekið þátt í verkefnum þar sem slíkra merkinga er krafist. Á landinu er til einn prófunarklefi til að gæðavotta glugga. Niðurstöður sem þaðan koma eru ekki viðurkenndar af stjórnkerfinu þótt klefinn og mælingar standist allan samanburð og vörur HúsheildarHyrnu staðist allar prófanir og langt umfram þess sem krafist er. Þeir geta því ekki auglýsvörur sínar án þess að brjóta lög. Ríkisstofnanir neita að nota vöruna af því hún hefur ekki CE stimpil. Stimpilinn vantar á vöruna en ekki vegna þess að varan uppfylli ekki kröfur, heldur af því að ríkið býður enga vottun, enga prófun, enga lausn til að hægt sé að uppfylla kröfur sama ríkisvalds. Á meðan geta samkeppnisaðilar erlendis frá flutt flutt inn vörur með CE-merki en enginn getur í raun staðfest gæði þess sem flutt er inn því sú vara er ekki prófuð hér á landi. Misserum saman hefur verið óskað eftir því að stjórnkerfið viðurkenni þessar mælingar eða komi sjálft upp klefa sem kerfið tekur þá mark á. Engu hefur verið svarað og á meðan geta íslenskir framleiðendur ekki keppt við innflutta framleiðslu. Það er í raun með ólíkindum að íslenskur iðnaður mæti slíkum afgangi hjá stjórnkerfinu og stjórnvöldum Þetta er kerfisbundin mismunun gegn íslenskum fyrirtækjum. Og hlýtur það að teljast gríðarlega alvarlegt mál. Ríkið getur ekki falið sig lengur bak við að „verið sé að vinna í málinu“. Þetta mál hefur legið á borðum stjórnvalda í langan tíma. Á þetta hefur verið bent í skýrslum, frá atvinnulífinu, og nú opinberað í ríkissjónvarpinu. Hvað meira þarf til? HúsheildHyrna ehf og framleiðslustjóri fyrirtækisins í gluggum og hurðum, Eiríkur Guðberg Guðmundsson, hefur sýnt mikla þrautseigju í málinu á undanförnum misserum. En nú virðist þolinmæði þrotin. Hversu miklum skaða ætla embættismenn á íslandi að valda íslenskri framleiðslu? Fyrirtækið óskar einskis annars en réttar síns til að starfa án hafta og skemmdarverka af hendi ríkisins. Ekki er verið að biðja um fyrirgreiðslu. Það er verið að biðla til ríkisins um að framleiðendur geti starfað eftir reglum sem ríkið sjálft innleiddi. Það er ekki of mikið að biðja um. Stjórnvöld verða að taka á þessu máli strax. Hvernig getur CE-merking verið skylda, ef engin leið er til að uppfylla hana innanlands? Hversu lengi ætla stjórnvöld að láta íslenskan iðnað blæða vegna eigin aðgerðaleysis? Ef Ísland vill kalla sig iðnríki, þá verður það að standa með eigin framleiðendum. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgrímur Sigmundsson Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Íslenska ríkið er að útiloka íslenska framleiðendur frá eigin markaði á hæpnum forsendum svo ekki sé fastar að orði kveðið og um það fjallaði Kastljós 2. september sl. HúsheildHyrna ehf framleiðir á Norðurlandi gæðaglugga og hurðir í samræmi við evrópskar kröfur og reglur. Fyrirtækið vill CE-merkja vörur sínar – rétt eins og lög krefjast, til að geta tekið þátt í verkefnum þar sem slíkra merkinga er krafist. Á landinu er til einn prófunarklefi til að gæðavotta glugga. Niðurstöður sem þaðan koma eru ekki viðurkenndar af stjórnkerfinu þótt klefinn og mælingar standist allan samanburð og vörur HúsheildarHyrnu staðist allar prófanir og langt umfram þess sem krafist er. Þeir geta því ekki auglýsvörur sínar án þess að brjóta lög. Ríkisstofnanir neita að nota vöruna af því hún hefur ekki CE stimpil. Stimpilinn vantar á vöruna en ekki vegna þess að varan uppfylli ekki kröfur, heldur af því að ríkið býður enga vottun, enga prófun, enga lausn til að hægt sé að uppfylla kröfur sama ríkisvalds. Á meðan geta samkeppnisaðilar erlendis frá flutt flutt inn vörur með CE-merki en enginn getur í raun staðfest gæði þess sem flutt er inn því sú vara er ekki prófuð hér á landi. Misserum saman hefur verið óskað eftir því að stjórnkerfið viðurkenni þessar mælingar eða komi sjálft upp klefa sem kerfið tekur þá mark á. Engu hefur verið svarað og á meðan geta íslenskir framleiðendur ekki keppt við innflutta framleiðslu. Það er í raun með ólíkindum að íslenskur iðnaður mæti slíkum afgangi hjá stjórnkerfinu og stjórnvöldum Þetta er kerfisbundin mismunun gegn íslenskum fyrirtækjum. Og hlýtur það að teljast gríðarlega alvarlegt mál. Ríkið getur ekki falið sig lengur bak við að „verið sé að vinna í málinu“. Þetta mál hefur legið á borðum stjórnvalda í langan tíma. Á þetta hefur verið bent í skýrslum, frá atvinnulífinu, og nú opinberað í ríkissjónvarpinu. Hvað meira þarf til? HúsheildHyrna ehf og framleiðslustjóri fyrirtækisins í gluggum og hurðum, Eiríkur Guðberg Guðmundsson, hefur sýnt mikla þrautseigju í málinu á undanförnum misserum. En nú virðist þolinmæði þrotin. Hversu miklum skaða ætla embættismenn á íslandi að valda íslenskri framleiðslu? Fyrirtækið óskar einskis annars en réttar síns til að starfa án hafta og skemmdarverka af hendi ríkisins. Ekki er verið að biðja um fyrirgreiðslu. Það er verið að biðla til ríkisins um að framleiðendur geti starfað eftir reglum sem ríkið sjálft innleiddi. Það er ekki of mikið að biðja um. Stjórnvöld verða að taka á þessu máli strax. Hvernig getur CE-merking verið skylda, ef engin leið er til að uppfylla hana innanlands? Hversu lengi ætla stjórnvöld að láta íslenskan iðnað blæða vegna eigin aðgerðaleysis? Ef Ísland vill kalla sig iðnríki, þá verður það að standa með eigin framleiðendum. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun