Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Lovísa Arnardóttir skrifar 5. september 2025 11:48 Veiran leggst sérstaklega þungt á börn á fyrsta aldursári. Vísir/Vilhelm Öllum ungbörnum undir sex mánaða aldri verður boðin forvörn gegn RS veirusýkingu frá og með október næstkomandi. RS-veiran er algeng orsök öndunarfærasýkinga, sem leggst sérstaklega þungt á börn á fyrsta aldursári, og veldur árlega fjölda innlagna á sjúkrahús hérlendis og erlendis. Frá þessu er greint á vef embættis landlæknis. Í tilkynningu landlæknis segir að ef ávinningur á Íslandi verði sambærilegur og í nágrannaríkjum megi búast við því að færri en 300 börn leiti árlega til læknis vegna RS-veirusýkingar, í stað um eða yfir 500 börn. Þá megi búast við því að sjúkrahúsinnlögnum fækki verulega, úr um 40 í tíu til fimmtán og að sjúkrahúslegudögum munu fækka úr 180 í 30. Þannig er áætlað að gjöf mótefnisins muni minnka veikindi barna, draga úr álagi á heilbrigðiskerfið, vonandi minni lyfjanotkun og áhyggjum foreldra auk fjarveru þeirra frá vinnu. Í mælaborði Landlæknisembættisins fyrir öndunarfærasýkingar má sjá ef litið er til síðasta vetrar að RS veiran náði hámarki sínu við lok árs þegar um 270 börn voru greind síðustu fjórar vikur ársins. Á myndinni má sjá hversu mörg börn voru greind hverja viku síðasta vetur. Landlæknisembættið Í tilkynningu segir að í alvarlegum tilvikum hafi börn þurft að leggjast inn á gjörgæslu og fá öndunarvélarstuðning. Mótefnið verður gefið á sjúkrastofnunum þar sem fara fram fæðingar eða fimm daga skoðun, sem og í ungbarnavernd á heilsugæslum. Eldri börn í áhættuhópum geta einnig fengið mótefnið á sjúkrahúsum eða heilsugæslum. Mikilvæg tímamót Alma D. Möller heilbrigðisráðherra segir það mikilvæg tímamót að þessi mikilvæga forvörn verði nú í boði fyrir öll ungbörn hér á landi því þau séu viðkvæmust fyrir. „Reynsla af efninu er góð og ég hvet foreldra til að þiggja þessa mikilvægu forvörn fyrir börnin sín þegar hún býðst,“ er haft eftir ráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins um sama efni. Í tilkynningu landlæknis segir að mótefnið hafi þegar verið notað síðastliðna tvo vetur í fjölda Evrópuríkja, auk annarra landa. Reynslan sé mjög góð. Þá segir að notkunin sé studd af samtökum barnalækna í Evrópu sem og Norður- og Suður Ameríku. Rannsóknir sýni um 80 prósent fækkun innlagna á sjúkrahús og einnig færri tilfelli bakteríusýkinga, sem oft fylgi í kjölfar RS-veirusýkingar. Veitir vörn strax við gjöf Efnið sem er notað kallast Nirsevimab og er einstofna mótefni, ekki hefðbundið bóluefni. Það veitir börnunum vörn strax við gjöf, án þess að ónæmiskerfið þurfi að bregðast við. Vörnin endist í um sex mánuði sem nær yfir allt RS-tímabilið. Á vef landlæknis segir einnig að áður fyrr hafi palivizumab (Synagis®) verið í boði fyrir fyrirbura og börn með sérstaka áhættuþætti, en það þurfti að gefa endurtekið á meðan RS-faraldur var í gangi. Nirsevimab er langvinnara og aðeins þarf eina gjöf á RS-tímabilinu, auk þess sem það verður í boði fyrir öll ungbörn. Nærri 30 ára reynsla er af notkun palivizumab og annarra einstofna mótefna. Heilbrigðismál Bólusetningar Börn og uppeldi Embætti landlæknis Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Í tilkynningu landlæknis segir að ef ávinningur á Íslandi verði sambærilegur og í nágrannaríkjum megi búast við því að færri en 300 börn leiti árlega til læknis vegna RS-veirusýkingar, í stað um eða yfir 500 börn. Þá megi búast við því að sjúkrahúsinnlögnum fækki verulega, úr um 40 í tíu til fimmtán og að sjúkrahúslegudögum munu fækka úr 180 í 30. Þannig er áætlað að gjöf mótefnisins muni minnka veikindi barna, draga úr álagi á heilbrigðiskerfið, vonandi minni lyfjanotkun og áhyggjum foreldra auk fjarveru þeirra frá vinnu. Í mælaborði Landlæknisembættisins fyrir öndunarfærasýkingar má sjá ef litið er til síðasta vetrar að RS veiran náði hámarki sínu við lok árs þegar um 270 börn voru greind síðustu fjórar vikur ársins. Á myndinni má sjá hversu mörg börn voru greind hverja viku síðasta vetur. Landlæknisembættið Í tilkynningu segir að í alvarlegum tilvikum hafi börn þurft að leggjast inn á gjörgæslu og fá öndunarvélarstuðning. Mótefnið verður gefið á sjúkrastofnunum þar sem fara fram fæðingar eða fimm daga skoðun, sem og í ungbarnavernd á heilsugæslum. Eldri börn í áhættuhópum geta einnig fengið mótefnið á sjúkrahúsum eða heilsugæslum. Mikilvæg tímamót Alma D. Möller heilbrigðisráðherra segir það mikilvæg tímamót að þessi mikilvæga forvörn verði nú í boði fyrir öll ungbörn hér á landi því þau séu viðkvæmust fyrir. „Reynsla af efninu er góð og ég hvet foreldra til að þiggja þessa mikilvægu forvörn fyrir börnin sín þegar hún býðst,“ er haft eftir ráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins um sama efni. Í tilkynningu landlæknis segir að mótefnið hafi þegar verið notað síðastliðna tvo vetur í fjölda Evrópuríkja, auk annarra landa. Reynslan sé mjög góð. Þá segir að notkunin sé studd af samtökum barnalækna í Evrópu sem og Norður- og Suður Ameríku. Rannsóknir sýni um 80 prósent fækkun innlagna á sjúkrahús og einnig færri tilfelli bakteríusýkinga, sem oft fylgi í kjölfar RS-veirusýkingar. Veitir vörn strax við gjöf Efnið sem er notað kallast Nirsevimab og er einstofna mótefni, ekki hefðbundið bóluefni. Það veitir börnunum vörn strax við gjöf, án þess að ónæmiskerfið þurfi að bregðast við. Vörnin endist í um sex mánuði sem nær yfir allt RS-tímabilið. Á vef landlæknis segir einnig að áður fyrr hafi palivizumab (Synagis®) verið í boði fyrir fyrirbura og börn með sérstaka áhættuþætti, en það þurfti að gefa endurtekið á meðan RS-faraldur var í gangi. Nirsevimab er langvinnara og aðeins þarf eina gjöf á RS-tímabilinu, auk þess sem það verður í boði fyrir öll ungbörn. Nærri 30 ára reynsla er af notkun palivizumab og annarra einstofna mótefna.
Heilbrigðismál Bólusetningar Börn og uppeldi Embætti landlæknis Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira