Skoðun

Lög um vinnu og virknimiðstöðvar

Atli Már Haraldsson skrifar

Þessi lög verða að vera í íslenskum lögum. Það er skoðun mín.

1. gr. Ef fötluðum finnst óþægilegt að vera á sama stað og annað fólk má ekki að pína það til þess.

2. gr. Ef fatlað fólk vill vinna á almenna vinnumarkaðnum með t.d dýrum eða öðru á að leyfa þeim það.

3. gr. Ef fatlað fólk finnst betra að vinna á sér vinnustöðum á að leyfa þeim það stuðningur með aðstoðarfólk og laun fyrir fatlað fólk sama hvað verkefni það velur á að vera jafnt sama hvort það sé í sérúrræðum í vinnu eða almennum vinnumarkaði aðstoð fyrir fatlað fólk á að vera einstaklingsbundið og ef það sé vesen á launakerfinu þá á sér vinnustaðir að greiða laun fyrir fatlað fólk sama hvort það sé á almennum vinnumarkaði eða á sér vinnustað .

4. gr. Vinnumálastofnun aðstoðar fatlað fólkið að fá draumavinnu sína eftir bestu getu í samráði við einstakling sem hefur fötlun og teymið hans eða hennar þá sér atvinnu með stuðning um það í samráði við sjálfseignarstofnanir og ríkis og sveitarfélaga, stofnanir og önnur einkafyrirtæki og annað sem á við.

Þannig að fatlað fólk hafi jafn mikilli völ og annað fólk þrátt fyrir meiri ólíkar stuðningsþarfir eftir þroska hvern og eins sama hvort það það hefur próf eða ekki. Þá ber vinnumarkaðinum að nýtta fjölbreytilega hæfileika og fagna fjölbreytileikanum með það í huga enginn getur allt en allir geta eitthvað. Það á að leyfa fötluðu fólki að velja sín störf Jafns við aðra sama hvað starfið heitir. sama hvort það sé að vinna í fjölmiðlun eða með dýrum eða með börnum eða með öðru fötluðu fólki eða allt annað fatlað fólk á að fá val jafns við aðra Íslendinga vona einn daginn að Alþingi ráðherrar og aðrir þingmenn ef þau sjá þessa grein seti þetta sem lög.

Höfundur er baráttumaður um atvinnu fyrir fatlað fólk.




Skoðun

Sjá meira


×