Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar 5. september 2025 16:01 Í frétt á RÚV 4. september kom fram að sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök ungs fólks á Íslandi og að sjálfsvíg hafi aukist meðal ungra kvenna. Það eru skelfilegar fréttir sem við sem fullorðið fólk verðum að taka alvarlega. Spurningin sem ég sit eftir með er hvað veldur þessari miklu vanlíðan hjá unga fólkinu okkar og hver er leiðin út úr myrkrinu? Til að fá raunhæfa mynd af stöðunni verðum við að horfa á allar breytur. Þar á meðal hvernig við fullorðna fólkið tölum saman. Við rífumst opinberlega á samfélagsmiðlum um fjölda kynja sem sumir segja þau tvö, aðrir hundruð og unga fólkið okkar horfir á okkur rífast í stað þess að sjá okkur ræða málefnalega. Þetta er ekki hjálplegt á mótunarárum þeirra. Ég tek sjálfur ábyrgð, ég hef líka verið sekur um að „þrátta“ í þessum umræðum. Unga fólkið okkar á betra skilið. Þau þurfa fyrirmyndir sem geta rætt ágreining málefnalega, ekki ráðist að þeim sem spyrja eða þagga niður sjónarmið. Allt sem við gerum í dag endurspeglast í framtíðinni, þau mótast af okkar hegðun. Ég átti nýlega samtal við unga manneskju sem hafði lært í kynjafræði að kynin væru yfir hundrað, en í líffræði að þau væru tvö. Þetta misræmi sýnir hversu ruglandi skilaboð unga fólkið fær, jafnvel frá sama skólanum. Er þá skrýtið að þau finni fyrir óöryggi og ringulreið? Ég er ekki að segja að umræðan um fjölda kynja valdi sjálfsvígum. En það sem ég er að segja er þetta: ef við viljum draga úr vanlíðan ungs fólks þurfum við að hætta að rífast og byrja að ræða af virðingu. Við erum þeirra fyrirmyndir. Ég er ekki að taka afstöðu hér, heldur að hvetja okkur öll til að vanda okkur. Má bjóða þér að taka þátt í þessu samtali, málefnalega og af virðingu, með velferð barna að leiðarljósi? Þannig getum við allavega sagt að við höfum reynt! Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frelsissviptir Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Í frétt á RÚV 4. september kom fram að sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök ungs fólks á Íslandi og að sjálfsvíg hafi aukist meðal ungra kvenna. Það eru skelfilegar fréttir sem við sem fullorðið fólk verðum að taka alvarlega. Spurningin sem ég sit eftir með er hvað veldur þessari miklu vanlíðan hjá unga fólkinu okkar og hver er leiðin út úr myrkrinu? Til að fá raunhæfa mynd af stöðunni verðum við að horfa á allar breytur. Þar á meðal hvernig við fullorðna fólkið tölum saman. Við rífumst opinberlega á samfélagsmiðlum um fjölda kynja sem sumir segja þau tvö, aðrir hundruð og unga fólkið okkar horfir á okkur rífast í stað þess að sjá okkur ræða málefnalega. Þetta er ekki hjálplegt á mótunarárum þeirra. Ég tek sjálfur ábyrgð, ég hef líka verið sekur um að „þrátta“ í þessum umræðum. Unga fólkið okkar á betra skilið. Þau þurfa fyrirmyndir sem geta rætt ágreining málefnalega, ekki ráðist að þeim sem spyrja eða þagga niður sjónarmið. Allt sem við gerum í dag endurspeglast í framtíðinni, þau mótast af okkar hegðun. Ég átti nýlega samtal við unga manneskju sem hafði lært í kynjafræði að kynin væru yfir hundrað, en í líffræði að þau væru tvö. Þetta misræmi sýnir hversu ruglandi skilaboð unga fólkið fær, jafnvel frá sama skólanum. Er þá skrýtið að þau finni fyrir óöryggi og ringulreið? Ég er ekki að segja að umræðan um fjölda kynja valdi sjálfsvígum. En það sem ég er að segja er þetta: ef við viljum draga úr vanlíðan ungs fólks þurfum við að hætta að rífast og byrja að ræða af virðingu. Við erum þeirra fyrirmyndir. Ég er ekki að taka afstöðu hér, heldur að hvetja okkur öll til að vanda okkur. Má bjóða þér að taka þátt í þessu samtali, málefnalega og af virðingu, með velferð barna að leiðarljósi? Þannig getum við allavega sagt að við höfum reynt! Höfundur er framhaldsskólakennari.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun