Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. september 2025 21:02 Ryan Keeping ætlar að setja heimsmet og stefnir á að hlaupa hringinn í kringum landið á innan við fimmtán dögum. Vísir/Lýður Valberg Ungur maður frá Kanada er kominn hingað til lands til að setja heimsmet. Hann leggur af stað frá Hallgrímskirkju á sunnudagsmorgun og ætlar að hlaupa hringinn í kringum landið. „Ég ætla að slá þetta met eða liggja dauður ella. Og þegar ég segi það þá meina ég það. 1.390 kílómetrar, allur hringvegurinn, hringinn um allt Ísland hraðar en nokkur maður hefur gert það.“ Þetta segir Ryan Keeping, 27 ára Kanadamaður, sem ætlar að hlaupa alla 1381 kílómetra hringvegarins á skemmstum tíma allra frá upphafi. Hans stærsta afrek til þessa sem hlaupari var þegar hann hljóp 7.342 kílómetra þvert yfir Kanada á 99 dögum. Nú leggur hann land undir fót á sunnudaginn. „Þvílíkt líf“ „Eftir Kanada leitaði ég að næsta verkefni. Þetta verður fyrsta heimsmetið mitt. Ég stefni að því að fara á innan við 16 dögum og 10 tímum. Og mér hefur alltaf þótt Ísland svo flott. Ég hef séð það í kvikmyndum og það er fallegt landslag svo mig langaði til að gera þetta. Ég ætla að slá metið um nokkra daga svo markmiðið er 110 kílómetrar á dag,“ sagði kappinn. Hann segist vera spenntur að kynnast Íslendingum og hvetur fólk til að heilsa sér og jafnvel hlaupa með sér ef svo ber undir. „Ég kom hingað og hitti allt þetta fólk. Ef ég væri ekki hlaupari hefði ég sennilega aldrei hitt þetta fólk. Þvílíkt líf. Ég eltist við ástríðu mína og vonandi gengur þetta allt upp.“ Hleypur sextán til átján tíma á dag Dagarnir fram undan verði nokkuð einsleitir. „Þegar ég er ekki að hlaupa verð ég að borða eða sofa. Ég mun hlaupa í sextán til átján tíma á dag eftir þjóðveginum. Á vissan hátt er þetta það leiðinlegasta sem maður gerir. En ég elska það. Mér leiðist að bíða. Þjálfunin er búin, allt er tilbúið. Ég vildi að það væri sunnudagur og ég gæti byrjað að hlaupa.“ Þá var ekkert annað í stöðunni en að taka stutt hlaup með kappanum til að sjá hraða hans miðað við mann sem eru iðulega best geymdur við skrifborðið. En spretthlaupið má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Hlaup Íslandsvinir Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
„Ég ætla að slá þetta met eða liggja dauður ella. Og þegar ég segi það þá meina ég það. 1.390 kílómetrar, allur hringvegurinn, hringinn um allt Ísland hraðar en nokkur maður hefur gert það.“ Þetta segir Ryan Keeping, 27 ára Kanadamaður, sem ætlar að hlaupa alla 1381 kílómetra hringvegarins á skemmstum tíma allra frá upphafi. Hans stærsta afrek til þessa sem hlaupari var þegar hann hljóp 7.342 kílómetra þvert yfir Kanada á 99 dögum. Nú leggur hann land undir fót á sunnudaginn. „Þvílíkt líf“ „Eftir Kanada leitaði ég að næsta verkefni. Þetta verður fyrsta heimsmetið mitt. Ég stefni að því að fara á innan við 16 dögum og 10 tímum. Og mér hefur alltaf þótt Ísland svo flott. Ég hef séð það í kvikmyndum og það er fallegt landslag svo mig langaði til að gera þetta. Ég ætla að slá metið um nokkra daga svo markmiðið er 110 kílómetrar á dag,“ sagði kappinn. Hann segist vera spenntur að kynnast Íslendingum og hvetur fólk til að heilsa sér og jafnvel hlaupa með sér ef svo ber undir. „Ég kom hingað og hitti allt þetta fólk. Ef ég væri ekki hlaupari hefði ég sennilega aldrei hitt þetta fólk. Þvílíkt líf. Ég eltist við ástríðu mína og vonandi gengur þetta allt upp.“ Hleypur sextán til átján tíma á dag Dagarnir fram undan verði nokkuð einsleitir. „Þegar ég er ekki að hlaupa verð ég að borða eða sofa. Ég mun hlaupa í sextán til átján tíma á dag eftir þjóðveginum. Á vissan hátt er þetta það leiðinlegasta sem maður gerir. En ég elska það. Mér leiðist að bíða. Þjálfunin er búin, allt er tilbúið. Ég vildi að það væri sunnudagur og ég gæti byrjað að hlaupa.“ Þá var ekkert annað í stöðunni en að taka stutt hlaup með kappanum til að sjá hraða hans miðað við mann sem eru iðulega best geymdur við skrifborðið. En spretthlaupið má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Hlaup Íslandsvinir Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira