Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. september 2025 15:25 Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, óskaði eftir upplýsingum um ónýtta fermetra ríkisins. Vísir/Anton Brink Sextíu þúsund fermetrar í eigu eða leigu ríkisins standa nú tómir. Rúmlega fjórðungur þeirra stendur auður vegna staðfestra tilvika af raka og myglu. Heildarverðmæti fermetranna eru tæplega ellefu milljarðar króna. Í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, segir að 59.638 fermetrar af húsnæði sem er annað hvort í eigu eða leigu ríkisins standi nú tómir. „Stærstu einstöku eignir sem standa tómar, að hluta eða í heild, eru Tollhúsið við Tryggvagötu, Borgartún 5–7 og Grensásvegur 9 sem áformað er að þróa nánar eða selja á almennum markaði,“ segir í svari ráðuneytisins. Flesta fermetrana má finna á höfuðborgarsvæðinu, eða rétt tæpa 44 þúsund fermetra. Þar eru húsnæði í eigu mennta- og barnamálaráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins, heilbrigðisráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins auk rúmra nítján þúsund fermetra sem eru ómerktir. Á Suðurlandi eru alls rúmir þrjú þúsund fermetrar, og rúmir 2500 á Suðurnesjum. Minnst er um ónýtta fermetra á Vestfjörðum þar sem þeir eru 564, 563 þeirra í eigu heilbrigðisráðuneytisins. Talið er að verðmæti ónýtta húsnæðisins víðs vegar um land séu 10,7 milljarðar króna. Fjórðungur húsnæðisins myglaður Af þeim þúsundum fermetra sem standa auðir eru um 26 prósent þeirra vegna staðfestra tilvika um myglu og raka. Húsnæðin eru flest á höfuðborgarsvæðinu og í eigu mennta- og barnamálaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og menningar-, nýsköpunar - og háskólaráðuneytisins. Áætlað virði þeirra er 3,4 milljarðar króna. Starfsmenn ráðuneytanna sjálfra hafa lent í vandræðum með myglu. Árið 2023 sendi Ásmundur Einar Daðason, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra, allt starfsfólkið heim vegna svæsinnar myglu í húsakynnum ráðuneytisins. Endurgerð á húsnæði heilbrigðisráðuneytisins er þá tiltölulega nýlokið og flutti starfsfólk ráðuneytisins sig yfir í byrjun septembermánaðar. Einnig hefur starfsfólk félagsmálaráðuneytisins og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins þurft að flytja sig um set vegna miklu. Gæti verið skynsamlegt að selja ónýtt hús Í tilefni þess að svarið við fyrirspurninni barst skrifaði Dagur skoðanagrein á Vísi. Þar rifjar hann upp að meira en sex ár eru síðan Tryggingastofnunin flutti frá Hlemmi. „Enginn hefur verið í húsnæðinu á meðan það var í söluferli og þessi góðu not urðu ekki að veruleika fyrr en sala var frágengin,“ segir Dagur. „Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig rétt er að vinna með húsnæði sem stendur tómt. Í mörgum tilvikum getur verið skynsamleg niðurstaða að ríkið selji eignir frá sér. Líklega er því skynsamlegt að huga að þróun þeirra eigna, til dæmis með breyttu skipulagi þar sem kannað yrði með viðkomandi sveitarfélagi hvar mætti byggja meira samhliða endurbótum.“ Hann tekur sem dæmi nýju verkefnin Hafnar.haus, þar sem nú eru þrjú hundruð manns með aðstöðu fyrir listsköpun í Hafnarhúsi við Tryggvagötu en húsnæðið á að verða viðbót við Listasafn Reykjavíkur í framtíðinni. Þá segir hann líka frá að einkaaðili keypti gamla húsnæði Tryggingastofnunar fyrir sams konar starfsemi. Húsnæðismál Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mygla Rekstur hins opinbera Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, segir að 59.638 fermetrar af húsnæði sem er annað hvort í eigu eða leigu ríkisins standi nú tómir. „Stærstu einstöku eignir sem standa tómar, að hluta eða í heild, eru Tollhúsið við Tryggvagötu, Borgartún 5–7 og Grensásvegur 9 sem áformað er að þróa nánar eða selja á almennum markaði,“ segir í svari ráðuneytisins. Flesta fermetrana má finna á höfuðborgarsvæðinu, eða rétt tæpa 44 þúsund fermetra. Þar eru húsnæði í eigu mennta- og barnamálaráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins, heilbrigðisráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins auk rúmra nítján þúsund fermetra sem eru ómerktir. Á Suðurlandi eru alls rúmir þrjú þúsund fermetrar, og rúmir 2500 á Suðurnesjum. Minnst er um ónýtta fermetra á Vestfjörðum þar sem þeir eru 564, 563 þeirra í eigu heilbrigðisráðuneytisins. Talið er að verðmæti ónýtta húsnæðisins víðs vegar um land séu 10,7 milljarðar króna. Fjórðungur húsnæðisins myglaður Af þeim þúsundum fermetra sem standa auðir eru um 26 prósent þeirra vegna staðfestra tilvika um myglu og raka. Húsnæðin eru flest á höfuðborgarsvæðinu og í eigu mennta- og barnamálaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og menningar-, nýsköpunar - og háskólaráðuneytisins. Áætlað virði þeirra er 3,4 milljarðar króna. Starfsmenn ráðuneytanna sjálfra hafa lent í vandræðum með myglu. Árið 2023 sendi Ásmundur Einar Daðason, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra, allt starfsfólkið heim vegna svæsinnar myglu í húsakynnum ráðuneytisins. Endurgerð á húsnæði heilbrigðisráðuneytisins er þá tiltölulega nýlokið og flutti starfsfólk ráðuneytisins sig yfir í byrjun septembermánaðar. Einnig hefur starfsfólk félagsmálaráðuneytisins og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins þurft að flytja sig um set vegna miklu. Gæti verið skynsamlegt að selja ónýtt hús Í tilefni þess að svarið við fyrirspurninni barst skrifaði Dagur skoðanagrein á Vísi. Þar rifjar hann upp að meira en sex ár eru síðan Tryggingastofnunin flutti frá Hlemmi. „Enginn hefur verið í húsnæðinu á meðan það var í söluferli og þessi góðu not urðu ekki að veruleika fyrr en sala var frágengin,“ segir Dagur. „Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig rétt er að vinna með húsnæði sem stendur tómt. Í mörgum tilvikum getur verið skynsamleg niðurstaða að ríkið selji eignir frá sér. Líklega er því skynsamlegt að huga að þróun þeirra eigna, til dæmis með breyttu skipulagi þar sem kannað yrði með viðkomandi sveitarfélagi hvar mætti byggja meira samhliða endurbótum.“ Hann tekur sem dæmi nýju verkefnin Hafnar.haus, þar sem nú eru þrjú hundruð manns með aðstöðu fyrir listsköpun í Hafnarhúsi við Tryggvagötu en húsnæðið á að verða viðbót við Listasafn Reykjavíkur í framtíðinni. Þá segir hann líka frá að einkaaðili keypti gamla húsnæði Tryggingastofnunar fyrir sams konar starfsemi.
Húsnæðismál Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mygla Rekstur hins opinbera Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira