„Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Hjörvar Ólafsson skrifar 6. september 2025 15:59 Hrannar Guðmundsson fer yfir málin með leikmönnum sínum. Vísir/Anton Brink Stjarnan laut í lægra haldi fyrir rúmenska liðinu Minaur Baia Mare í vítakastkeppjni í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í Hekluhöllinni í dag. Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega svekktur að leik loknum en á sama tíma stoltur af leikmönnum sínum. „Það er alveg rétt að töpin gerast ekki meira svekkjandi en þetta. Við vildum fá fleiri Evrópuleiki í vetur en nú er ljóst að svo verður ekki og það er bara áfram gakk. Við töpuðum ekki fyrir liði sem var betra en við í þessu einvígi. Það gerir þetta ennþá meira svekkjandi,“ sagði Hrannar eftir að vítakastkeppninni lauk og niðurstaðan lá fyrir. „Við fengum ótal möguleika á því að koma okkur yfir hér í seinni hálfleik. Þegar litið er til þess verður maður enn vonsviknari með að falla úr leik með þessum hætti hér í dag. Ég átta mig svo sem ekki á því hvers vegna við náum ekki að klára mómentin þar sem við erum að spila vel og nýta meðbyrinn til þess að koma okkur yfir,“ sagði Hrannar enn fremur. „Á hinn bóginn verð ég að hrósa leikmönnum mínum fyrir þann karakter sem liðið sýndi sem varð til þess að við jöfnuðum leikinn og komum okkur í vítakastkeppni. Það sama var uppi á teningnum þegar við búnir að grafa djúpa holu í deildarleiknum gegn Val á dögunum og það sýnir svart á hvítu hvað býr í þessu liði,“ sagði hann hreykinn. „Leikmenn lögðu allt í sölurnar í þetta verkefni og þetta var frábær dagur þrátt fyrir að ég sér hundsvekktur með hvernig þetta endaði. Við hefðum viljað máta okkur við fleiri atvinnumannalið í framhaldinu en því miður fáum við ekki að gera það að þessu sinni,“ sagði hann með blendnar tilfinningar í huga sínum. „Við munum draga heilmikinn lærdóm út úr þessum Evrópuleikum og ferðin til Rúmeníu þjappaði hópnum saman. Við erum hundfúlir núna og verðum það í dag en til langs tíma munum við græða á þessum leikjum, það er alveg klárt,“ sagði Hrannar borubrattur. „Við spiluðum hörkuvörn í þessum leikjum og sóknarleikurinn var heilt yfir bara fínn í leikjunum tveimur. Leikmenn og þjálfarar setja þessi leiki í reynslubankann góða og nú bara setjum við einbeitinuna alla á að standa okkur vel í deild og bikar,“ sagði hann. „Stuðningurinn var gjörsamlega frábær í þessum leik og það var gaman að sjá hvað félagið allt kom saman og tæklaði þennan leik með glæsibrag. Stjórn, forráðamenn og stuðningsmenn allir eiga hrós skilið fyrir að skapa jafn góða umgjörð og var í kringum þennan leik í dag,“ sagði Stjörnumaðurinn stoltur. Það var vel mætt á leikinn í dag og Stjörnumenn létu vel í sér heyra. Vísir/Anton Brink Stjarnan Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
„Það er alveg rétt að töpin gerast ekki meira svekkjandi en þetta. Við vildum fá fleiri Evrópuleiki í vetur en nú er ljóst að svo verður ekki og það er bara áfram gakk. Við töpuðum ekki fyrir liði sem var betra en við í þessu einvígi. Það gerir þetta ennþá meira svekkjandi,“ sagði Hrannar eftir að vítakastkeppninni lauk og niðurstaðan lá fyrir. „Við fengum ótal möguleika á því að koma okkur yfir hér í seinni hálfleik. Þegar litið er til þess verður maður enn vonsviknari með að falla úr leik með þessum hætti hér í dag. Ég átta mig svo sem ekki á því hvers vegna við náum ekki að klára mómentin þar sem við erum að spila vel og nýta meðbyrinn til þess að koma okkur yfir,“ sagði Hrannar enn fremur. „Á hinn bóginn verð ég að hrósa leikmönnum mínum fyrir þann karakter sem liðið sýndi sem varð til þess að við jöfnuðum leikinn og komum okkur í vítakastkeppni. Það sama var uppi á teningnum þegar við búnir að grafa djúpa holu í deildarleiknum gegn Val á dögunum og það sýnir svart á hvítu hvað býr í þessu liði,“ sagði hann hreykinn. „Leikmenn lögðu allt í sölurnar í þetta verkefni og þetta var frábær dagur þrátt fyrir að ég sér hundsvekktur með hvernig þetta endaði. Við hefðum viljað máta okkur við fleiri atvinnumannalið í framhaldinu en því miður fáum við ekki að gera það að þessu sinni,“ sagði hann með blendnar tilfinningar í huga sínum. „Við munum draga heilmikinn lærdóm út úr þessum Evrópuleikum og ferðin til Rúmeníu þjappaði hópnum saman. Við erum hundfúlir núna og verðum það í dag en til langs tíma munum við græða á þessum leikjum, það er alveg klárt,“ sagði Hrannar borubrattur. „Við spiluðum hörkuvörn í þessum leikjum og sóknarleikurinn var heilt yfir bara fínn í leikjunum tveimur. Leikmenn og þjálfarar setja þessi leiki í reynslubankann góða og nú bara setjum við einbeitinuna alla á að standa okkur vel í deild og bikar,“ sagði hann. „Stuðningurinn var gjörsamlega frábær í þessum leik og það var gaman að sjá hvað félagið allt kom saman og tæklaði þennan leik með glæsibrag. Stjórn, forráðamenn og stuðningsmenn allir eiga hrós skilið fyrir að skapa jafn góða umgjörð og var í kringum þennan leik í dag,“ sagði Stjörnumaðurinn stoltur. Það var vel mætt á leikinn í dag og Stjörnumenn létu vel í sér heyra. Vísir/Anton Brink
Stjarnan Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira