Handbolti

KA lagði nýliðana á Sel­fossi

Siggeir Ævarsson skrifar
Úr leik KA og Hauka síðastliðið vor
Úr leik KA og Hauka síðastliðið vor Vísir/Pawel

Nýliðar Selfoss máttu sætta sig við þriggja marka tap í sínum fyrsta leik í Olís-deild karla í handbolta í dag þegar KA kom í heimsókn.

Boðið var upp á spennandi fyrri hálfleik þar sem aðeins munaði einu marki og heimamenn leiddu í hálfleik, 16-15. Það var ekki fyrr en um tíu mínútur voru eftir að gestirnir náðu upp þriggja marka forskoti sem lagði að lokum grunninn að 30-33 sigri.

Bruno Bernat var öflugur í marki KA og varði 16 skot. Markahæstur KA-manna var Bjarni Ófeig­ur Valdi­mars­on með níu og Morten Lind­er kom næstur með sjö.

Hjá heimamönnum skoraði Hannes Höskuldsson átta og Jason Dagur Þórisson sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×