Erlent

Banda­ríkja­menn hand­tóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Hér má sjá skjáskot úr myndskeiði ICE þar sem starfsmönnunum hefur verið raðað upp og þeir handjárnaðir.
Hér má sjá skjáskot úr myndskeiði ICE þar sem starfsmönnunum hefur verið raðað upp og þeir handjárnaðir. AP

Yfir þrjú hundruð ríkisborgarar Suður-Kóreu voru handteknir í Bandaríkjunum fyrir helgi fyrir að starfa þar ólöglega í rafmagnsbílaverksmiðju. Suðurkóresk yfirvöld hyggjast flytja alla ríkisborgarana aftur til síns heima í leiguflugi.

Útsendarar innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) tóku í hald 475 starfsmenn Hyundai-verksmiðjunnar í Georgíufylki í föstudag. Af þeim tæplega fimm hundruð sem voru handteknir voru yfir þrjú hundruð af þeim ríkisborgarar Suður-Kóreu sem eru sagðir hafa verið að vinna ólöglega í Bandaríkjunum.

Um var að ræða verksmiðju þar sem framleiddir voru rafmagnsbílar og hófst starfsemi í verksmiðjunni fyrir ári síðan. Suður-Kórea hefur lofað að verða milljörðum bandarískra dollara í að framleiða vörurnar síðan í Bandaríkjunum, að hluta til til að losna við tollgjöld Bandaríkjanna. Þá hafði Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu og repúblikani, lofað nýju verksmiðjuna og sagt hana stærsta efnahagsþróunarverkefni í sögu fylkisins.

„Fólk með skammtíma- eða afþreyingavegabréfsáritun hefur ekki heimild til að starfa í Bandaríkjunum,“ sagði fulltrúi ICE, sem sagði einnig að aðgerðin hafi verið nauðsynleg til að vernda bandarísk störf.

Á myndskeiði sem var birt af ICE sjást starfsmenn verksmiðjunnar í handjárnum fyrir utan vinnustað þeirra, sumir klæddir í gul vesti merkt Hyundai.

„Það voru ólöglegir innflytjendur og ICE var bara að vinna vinnuna sína,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í kjölfar aðgerðarinnar.

Yfirvöld í Suður-Kóreu segja viðræðum þeirra við bandarísk yfirvöld, um að láta suðurkóresku starfsmennina lausa, lokið. Starfsmaður Lee Jae Myung, forseta Suður-Kóreu, sagði að leiguflugvél yrði send til að flytja ríkisborgara Suður-Kóreu aftur til síns heima um leið og stjórnsýsluferðum væri lokið í Bandaríkjunum, samkvæmt BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×