Fótbolti

Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir við­talið

Valur Páll Eiríksson skrifar
Stefáni þótti skot Kjartans Henrys fyndið og Deschamps fór hjá sér þegar hann hitti íslenska fréttamanninn.
Stefáni þótti skot Kjartans Henrys fyndið og Deschamps fór hjá sér þegar hann hitti íslenska fréttamanninn. Vísir/Samsett

Þeir Stefán Árni Pálsson, Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason eru á Parc des Princes í Frakklandi þar sem karlalandsliðið í fótbolta mætir Frökkum í undankeppni HM 2026 á morgun. Þeir hituðu upp fyrir leikinn í Leiðin á HM.

Strákarnir voru hressir í Frakklandi og vonast til að franski hrokinn verði andstæðingunum að falli. Hálsklútar, stór höfuð og daður koma meðal annars við sögu.

Kjartan Henry segir þá söguna af því þegar hann fór að gráta í frönsku höfuðborginni sem ungur maður.

Klippa: Leiðin á HM: Halla Tómasdóttir, stór höfuð og daður við Deschamps

Stórskemmtilegan þátt má sjá í spilaranum.

Leikur Frakklands og Íslands hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×