Íslenski boltinn

Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu?

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna hefur ekki fundið ásættanlegar lausnir að mati Bestu markanna.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna hefur ekki fundið ásættanlegar lausnir að mati Bestu markanna. Paweł/Vísir

Þróttur fór stórkostlega af stað í Bestu deild kvenna en hefur dregist verulega aftur úr toppbaráttunni. Þjálfari liðsins, Ólafur Kristjánsson, er gagnrýndur af sérfræðingum Bestu markanna fyrir að bregðast ekki nógu vel við þeim aðstæðum sem komu upp.

Þróttur er í þriðja sæti deildarinnar, þrettán stigum á eftir toppliði Breiðabliks, þegar aðeins sjö leikir eru eftir óspilaðir.

„Þetta lið var á pari við Breiðablik fyrir pásu“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir í Bestu mörkunum í gær.

„Þegar deildin er hálfnuð voru þrjú lið efst og jöfn, svo verður Þróttur bara eftir“ tók Þóra Björg Helgadóttir undir.

Þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir sagðist fyrir löngu hafa séð ummerki þess að Þróttur myndi dragast aftur úr toppbaráttunni, sem raungerðist síðan.

Misstu lykilleikmenn en þjálfarinn á að leysa það 

Á miðju tímabili missti Þróttur mikilvægan leikmann í meiðsli, Freyja Karín Þorvarðardóttir sleit krossband, og stuttu áður fór Caroline Murray frá félaginu til Bandaríkjanna, en Bára gefur lítið fyrir það.

„Okei, getum við ekki horft á það að Óli er reynslumesti þjálfarinn í deildinni? Ef við tökum reynsluna úr karlaboltanum með er hann reynslumesti þjálfari deildarinnar.

Getur hann ekki leyst þetta? Getum við ekki sett meiri pressu á hann, að bregðast betur við í þessum aðstæðum?

Þetta eru mikið til sömu leikmenn, fyrir utan þær sem þær missa út, það breytist eitthvað og þið missið eitthvað. Hvernig ætlarðu að leysa það?“ voru ræðuspurningar Báru en umræðuna alla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. 

Klippa: Bestu mörkin gagnrýna Þrótt og þjálfarann Óla Kristjáns



Fleiri fréttir

Sjá meira


×