Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2025 22:18 Birkir Bjarnason kunni vel við sig í Frakklandi. EPA/ABEDIN TAHERKENAREH Á morgun, þriðjudag, mæta strákarnir okkar ógnarsterku liði Frakklands í undankeppni HM karla í knattspyrnu sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári. Leikurinn fer fram í París. Eftir frábæran sigur gegn Aserbaísjan í 1. umferð undankeppninnar er ákveðin bjartsýni fyrir leikinn í höfuðborg Frakklands annað kvöld. Það er þó erfitt að horfa framhjá þeirri staðreynd að hvorki Albert Guðmundsson né Orri Steinn Óskarsson séu með. Eða þá að síðustu tveir mótsleikir liðanna í París hafa endað með 4-0 og 5-2 sigri Frakklands. Ef við horfum í vináttulandsleiki hefur Ísland hins vegar hent frá sér tveggja marka forystu í tvígang frá árinu 2012. Ísland heimsótti París í undankeppni EM 2020. Þar var um leik kattarins að músinni að ræða en heimamenn, þáverandi heimsmeistarar, unnu gríðarlega öruggan 4-0 sigur. Mörkin skoruðu þeir Antoine Griezmann, Kylian Mbappé, Oliver Giroud og Samuel Umtiti. Reikna má með að Mbappé komi við sögu á morgun en hann skoraði annað mark Frakklands í 2-0 sigrinum á Úkraínu í 1. umferð undankeppninnar. Mótsleikurinn á undan þeim leik var hið fræga 5-2 tap í 8-liða úrslitum á EM 2016 sem fram fór í Frakklandi. Þar komst Frakkland í 4-0 snemma leiks áður en Ísland klóraði í bakkann. Ef við horfum hins vegar í leik sem fór fram haustið 2018 þá gerðu þjóðirnar 2-2 jafntefli. Birkir Bjarnason og Kári Árnason komu Íslandi óvænt 2-0 yfir í þeim leik. Hólmar Örn Eyjólfsson varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar fjórar mínútur voru til leiksloka og að sjálfsögðu jafnaði Mbappé á lokamínútu venjulegs leiktíma. Það sem gerði jafnteflið hér að ofan enn súrara var að vorið 2012 hafði Ísland einnig komist 2-0 yfir. Birkir og Kolbeinn Sigþórsson með mörkin að þessu sinni. Tvíeykið var einnig á skotskónum í 5-2 tapinu á EM fjórum árum síðar. Hvað leikinn 2012 varðar þá minnkaði Mathieu Debuchy muninn áður en Franck Ribéry jafnaði metin á 85. mínútu. Tveimur mínútum síðar skoraði Adil Rami sigurmark Frakklands, lokatölur 3-2 heimamönnum í vil. Það er því ljóst að ekki má fagna um og of komist Ísland yfir snemma leiks í París annað kvöld. Leikur Frakklands og Íslands hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport. Fótbolti Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Sjá meira
Eftir frábæran sigur gegn Aserbaísjan í 1. umferð undankeppninnar er ákveðin bjartsýni fyrir leikinn í höfuðborg Frakklands annað kvöld. Það er þó erfitt að horfa framhjá þeirri staðreynd að hvorki Albert Guðmundsson né Orri Steinn Óskarsson séu með. Eða þá að síðustu tveir mótsleikir liðanna í París hafa endað með 4-0 og 5-2 sigri Frakklands. Ef við horfum í vináttulandsleiki hefur Ísland hins vegar hent frá sér tveggja marka forystu í tvígang frá árinu 2012. Ísland heimsótti París í undankeppni EM 2020. Þar var um leik kattarins að músinni að ræða en heimamenn, þáverandi heimsmeistarar, unnu gríðarlega öruggan 4-0 sigur. Mörkin skoruðu þeir Antoine Griezmann, Kylian Mbappé, Oliver Giroud og Samuel Umtiti. Reikna má með að Mbappé komi við sögu á morgun en hann skoraði annað mark Frakklands í 2-0 sigrinum á Úkraínu í 1. umferð undankeppninnar. Mótsleikurinn á undan þeim leik var hið fræga 5-2 tap í 8-liða úrslitum á EM 2016 sem fram fór í Frakklandi. Þar komst Frakkland í 4-0 snemma leiks áður en Ísland klóraði í bakkann. Ef við horfum hins vegar í leik sem fór fram haustið 2018 þá gerðu þjóðirnar 2-2 jafntefli. Birkir Bjarnason og Kári Árnason komu Íslandi óvænt 2-0 yfir í þeim leik. Hólmar Örn Eyjólfsson varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar fjórar mínútur voru til leiksloka og að sjálfsögðu jafnaði Mbappé á lokamínútu venjulegs leiktíma. Það sem gerði jafnteflið hér að ofan enn súrara var að vorið 2012 hafði Ísland einnig komist 2-0 yfir. Birkir og Kolbeinn Sigþórsson með mörkin að þessu sinni. Tvíeykið var einnig á skotskónum í 5-2 tapinu á EM fjórum árum síðar. Hvað leikinn 2012 varðar þá minnkaði Mathieu Debuchy muninn áður en Franck Ribéry jafnaði metin á 85. mínútu. Tveimur mínútum síðar skoraði Adil Rami sigurmark Frakklands, lokatölur 3-2 heimamönnum í vil. Það er því ljóst að ekki má fagna um og of komist Ísland yfir snemma leiks í París annað kvöld. Leikur Frakklands og Íslands hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Sjá meira