Álftanes mætir stórliði Benfica Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. september 2025 17:31 David Okeke verður með Álftnesingum í Portúgal. vísir/hulda margrét Körfuknattleikslið Álftaness heldur á morgun til Lissabon í Portúgal og tekur þátt í alþjóðlegu körfuboltamóti. Mótið ber heitið Torneo Internacional Lisboa og fer fram 12.–14. september. Alls taka fjögur lið þátt í mótinu - Benfica, Sporting frá Lissabon, breska liðið Surrey 89ers og Álftanes. „Undanfarin tvö ár höfum við farið í frábærar ferðir til Króatíu á undirbúningstímabilinu. Við ákváðum að breyta til í ár og eftir að ég ráðfærði mig við samnemendur mína í alþjóðlegu þjálfaranámi settum við stefnuna á að fara til Portúgal,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga. „Við komumst í tengsl við forráðamenn Benfica í þeim tilgangi að leika æfingaleik við þeirra frábæra lið. Upp úr þeim viðræðum fæddist sú hugmynd að við kæmum inn í þetta mót og vorum við ekki lengi að þiggja boðið,“ bætir Kjartan við. Fyrirkomulagið er einfalt, undanúrslit eru á föstudeginum og á sunnudeginum er leikið um fyrsta og þriðja sætið. Það kom í hlut Álftnesinga að mæta Benfica í undanúrslitunum. Álftanes tekur þátt í þessu skemmtilega móti. Benfica hefur verið leiðandi afl í portúgölskum körfubolta. Alls hefur félagið unnið 31 meistaratitil (þar af fjögur síðastliðin tímabil) og 23 sinnum hefur félagið orðið bikarmeistari. Liðið leikur í Meistaradeild Evrópu og hefur á að skipa fjölmörgum landsliðsmönnum. Þess má geta að einn af leiðtogum Benfica er Aaron Broussard sem varð Íslandsmeistari með Grindvíkingum 2013. Broussard er á leið inn í sitt fimmta tímabil með portúgalska stórveldinu, hefur alltaf endað uppi sem portúgalskur meistari og fengið fjölmargar viðurkenningar. „Vissulega er þetta leikur á undirbúningstímabili en það verður mjög gaman að mæta Benfica. Það vill svo skemmtilega til að Klara Kristín, dóttir mín, leikur fyrir akademíu Benfica í Bandaríkjunum þannig að þetta hittir skemmtilega á,“ segir Kjartan kátur og bætir við að með í för verði stór hluti meistaraflokksráðs Álftnesinga. View this post on Instagram A post shared by Benfica Residential Academy (@benficaresidentialacademy) „Þessi hópur er magnaður og hefur fylgt okkur til Króatíu og um allt Ísland. Í hópnum eru tveir sem bera miklar taugar til Benfica. Annar þeirra bjó um árabil í Benfica-hluta Lissabon og svo er annar sem skráði sig í helsta stuðningsmannaklúbb félagsins og hefur verið virkur þar í einhver ár.“ Álftanes mætir Benfica á föstudaginn klukkan 18.30 að íslenskum tíma. Körfubolti UMF Álftanes Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Sjá meira
Alls taka fjögur lið þátt í mótinu - Benfica, Sporting frá Lissabon, breska liðið Surrey 89ers og Álftanes. „Undanfarin tvö ár höfum við farið í frábærar ferðir til Króatíu á undirbúningstímabilinu. Við ákváðum að breyta til í ár og eftir að ég ráðfærði mig við samnemendur mína í alþjóðlegu þjálfaranámi settum við stefnuna á að fara til Portúgal,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga. „Við komumst í tengsl við forráðamenn Benfica í þeim tilgangi að leika æfingaleik við þeirra frábæra lið. Upp úr þeim viðræðum fæddist sú hugmynd að við kæmum inn í þetta mót og vorum við ekki lengi að þiggja boðið,“ bætir Kjartan við. Fyrirkomulagið er einfalt, undanúrslit eru á föstudeginum og á sunnudeginum er leikið um fyrsta og þriðja sætið. Það kom í hlut Álftnesinga að mæta Benfica í undanúrslitunum. Álftanes tekur þátt í þessu skemmtilega móti. Benfica hefur verið leiðandi afl í portúgölskum körfubolta. Alls hefur félagið unnið 31 meistaratitil (þar af fjögur síðastliðin tímabil) og 23 sinnum hefur félagið orðið bikarmeistari. Liðið leikur í Meistaradeild Evrópu og hefur á að skipa fjölmörgum landsliðsmönnum. Þess má geta að einn af leiðtogum Benfica er Aaron Broussard sem varð Íslandsmeistari með Grindvíkingum 2013. Broussard er á leið inn í sitt fimmta tímabil með portúgalska stórveldinu, hefur alltaf endað uppi sem portúgalskur meistari og fengið fjölmargar viðurkenningar. „Vissulega er þetta leikur á undirbúningstímabili en það verður mjög gaman að mæta Benfica. Það vill svo skemmtilega til að Klara Kristín, dóttir mín, leikur fyrir akademíu Benfica í Bandaríkjunum þannig að þetta hittir skemmtilega á,“ segir Kjartan kátur og bætir við að með í för verði stór hluti meistaraflokksráðs Álftnesinga. View this post on Instagram A post shared by Benfica Residential Academy (@benficaresidentialacademy) „Þessi hópur er magnaður og hefur fylgt okkur til Króatíu og um allt Ísland. Í hópnum eru tveir sem bera miklar taugar til Benfica. Annar þeirra bjó um árabil í Benfica-hluta Lissabon og svo er annar sem skráði sig í helsta stuðningsmannaklúbb félagsins og hefur verið virkur þar í einhver ár.“ Álftanes mætir Benfica á föstudaginn klukkan 18.30 að íslenskum tíma.
Körfubolti UMF Álftanes Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Sjá meira