Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2025 07:02 Steve Evans er litríkur persónuleiki. vísir/getty/sky Líf knattspyrnustjórans Steves Evans, sem hefur komið víða við í neðri deildunum á Englandi, hefur tekið stakkaskiptum undanfarna mánuði. Eftir að Evans, sem er afar skrautlegur karakter, var rekinn frá Rotherham United í mars hefur hann misst fjörutíu kíló. Í samtali við Sky Sports segir Evans að hann hafi verið byrjaður að hafa áhyggjur af heilsunni og að stressið og álagið sem fylgir þjálfuninni hafi tekið sinn toll af honum. Hann hafi því, í samráði við fjölskyldu sína, ákveðið að snúa blaðinu við. Evans fór til hjartalæknis sem bjó til áætlun fyrir hann til að freista þess að breyta lífsstíl Skotans. Hann ver miklum tíma í ræktinni og passar vel upp á matarræðið. „Þetta hafa verið frábærir mánuðir og mér hefur ekki liðið svona vel í áraraðir,“ sagði hinn 62 ára Evans sem vill sjá barnabörnin sín vaxa úr grasi. "Mentally and physically feeling fantastic" 🙌Steve Evans opens up about the reasons for his dramatic weight loss. pic.twitter.com/F3X53eYAQ5— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 10, 2025 Líf Evans er í mjög föstum skorðum en eftir að hafa farið út með hundana sína á morgnana liggur leið hans í ræktina. „Ég syndi 50-70 ferðir, fer á þrekhjólið og í gufu. Þetta eru svona tveir til tveir og hálfur tími áður en ég fer heim. Þá eru fyrirfram skipulagðar máltíðir í hádeginu og á kvöldin og svo fer ég aftur út með hundana á kvöldin,“ sagði Evans. Hann vonast til að missa aðeins fleiri kíló og halda svo í horfinu. Evans segir það vera áskorun sem hann hlakki til að takast á við. Eftir að hafa náð eftirtektarverðum árangri með Crawley Town kom Evans Rotherham upp um tvær deildir á tveimur árum og hélt liðinu svo í ensku B-deildinni. Kári Árnason lék þá með Rotherham en var ekki mikill aðdáandi Evans eins og fram kom í viðtali í Akraborginni eftir tímabilið 2014-15. Varð þreyttur á Evans „Það er ekki mikil taktík hjá honum og alltaf sama uppleggið í hverjum leik. Hann talar alltaf um að vera í andlitinu á mótherjanum og svo eru bara öskur og læti. Ef að þú gerir mistök þá öskrar hann bara meira og vonast eftir því að það lagist þannig,“ segir Kári. „Við strákarnir höfum gaman af þessu og við tölum um lítið annað en það sem hann hefur verið að bralla. Það er alltaf eitthvað í gangi. Þetta er því gaman út á við en æfingarnar og leikirnir verða svolítið þreytt dæmi. Ég er búinn að vera í þrjú ár með þennan knattspyrnustjóra. Hann kennir öllum um nema sjálfum sér. Hann segir það bara við okkur líka.“ Evans var ráðinn aftur til Rotherham í apríl 2024 en var rekinn þaðan tæpu ári seinna. Liðið vann aðeins átján af fimmtíu leikjum undir hans stjórn. Enski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Sjá meira
Eftir að Evans, sem er afar skrautlegur karakter, var rekinn frá Rotherham United í mars hefur hann misst fjörutíu kíló. Í samtali við Sky Sports segir Evans að hann hafi verið byrjaður að hafa áhyggjur af heilsunni og að stressið og álagið sem fylgir þjálfuninni hafi tekið sinn toll af honum. Hann hafi því, í samráði við fjölskyldu sína, ákveðið að snúa blaðinu við. Evans fór til hjartalæknis sem bjó til áætlun fyrir hann til að freista þess að breyta lífsstíl Skotans. Hann ver miklum tíma í ræktinni og passar vel upp á matarræðið. „Þetta hafa verið frábærir mánuðir og mér hefur ekki liðið svona vel í áraraðir,“ sagði hinn 62 ára Evans sem vill sjá barnabörnin sín vaxa úr grasi. "Mentally and physically feeling fantastic" 🙌Steve Evans opens up about the reasons for his dramatic weight loss. pic.twitter.com/F3X53eYAQ5— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 10, 2025 Líf Evans er í mjög föstum skorðum en eftir að hafa farið út með hundana sína á morgnana liggur leið hans í ræktina. „Ég syndi 50-70 ferðir, fer á þrekhjólið og í gufu. Þetta eru svona tveir til tveir og hálfur tími áður en ég fer heim. Þá eru fyrirfram skipulagðar máltíðir í hádeginu og á kvöldin og svo fer ég aftur út með hundana á kvöldin,“ sagði Evans. Hann vonast til að missa aðeins fleiri kíló og halda svo í horfinu. Evans segir það vera áskorun sem hann hlakki til að takast á við. Eftir að hafa náð eftirtektarverðum árangri með Crawley Town kom Evans Rotherham upp um tvær deildir á tveimur árum og hélt liðinu svo í ensku B-deildinni. Kári Árnason lék þá með Rotherham en var ekki mikill aðdáandi Evans eins og fram kom í viðtali í Akraborginni eftir tímabilið 2014-15. Varð þreyttur á Evans „Það er ekki mikil taktík hjá honum og alltaf sama uppleggið í hverjum leik. Hann talar alltaf um að vera í andlitinu á mótherjanum og svo eru bara öskur og læti. Ef að þú gerir mistök þá öskrar hann bara meira og vonast eftir því að það lagist þannig,“ segir Kári. „Við strákarnir höfum gaman af þessu og við tölum um lítið annað en það sem hann hefur verið að bralla. Það er alltaf eitthvað í gangi. Þetta er því gaman út á við en æfingarnar og leikirnir verða svolítið þreytt dæmi. Ég er búinn að vera í þrjú ár með þennan knattspyrnustjóra. Hann kennir öllum um nema sjálfum sér. Hann segir það bara við okkur líka.“ Evans var ráðinn aftur til Rotherham í apríl 2024 en var rekinn þaðan tæpu ári seinna. Liðið vann aðeins átján af fimmtíu leikjum undir hans stjórn.
Enski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Sjá meira