Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2025 22:01 Luka Doncic lenti í villuvandræðum gegn Þýskalandi eins og nokkrir aðrir leikmenn Slóveníu. getty/Matthias Stickel Dómarar leiks Þýskalands og Slóveníu í átta liða úrslitum á EM í körfubolta karla verða eflaust ekki á jólakortalista slóvensku leikmannanna og þjálfaranna. Þeir voru vægast sagt ósáttir við störf dómaratríósins í kvöld. Eftir að hafa leitt nánast allan leikinn misstu Slóvenar móðinn undir lokin gegn heimsmeisturum Þjóðverja og töpuðu, 99-91. Ofurstjarna slóvenska liðsins, Luka Doncic, átti stórleik í kvöld. Hann skoraði 39 stig, tók tíu fráköst og gaf sjö stoðsendingar en lenti í villuvandræðum. Eftir að Doncic fékk sína fjórðu villu veifaði hann peningamerki að dómurum leiksins. Samherji Doncic, Alen Omic, var vægast sagt ósáttur við meðferðina sem honum fannst Los Angeles Lakers-maðurinn fá í leiknum. „Hvað er þetta? Besti leikmaður mótsins. Allir koma til að horfa á hann. Við getum ekki spilað körfubolta eins og þið. Þess vegna töpuðum við. Þeir skoruðu fjörutíu af níutíu stigum sínum og nú getið þið talið,“ sagði Omic. Raunar skoruðu Þjóðverjar þrjátíu af 99 stigum sínum af vítalínunni. Þeir tóku 37 vítaskot í leiknum en Slóvenar 25. Þar af tók Doncic fimmtán víti. Slovenians are fuming about the officiating at the quarter-final game vs. Germany.Alen Omic: pic.twitter.com/O1J6hMakIJ— HoopsHype (@hoopshype) September 10, 2025 „Við komum hingað til að berjast og erum með fjölskyldunni okkar. Við viljum vinna leikinn og þetta gerist. Hvað er hægt að segja? Hvað er hægt að segja? Ekkert að segja. Við spiluðum mjög vel. Við börðumst og ætluðum að fara alla leið og þegar andstæðingurinn tekur fjörutíu víti geturðu ekki unnið,“ bætti Omic við. Slóvenía fékk 31 villu í leiknum í kvöld en Þýskaland 24. Doncic náði að klára leikinn án þess að fá sínu fimmtu villu en Omic og Aleksej Nikolic fengu báðir fimm villur. Í undanúrslitunum mætir Þýskaland Finnlandi og Grikkland og Tyrkland eigast við. EM 2025 í körfubolta Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Eftir að hafa leitt nánast allan leikinn misstu Slóvenar móðinn undir lokin gegn heimsmeisturum Þjóðverja og töpuðu, 99-91. Ofurstjarna slóvenska liðsins, Luka Doncic, átti stórleik í kvöld. Hann skoraði 39 stig, tók tíu fráköst og gaf sjö stoðsendingar en lenti í villuvandræðum. Eftir að Doncic fékk sína fjórðu villu veifaði hann peningamerki að dómurum leiksins. Samherji Doncic, Alen Omic, var vægast sagt ósáttur við meðferðina sem honum fannst Los Angeles Lakers-maðurinn fá í leiknum. „Hvað er þetta? Besti leikmaður mótsins. Allir koma til að horfa á hann. Við getum ekki spilað körfubolta eins og þið. Þess vegna töpuðum við. Þeir skoruðu fjörutíu af níutíu stigum sínum og nú getið þið talið,“ sagði Omic. Raunar skoruðu Þjóðverjar þrjátíu af 99 stigum sínum af vítalínunni. Þeir tóku 37 vítaskot í leiknum en Slóvenar 25. Þar af tók Doncic fimmtán víti. Slovenians are fuming about the officiating at the quarter-final game vs. Germany.Alen Omic: pic.twitter.com/O1J6hMakIJ— HoopsHype (@hoopshype) September 10, 2025 „Við komum hingað til að berjast og erum með fjölskyldunni okkar. Við viljum vinna leikinn og þetta gerist. Hvað er hægt að segja? Hvað er hægt að segja? Ekkert að segja. Við spiluðum mjög vel. Við börðumst og ætluðum að fara alla leið og þegar andstæðingurinn tekur fjörutíu víti geturðu ekki unnið,“ bætti Omic við. Slóvenía fékk 31 villu í leiknum í kvöld en Þýskaland 24. Doncic náði að klára leikinn án þess að fá sínu fimmtu villu en Omic og Aleksej Nikolic fengu báðir fimm villur. Í undanúrslitunum mætir Þýskaland Finnlandi og Grikkland og Tyrkland eigast við.
EM 2025 í körfubolta Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira