Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar 11. september 2025 07:31 Kína hefur sameinað ríkisafskipti og markaðsframtak á hátt sem hefur lyft landinu úr fátækt í átt að hátækni-iðnaðarveldi. Reynslan sýnir að stöðugleiki, menntun og langtímastefna geta verið jafn mikilvæg og frjáls markaður. Spurningin er nú hvort þróunin verði í samvinnu við Vesturlönd eða í nýrri blokk með öðrum mörkuðum sem gætu ógnað Vesturlöndum. Vestrænir hagfræðingar hafa lengi spáð því að hraður efnahagsvöxtur Kína myndi fjara út, byggt á þeirri hugmynd að aðeins lágmarks ríkisafskipti skapi hámarks vöxt. Sú kenning stenst ekki lengur. Í Rússlandi mistókst einkavæðing vegna skorts á regluverki og í Bandaríkjunum hefur ríkið í raun fjármagnað og hvatt til stórs hluta tækniframfara – í gegnum varnariðnað, styrki til háskóla og stór innkaup, t.d. hjá SpaceX. Sterk fyrirtæki þurfa stöðugleika, menntaða starfsmenn og traust. Vestrænt markaðskerfi byggir á einstaklingsframtaki en getur brugðist ef velferð fólks er veik og félagslegur ójöfnuður dregur úr hollustu starfsmanna. Kína hefur hins vegar tryggt stöðugleika með miðstýrðri stefnumótun og langtímaáætlunum, og sameinað markaðsdrifið frumkvæði með ríkisafskiptum. Ríkið setur stefnu og á hlut í öllum stóru fyrirtækjunum en leyfir þeim að vaxa innan ramma flokksins. Þannig hefur Kína lyft hundruðum milljóna úr fátækt og orðið alvöru iðnaðarveldi. Fyrstu vörur þeirra voru einfaldar en með því að senda námsmenn til Vesturlanda, tækniflæði úr samstarfi við vestræn fyrirtæki og mikilli áherslu á menntun hafa þeir byggt upp eigin hátæknigeira. Þeir eru þegar farnir að leiða á sumum sviðum, m.a. í samgöngutækni. Markmið Kína virðist vera að tryggja fólki lífskjör sambærileg við Vesturlönd með blöndu einstaklingsframtaks og ríkisramma. Þeir sækja hráefni og markaði með „belti og braut“ og nýta tækifæri sem skapast þegar Vesturlönd setja viðskiptahindranir. Slíkar hindranir ýta Kína í fang Rússa, Afríku, Suður-Ameríku og Indlands. Kína er því á leið að verða hátækniiðnaðarveldi með eigin staðla, tækni og markaði. Hvernig þetta þróast ræðst að stórum hluta af Vesturlöndunum sjálfum: hvort samkeppnin verði heiðarleg og í anda frjálsra viðskipta, eða hvort tollar og pólitískt hatur ýti Kína enn lengra frá og styrki nýja valdablokk með öðrum áherslum en þeim sem Vesturlönd hafa mótað. Þannig getum við orðið hornreka í heiminum. Vöxtur Kína verður ekki stöðvaður með viðskiptahindrunum. Höfundur er aldraður lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Kína hefur sameinað ríkisafskipti og markaðsframtak á hátt sem hefur lyft landinu úr fátækt í átt að hátækni-iðnaðarveldi. Reynslan sýnir að stöðugleiki, menntun og langtímastefna geta verið jafn mikilvæg og frjáls markaður. Spurningin er nú hvort þróunin verði í samvinnu við Vesturlönd eða í nýrri blokk með öðrum mörkuðum sem gætu ógnað Vesturlöndum. Vestrænir hagfræðingar hafa lengi spáð því að hraður efnahagsvöxtur Kína myndi fjara út, byggt á þeirri hugmynd að aðeins lágmarks ríkisafskipti skapi hámarks vöxt. Sú kenning stenst ekki lengur. Í Rússlandi mistókst einkavæðing vegna skorts á regluverki og í Bandaríkjunum hefur ríkið í raun fjármagnað og hvatt til stórs hluta tækniframfara – í gegnum varnariðnað, styrki til háskóla og stór innkaup, t.d. hjá SpaceX. Sterk fyrirtæki þurfa stöðugleika, menntaða starfsmenn og traust. Vestrænt markaðskerfi byggir á einstaklingsframtaki en getur brugðist ef velferð fólks er veik og félagslegur ójöfnuður dregur úr hollustu starfsmanna. Kína hefur hins vegar tryggt stöðugleika með miðstýrðri stefnumótun og langtímaáætlunum, og sameinað markaðsdrifið frumkvæði með ríkisafskiptum. Ríkið setur stefnu og á hlut í öllum stóru fyrirtækjunum en leyfir þeim að vaxa innan ramma flokksins. Þannig hefur Kína lyft hundruðum milljóna úr fátækt og orðið alvöru iðnaðarveldi. Fyrstu vörur þeirra voru einfaldar en með því að senda námsmenn til Vesturlanda, tækniflæði úr samstarfi við vestræn fyrirtæki og mikilli áherslu á menntun hafa þeir byggt upp eigin hátæknigeira. Þeir eru þegar farnir að leiða á sumum sviðum, m.a. í samgöngutækni. Markmið Kína virðist vera að tryggja fólki lífskjör sambærileg við Vesturlönd með blöndu einstaklingsframtaks og ríkisramma. Þeir sækja hráefni og markaði með „belti og braut“ og nýta tækifæri sem skapast þegar Vesturlönd setja viðskiptahindranir. Slíkar hindranir ýta Kína í fang Rússa, Afríku, Suður-Ameríku og Indlands. Kína er því á leið að verða hátækniiðnaðarveldi með eigin staðla, tækni og markaði. Hvernig þetta þróast ræðst að stórum hluta af Vesturlöndunum sjálfum: hvort samkeppnin verði heiðarleg og í anda frjálsra viðskipta, eða hvort tollar og pólitískt hatur ýti Kína enn lengra frá og styrki nýja valdablokk með öðrum áherslum en þeim sem Vesturlönd hafa mótað. Þannig getum við orðið hornreka í heiminum. Vöxtur Kína verður ekki stöðvaður með viðskiptahindrunum. Höfundur er aldraður lögfræðingur.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun