Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. september 2025 22:03 Svala Dís Sigurðardóttir, verkefnastjóri Ylju. Vísir/Bjarni Verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af skjólstæðingum sínum um helgar, þegar rýmið er lokað. Þá sé meiri hætta á að fólk setji sig í hættulegar aðstæður, og noti vímuefni á víðavangi. Aðsókn í rýmið hefur stóraukist að undanförnu Ylja er löglega verndað neyslurými á vegum Rauða krossins, þar sem fólk getur notað vímuefni undir eftirliti fagfólks í mismunandi rýmum. Ylja hefur verið starfrækt í eitt ár, en opið er á virkum dögum. Þriðjudaginn 2. september voru 48 komur í neyslurými Ylju. Mánudaginn eftir voru þær 47 talsins, en að meðaltali hafa þær hingað til verið 18. Mest að gera á mánudögum Verkefnastjóri segir heimsóknarmet ítrekað hafa fallið síðustu mánuði. „Mánudagar eru með langflestar komur í hús og við viljum meina að það sé af því að það sé lokað um helgar,“ segir Svala Dís Sigurðardóttir, verkefnastjóri Ylju. Þegar neyslurýmin eru lokuð, um helgar og á rauðum dögum, óttast starfsfólk Ylju að skjólstæðingar þeirra setji sig í ótryggar og jafnvel hættulegar aðstæður, og neyti vímuefna sinna þar, til að mynda í bílakjöllurum eins og þeim sem sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan. „Þannig að þeir leita svo til okkar á mánudögum eftir, í raun og veru, mikið hark yfir helgina,“ segir Svala. Fjármagnið er flöskuhálsinn „Við höfum mjög miklar áhyggjur af þeim oft, sérstaklega yfir vetrartímann þegar það er kalt úti. Þau eru að leita einhvert, því einhversstaðar verða þau að vera.“ Svala segir aðeins opið á virkum dögum vegna skorts á fjármagni, sem fáist í gegnum styrki. „Þannig að þetta eru ansi margir dagar á ári sem við þurfum að hafa lokað.“ Fólk noti þó engu minna af vímuefnum á frídögum. „Við viljum og teljum mjög nauðsynlegt að það verði opið um helgar og á rauðum dögum, þannig að við getum boðið upp á mikilvæga þjónustu alla daga.“ Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Ylja er löglega verndað neyslurými á vegum Rauða krossins, þar sem fólk getur notað vímuefni undir eftirliti fagfólks í mismunandi rýmum. Ylja hefur verið starfrækt í eitt ár, en opið er á virkum dögum. Þriðjudaginn 2. september voru 48 komur í neyslurými Ylju. Mánudaginn eftir voru þær 47 talsins, en að meðaltali hafa þær hingað til verið 18. Mest að gera á mánudögum Verkefnastjóri segir heimsóknarmet ítrekað hafa fallið síðustu mánuði. „Mánudagar eru með langflestar komur í hús og við viljum meina að það sé af því að það sé lokað um helgar,“ segir Svala Dís Sigurðardóttir, verkefnastjóri Ylju. Þegar neyslurýmin eru lokuð, um helgar og á rauðum dögum, óttast starfsfólk Ylju að skjólstæðingar þeirra setji sig í ótryggar og jafnvel hættulegar aðstæður, og neyti vímuefna sinna þar, til að mynda í bílakjöllurum eins og þeim sem sjá má í sjónvarpsfréttinni hér að neðan. „Þannig að þeir leita svo til okkar á mánudögum eftir, í raun og veru, mikið hark yfir helgina,“ segir Svala. Fjármagnið er flöskuhálsinn „Við höfum mjög miklar áhyggjur af þeim oft, sérstaklega yfir vetrartímann þegar það er kalt úti. Þau eru að leita einhvert, því einhversstaðar verða þau að vera.“ Svala segir aðeins opið á virkum dögum vegna skorts á fjármagni, sem fáist í gegnum styrki. „Þannig að þetta eru ansi margir dagar á ári sem við þurfum að hafa lokað.“ Fólk noti þó engu minna af vímuefnum á frídögum. „Við viljum og teljum mjög nauðsynlegt að það verði opið um helgar og á rauðum dögum, þannig að við getum boðið upp á mikilvæga þjónustu alla daga.“
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira