Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar 12. september 2025 07:07 Þú lest viskuorð, og í eitt augnablik kviknar ljós innra með þér. Setning, hugsun, sannleikur — og þú finnur hann bergmála. Já. Þetta er fyrir mig - fyrir þetta stend ég - þetta er ég væri ég orð á blaði. En svo, tíu sekúndum síðar, er það horfið. Af hverju? Því hugurinn er þannig gerður að hann beinist samstundis að öðru. Hugurinn stöðvast ekki til að leyfa hljómnum að líða um líkaman þinn. Hann sveiflast áfram, safnar hugsunum, pælingum og áreiti. En hljómurinn - þetta Aha snérist aldrei bara um orð. Í honum er líf - fræ sem skýtur rótum í þér . - tækifæri sem þér gefst,. Og oft prófar lífið jarðveginn strax. Þú lest um umburðarlyndi — og daginn eftir pirrar einhver þig og þú hneggjar á kommentakerfinu. Þú lest um þolinmæði — blótsyrðin koma um leið og svínað er fyrir þig á Miklubrautinni - en umferðin gefur þér tækifæri til að þjálfa hana. Þú lest um sannleikann — þú lýgur síðan að sjálfum þér eða öðrum- en samtalið gefur þér færi á að segja hann. Þú lest um auðmýkt — og samt hugsar þú strax og einhver leiðréttir þig: „Hann hefur rangt fyrir sér.“ Þú lest um tengsl — og daginn eftir lætur þú eins og þér líði vel, svo enginn sjái sprungurnar. Þú lest um þakklæti — og kvartar svo yfir veðrinu, kaffinu og fólkinu á leiðinni heim. Þú lest um mikilvægi tengsla — en hefur ekki eyrð til að hlusta á barnið þitt segja sögu sína. Þú lest um kærleikann — en ert með lista af fólki sem „á hann ekki skilið“. Þú lest um sjálfsást — og talar samt við þig eins og óvin. Þú lest um vinsemd — og gnístir tönnum yfir saklausri athugasemd. Við köllum þetta eðlilegt, sláum á létta strengi, klöppum okkur á bakið og hugsum: „Það er ekkert að. Allir gera þetta.“ Einar Jónsson: Heimskan (1916) – hún situr á hauskúpunni, reist af réttlætingu og sjálfsblekkingu. Ef þú ert fastur í viðjum vanans, sérðu ekki tenginguna. Þú sèrð hana kannski en vaninn á sviðið. Bergmálið situr eftir í höfðinu og nær aldrei inn í lífið þitt. Stundum birtist vaninn í annarri mynd. Í stað þess að snúa inn á við, snýrðu út á við. Þú tekur innsýnina og beinir henni að heiminum. Þú segir skoðun þína um það sem þér líkar ekki. Þú dæmir „ranglætið“ og skort á innsýn í öðrum. Og svo, nokkrum klukkustundum síðar, gerir þú sjálfur nákvæmlega það sem þú fordæmdir. Afþví þú tekur ekki eftir því - eða þú tekur eftir því en segir við sjálfan þig: Þetta er ekki það sama, þarna er stigsmunur. Þannig birtist spegillinn: vaninn er ennþá við stjórnvölinn og sjálfsblekkingin heldur þér föstum. Dómar og yfirlýsingar eru bergmál sundraðrar visku. Og stundum klæðir dómurinn sig upp sem hugrekki eða sem prins í ímynduðu landi. Þú fordæmir einhvern — forsætisráðherra, fræðimann, forseta, glæpamann, öryrkja, athafnamann eða moldríkan mann. Þér finnst gott að standa á sviði og lýsa yfir að þú samþykkir ekki gjörðir þeirra eða afleitar hugmyndir þeirra og hvernig þeir haga sér. Þú gerir jafnvel gys að þeim vegna þess að það örvar þig — hetjulegt skot af hugrekki. En það er aðeins tálsýn. Undir sýningunni kraumar þörfin að vera heyrður og metinn. Þar sem löngunin að leiðrétta, útskýra eða standa með málstaðnum leggst yfir allt sjónarsviðið. Sannleikurinn er erfiðari: Þú sérð ranglætið í öðrum en sjaldan í sjálfum þér. Og þannig gengur þú áfram með hvíslandi tómarúm innra með þér : ég og hinir. Minn hópur og hinn hópurinn. En hljóminum var aldrei ætlað að aðskilja. Honum var ætlað að sameina. Ekki til að sanna að þú hafir rétt fyrir þér, heldur til að auka dýpt þína. Ekki til að ala á fordómum, heldur til að auka þroska. Þegar við þögnum og snúum athyglinni að eigin venjum, mistökum og stífni — þá fyrst getum við hafið samtalið sem við öll þráum. Ekki skoðanarifrildi. Ekki endalausan leik um sekt og sakleysi. Heldur samtal í anda sannleika og vaxtar. Því hljómurinn snýst aldrei um að sanna að þú hafir rétt fyrir þér. Hann snýst um að þú sért heill og búir í heimi sem er heill. Og í sama augnabliki og þú byrjar á sjálfum þér, fer tómarúmið ég og hinir, minn hópur og þinn hópur, að lokast. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum læknavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þú lest viskuorð, og í eitt augnablik kviknar ljós innra með þér. Setning, hugsun, sannleikur — og þú finnur hann bergmála. Já. Þetta er fyrir mig - fyrir þetta stend ég - þetta er ég væri ég orð á blaði. En svo, tíu sekúndum síðar, er það horfið. Af hverju? Því hugurinn er þannig gerður að hann beinist samstundis að öðru. Hugurinn stöðvast ekki til að leyfa hljómnum að líða um líkaman þinn. Hann sveiflast áfram, safnar hugsunum, pælingum og áreiti. En hljómurinn - þetta Aha snérist aldrei bara um orð. Í honum er líf - fræ sem skýtur rótum í þér . - tækifæri sem þér gefst,. Og oft prófar lífið jarðveginn strax. Þú lest um umburðarlyndi — og daginn eftir pirrar einhver þig og þú hneggjar á kommentakerfinu. Þú lest um þolinmæði — blótsyrðin koma um leið og svínað er fyrir þig á Miklubrautinni - en umferðin gefur þér tækifæri til að þjálfa hana. Þú lest um sannleikann — þú lýgur síðan að sjálfum þér eða öðrum- en samtalið gefur þér færi á að segja hann. Þú lest um auðmýkt — og samt hugsar þú strax og einhver leiðréttir þig: „Hann hefur rangt fyrir sér.“ Þú lest um tengsl — og daginn eftir lætur þú eins og þér líði vel, svo enginn sjái sprungurnar. Þú lest um þakklæti — og kvartar svo yfir veðrinu, kaffinu og fólkinu á leiðinni heim. Þú lest um mikilvægi tengsla — en hefur ekki eyrð til að hlusta á barnið þitt segja sögu sína. Þú lest um kærleikann — en ert með lista af fólki sem „á hann ekki skilið“. Þú lest um sjálfsást — og talar samt við þig eins og óvin. Þú lest um vinsemd — og gnístir tönnum yfir saklausri athugasemd. Við köllum þetta eðlilegt, sláum á létta strengi, klöppum okkur á bakið og hugsum: „Það er ekkert að. Allir gera þetta.“ Einar Jónsson: Heimskan (1916) – hún situr á hauskúpunni, reist af réttlætingu og sjálfsblekkingu. Ef þú ert fastur í viðjum vanans, sérðu ekki tenginguna. Þú sèrð hana kannski en vaninn á sviðið. Bergmálið situr eftir í höfðinu og nær aldrei inn í lífið þitt. Stundum birtist vaninn í annarri mynd. Í stað þess að snúa inn á við, snýrðu út á við. Þú tekur innsýnina og beinir henni að heiminum. Þú segir skoðun þína um það sem þér líkar ekki. Þú dæmir „ranglætið“ og skort á innsýn í öðrum. Og svo, nokkrum klukkustundum síðar, gerir þú sjálfur nákvæmlega það sem þú fordæmdir. Afþví þú tekur ekki eftir því - eða þú tekur eftir því en segir við sjálfan þig: Þetta er ekki það sama, þarna er stigsmunur. Þannig birtist spegillinn: vaninn er ennþá við stjórnvölinn og sjálfsblekkingin heldur þér föstum. Dómar og yfirlýsingar eru bergmál sundraðrar visku. Og stundum klæðir dómurinn sig upp sem hugrekki eða sem prins í ímynduðu landi. Þú fordæmir einhvern — forsætisráðherra, fræðimann, forseta, glæpamann, öryrkja, athafnamann eða moldríkan mann. Þér finnst gott að standa á sviði og lýsa yfir að þú samþykkir ekki gjörðir þeirra eða afleitar hugmyndir þeirra og hvernig þeir haga sér. Þú gerir jafnvel gys að þeim vegna þess að það örvar þig — hetjulegt skot af hugrekki. En það er aðeins tálsýn. Undir sýningunni kraumar þörfin að vera heyrður og metinn. Þar sem löngunin að leiðrétta, útskýra eða standa með málstaðnum leggst yfir allt sjónarsviðið. Sannleikurinn er erfiðari: Þú sérð ranglætið í öðrum en sjaldan í sjálfum þér. Og þannig gengur þú áfram með hvíslandi tómarúm innra með þér : ég og hinir. Minn hópur og hinn hópurinn. En hljóminum var aldrei ætlað að aðskilja. Honum var ætlað að sameina. Ekki til að sanna að þú hafir rétt fyrir þér, heldur til að auka dýpt þína. Ekki til að ala á fordómum, heldur til að auka þroska. Þegar við þögnum og snúum athyglinni að eigin venjum, mistökum og stífni — þá fyrst getum við hafið samtalið sem við öll þráum. Ekki skoðanarifrildi. Ekki endalausan leik um sekt og sakleysi. Heldur samtal í anda sannleika og vaxtar. Því hljómurinn snýst aldrei um að sanna að þú hafir rétt fyrir þér. Hann snýst um að þú sért heill og búir í heimi sem er heill. Og í sama augnabliki og þú byrjar á sjálfum þér, fer tómarúmið ég og hinir, minn hópur og þinn hópur, að lokast. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum læknavísindum.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun