Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2025 10:31 Alexander Isak hitar upp á hliðarlínunni í leik Svía gegn Slóvenum en hann kom ekkert við sögu í leiknum. Fara þarf sparlega með hann eftir langt hlé frá leikjum. Getty/Damjan Zibert Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, er hæstánægður með hinn íslenskættaða Jon Dahl Tomasson, landsliðsþjálfara Svía, sem hefur annars aðallega mátt þola gagnrýni og skammir eftir landsleikjahléið. Svíar hófu undankeppni HM í fótbolta með skelfilegum hætti. Þeir gerðu reyndar 2-2 jafntefli á útivelli gegn Slóveníu en töpuðu svo 2-0 á útivelli gegn Kósovó á mánudaginn. Mikið áfall varðandi HM-drauma Svía. Enda var það ekki frammistaða sænska landsliðsins sem Slot var svona ánægður með heldur það hve sparlega Tomasson fór með framherjann Alexander Isak sem varð dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann kom til Liverpool í byrjun mánaðarins. Isak lék aðeins átján mínútur gegn Kósovó eftir að hafa setið á bekknum allan tímann gegn Slóveníu. Hann lék ekkert með Newcastle í ágúst á meðan hann barðist fyrir því að verða seldur til Liverpool og hafði því ekki spilað leik síðan í maí, og tekið sárafáar liðsæfingar síðan þá. Slot fagnar ákvörðun Tomasson um að láta Isak spila svona lítið og segist sjálfur ætla að fara varlega með Isak sem gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Liverpool á sunnudaginn, gegn Burnley á útivelli. Liverpool á svo leik við Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn áður en við tekur grannaslagur við Everton 20. september. "The Swedish manager Jon Dahl Tomasson deserves a big big big compliment" 👏Arne Slot on if Alexander Isak is ready to make his Liverpool debut for Burnley, after playing with Sweden during the international break pic.twitter.com/XBlT795zjS— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 12, 2025 „Stjóri Svía, Jon Dahl Tomasson, á stórt, stórt hrós skilið því hann fékk í hópinn sinn einn albesta framherja heims og var að fara í tvo mjög mikilvæga landsleiki fyrir sína þjóð [innsk.: Tomasson er reyndar Dani og átti íslenskan langafa] en skilur að ef hann hefði látið hann spila tvisvar sinnum 90 mínútur þá hefði leikmaðurinn verið meiddur í nokkrar vikur,“ sagði Slot á blaðamannafundi. Ekki hægt að reikna með að Isak spili heila leiki á næstunni „Það er ekki alltaf auðvelt fyrir stjóra að hugsa svona um velferð leikmannsins. Hann á því skilið mikið hrós. Við munum fara svona með Alex líka. Ekki búast við að hann spili alla leiki í 90 mínútur. Það mun svo sannarlega ekki vera þannig á komandi vikum. Hann missti af almennilegu undirbúningstímabili, 3-4 mánuðum af liðsæfingum held ég. Núna þurfum við að byggja hann upp, þegar við erum að spila mikið af leikjum og lítið um æfingar. Það verður áskorun en við keyptum hann ekki bara fyrir næstu tvær vikur heldur fyrir sex ár,“ sagði Slot en svör hans má sjá hér að ofan. Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Svíar hófu undankeppni HM í fótbolta með skelfilegum hætti. Þeir gerðu reyndar 2-2 jafntefli á útivelli gegn Slóveníu en töpuðu svo 2-0 á útivelli gegn Kósovó á mánudaginn. Mikið áfall varðandi HM-drauma Svía. Enda var það ekki frammistaða sænska landsliðsins sem Slot var svona ánægður með heldur það hve sparlega Tomasson fór með framherjann Alexander Isak sem varð dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann kom til Liverpool í byrjun mánaðarins. Isak lék aðeins átján mínútur gegn Kósovó eftir að hafa setið á bekknum allan tímann gegn Slóveníu. Hann lék ekkert með Newcastle í ágúst á meðan hann barðist fyrir því að verða seldur til Liverpool og hafði því ekki spilað leik síðan í maí, og tekið sárafáar liðsæfingar síðan þá. Slot fagnar ákvörðun Tomasson um að láta Isak spila svona lítið og segist sjálfur ætla að fara varlega með Isak sem gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Liverpool á sunnudaginn, gegn Burnley á útivelli. Liverpool á svo leik við Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn áður en við tekur grannaslagur við Everton 20. september. "The Swedish manager Jon Dahl Tomasson deserves a big big big compliment" 👏Arne Slot on if Alexander Isak is ready to make his Liverpool debut for Burnley, after playing with Sweden during the international break pic.twitter.com/XBlT795zjS— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 12, 2025 „Stjóri Svía, Jon Dahl Tomasson, á stórt, stórt hrós skilið því hann fékk í hópinn sinn einn albesta framherja heims og var að fara í tvo mjög mikilvæga landsleiki fyrir sína þjóð [innsk.: Tomasson er reyndar Dani og átti íslenskan langafa] en skilur að ef hann hefði látið hann spila tvisvar sinnum 90 mínútur þá hefði leikmaðurinn verið meiddur í nokkrar vikur,“ sagði Slot á blaðamannafundi. Ekki hægt að reikna með að Isak spili heila leiki á næstunni „Það er ekki alltaf auðvelt fyrir stjóra að hugsa svona um velferð leikmannsins. Hann á því skilið mikið hrós. Við munum fara svona með Alex líka. Ekki búast við að hann spili alla leiki í 90 mínútur. Það mun svo sannarlega ekki vera þannig á komandi vikum. Hann missti af almennilegu undirbúningstímabili, 3-4 mánuðum af liðsæfingum held ég. Núna þurfum við að byggja hann upp, þegar við erum að spila mikið af leikjum og lítið um æfingar. Það verður áskorun en við keyptum hann ekki bara fyrir næstu tvær vikur heldur fyrir sex ár,“ sagði Slot en svör hans má sjá hér að ofan.
Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira