„Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 13. september 2025 07:00 Daníel segir að eins erfitt og sárt það sé fyrir hann að ræða sögu bróður síns þá sé það mikilvægt. Vísir/Anton Brink „Þetta var svo dýrkeypt fráfall af því að hann var svo efnilegur; hann var bráðgáfaður, hæfileikaríkur og falleg sál. Mér finnst sárt að hugsa til þess hvað hefði getað orðið – ef bróðir minn hefði fengið þá hjálp sem hann þurfti,“ segir Daníel Örn Sigurðsson en yngri bróðir hans, Steindór Smári Sveinsson svipti sig lífi árið 2018 eftir áralanga baráttu við fíknivanda og geðraskanir. Hann var einungis 32 ára gamall. Að sögn Daníels fékk bróðir hans ekki aðstoð sem hann þurfti á að halda á sínum tíma þar sem hann féll á milli þilja í kerfinu. Það hafi strandað á því að það var ekki samtvinnt úrræði fyrir fíknivanda og geðvanda. Steindór gat fengið hjálp við fíkn og hjálp við geðveikinni - en ekki á sama tíma. Hann segir bróður sinn ekki hafa þráð neitt heitar en að eiga „eðlilegt líf“ en hafi einfaldlega verið kominn í þá stöðu að honum voru allar bjargir bannaðar. Í dag eru liðin sjö ár og Daníel er staðráðinn í að halda minningu bróður síns á lofti, ekki síst í þeim tilgangi að vekja athygli á stöðunni í þessum málaflokki á Íslandi í dag. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Var stöðugt að passa upp á litla bróður Daníel fæddist árið 1983. Steindór fæddist þremur árum seinna. Þeir eru hálfbræður, sammæðra, en hvorugur þeirra þekkti pabba sinn. Seinna eignuðust þeir tvo yngri bræður, albræður sem eiga aðra feður. Bræðurnir ólust upp hjá móður sinni og eignuðust nokkra stjúpfeður í gegnum árin.Fjölskyldan bjó á nokkrum mismunandi stöðum í gegnum tíðina, meðal annars í félagslegum íbúðum og þó að móðir Daníels hafi unnið myrkranna á milli var oftast lítið um peninga á heimilinu. Daníel segist snemma hafi fundið fyrir mikilli verndartilfinningu gagnvart bróður sínum og þannig hafi það verið alla tíð.Vísir/Anton Brink „Þegar yngstu bræður mínir tveir voru litlir þá var ég alltaf á einhverju flakki, var sendur sveit og til ömmu og hingað og þangað, og þess vegna náði ég ekki að tengjast þeim á sama hátt og ég tengdist Steindóri. Við ólumst upp saman- en ég vil líka meina að ég hafi að mörgu leyti alið hann upp með mömmu. Ég fann mjög snemma fyrir einhverri svona ábyrgðartilfinningu gagnvart litla bróður mínum og í minningunni er ég alltaf að passa hann, sækja hann og gæta hans.“ Daníel mætti sjálfur miklu mótlæti sem barn og þar spilaði meðal annars inn í ómeðhöndlað ADHD. Hann var að eigin sögn „óalandi“ sem krakki og unglingur og í raun algjörlega stjórnlaus; hann var rekinn úr skóla og flakkaði á milli fósturheimila. Hann var í sjálfur í neyslu sem unglingur, og sökk ansi djúpt. Hann tókst engu að síður að snúa við blaðinu á sínum tíma, fara út á vinnumarkaðinn og eignast síðar fjölskyldu og heimili. Því var hins vegar öfugt farið með Steindór, yngri bróður Daníels. Hann byrjaði í neyslu fjórtán ára gamall – og náði sér aldrei á strik eftir það. Daníel á erfitt með að henda reiður á hvað það var nákvæmlega sem olli því að bróðir leiddist út á þessa braut. „En líklega hafði það eitthvað með að gera að hann var svo rosalega áhrifagjarn, og líka ævintýragjarn. Og hann sóttist í viðurkenningu. Þetta spilaði allt saman.“ Eins og hjá svo mörgum þá byrjaði neyslan hjá Steindóri með hassreykingum og vatt svo upp á sig. Síðan kynntist hann kókaíni. 19 ára gamall var hann byrjaður að sprauta sig með læknadópi, kókaíni og amfetamíni. Tveimur árum síðar var hann kominn á götuna. Kom að lokuðum dyrum Í gegnum árin lagðist Steindór inn á Vog í þrjátíu og fimm skipti, fór átta sinum í meðferð á Staðarfelli, tvisvar sinnum sinnum inn á Krýsuvík og þrisvar sinnum á Hlaðgerðarkot. „Það komu tímabil þar sem hann náði að verða edrú í nokkra mánuði en féll alltaf á endanum.“ Að sögn Daníels voru geðræn veikindi bróður hans bein afleiðing af langvarandi og harðri fíkniefnaneyslu. Hann segir Steindór hafa leitað reglulega á geðdeild í gegnum tíðina, sjálfviljugur, en var alltaf vísað út eftir stuttan tíma þar sem að ástand hans þótti ekki nógu „krítískt.“ Steindór Smári væri 39 ára gamall í dag hefði hann lifað.Vísir/Anton Brink „Af því að hann var ekki „nógu“ geðveikur, af því að hann var ekki í nógu mikilli sjálfvígshættu akkúrat þá stundina , af því að hann var ekki í maníu eða öskrandi eða eitthvað slíkt þá var honum hent út.“ Daníel nefnir að þó svo að bróðir hans hafi sokkið eins djúpt og hægt þá hafi hann aldrei leitað á náðir fjölskyldu eða vina til að verða sér út um pening til að fjármagna neysluna. Hann hafi í raun ekki borið það með sér að vera langt leiddur fíkill. „Hann var alltaf snyrtilegur til fara, vel klæddur og lyktaði vel. Honum langaði að verða módel. Þegar hann var yngri hafði hann planað að fara til Englands og verða módel. Hann var með sín „prinsipp“ – og hann hélt sig við þau, alltaf, alveg sama hvað. Hann stal úr búðum til að verða sér út um mat, en hann stal aldrei nokkurn tímann frá fjölskyldu eða vinum.“ Daníel nefnir sem dæmi að í eitt skipti hafi bróðir hans, eins og svo oft áður, ætlað að reyna að verða edrú og biðja um hjálp. „Hann leitaði til sameiginlegrar vinkonu okkar og bað um að fá gista hjá henni, sem hún samþykkti, svo lengi sem hann myndi standa við það að vera edrú. En svo liðu einhverjir mánuðir og hann féll og þurfti þá að flytja út. Vinkona okkar var með krukku heima hjá sér, sem í voru fleiri hundruð þúsund krónur í peningum, og hún var líka með uppáskrifuð lyf. Eftir að Steindór var farinn úr íbúðinni þá tók hún eftir að þetta var allt saman þarna ennþá, honum datt ekki í hug að hreyfa við þessu,“ segir Daníel og bætir síðan við: „Það var ekki fyrr en eftir að Steindór var dáinn, og ég fór að ræða við hina og þessa, meðal annars fólk sem hafði verið með honum á geðdeild, að ég komst að ýmsu sem ég hafði ekki haft hugmynd um áður. Málið var nefnilega að þegar Steindór var í neyslu þá passaði hann sig að loka sig af frá fjölskyldunni. Af því að hann vissi að hann gat ekki boðið okkur upp á það að þurfa að umgangast hann. Hann var einfaldlega það vel gefinn: hann vissi hver hann var og hann var meðvitaður um að hann væri byrði á okkur,“ segir Daníel jafnframt. Daníel segist vita fyrir víst að Steindór hafi bjargað mörgum öðrum sem voru á sama stað og hann og voru langt leiddir í neyslu.. Honum tókst hins vegar aldrei að bjarga sjálfum sér.Vísir/Anton Brink „Ég fékk til dæmis að vita að hann hefði sagt mörgum að hann vildi verða alveg eins og stóri bróðir sinn, það er að segja ég. Hann þráði ekkert heitar en eiga þetta venjulega líf, eiga fjölskyldu og heimili, eins og ég átti á þessum tíma. Það brýtur alveg hjartað í mér að hugsa um þetta. Steindór vissi að hann var fíkill og hann vildi ekki vera fíkill. Hann vildi ekki vera svona. Og það var þess vegna sem hann tók sitt eigið líf. Ég hef alltaf verið sannfærður um að það hafi verið ástæðan. Hann vildi ekki vera sá sem hann var en hann vissi ekki hvernig hann gæti breytt sjálfum sér. Hágrátandi og hræddur Daníel segist vita fyrir víst að bróðir hans hafi bjargað mörgum öðrum sem voru á sama stað og hann og voru langt leiddir í neyslu. Þökk sé honum séu margir þarna úti sem hafi komist á beinu brautina. Steindóri tókst hins vegar aldrei að bjarga sjálfum sér. Fyrsti dagur ársins 2018 er Daníel sérstaklega minnisstæður. „Á þessum tíma bjó ég í Grindavík en var að keyra leigubíl og hafði þann háttinn á að ég gisti heima hjá afa eftir vakt. Ég var nýbúin að klára næturvakt og var kominn heim til afa í Breiðholtið. Þá kemur Steindór þangað, hágrátandi og skíthræddur. Það var þá nýbúið að henda honum út af deild 33a. Hann var fárveikur en hann var augljóslega ekki metinn „nógu“ hættulegur sjálfum sér og öðrum til að fá innlögn þarna á deildina. Hann kom gangandi á sokkaleistunum frá Landspítalanum - alla leið upp í Breiðholt. Hann talaði í sífellu um vini sína, semsagt félaga sína sem hann var að umgangast á þessum tíma og þeir voru að sprauta sig saman. Hann sagðist vera vanur að sprauta sig með því sama og þeir og núna væru þeir allir að hríðfalla, hver á eftir öðrum að deyja í kringum hann. Hann var viss um að það væri einhver að útrýma þeim og hann var skíthræddur um að hann yrði næstur. Seinasta skiptið sem Daníel sá bróður sinn á lífi var tæpri viku áður en Steindór tók þá ákvörðun að fyrirfara sér. „Ég keyrði hann heim til mömmu á fimmtudegi, hún var að koma frá útlöndum. Hann ætlaði að fá að gista hjá henni í nokkra daga á meðan hann væri að bíða eftir félagslegri íbúð. Hann sagði við mig nú gæti hann ekki meira, hann ætti ekki meira eftir. Hann var kominn í algjört þrot. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en seinna, en þarna var hann í rauninni að segja mér að þetta væri búið. Ég skutlaði honum til mömmu og svo liðu tveir dagar. Tveimur dögum seinna, á laugardeginum, bað ég mömmu um að passa stelpuna mína, sem vildi vera hjá ömmu sinni um helgina. Þegar ég kom að sækja hana daginn eftir fékk ég að vita að Steindór hefði farið út kvöldið áður og komið svo heim, útúrdópaður og drepist inni á baðherbergi – á meðan dóttir mín var líka að gista þarna í íbúðinni. Mín viðbrögð voru þau að ég brjálaðist út í Steindór, ég trompaðist algjörlega og hellti mér yfir hann. Ég henti í hann tvö þúsund krónum svo hann gæti tekið rútu heim og henti honum svo út úr íbúðinni. Seinustu orðin sem ég sagði við hann áður en ég skellti á hann útidyrahurðinni voru: „Drullaðu þér út, helvítis auminginn þinn.“ Þetta var það seinasta sem ég sagði við bróður minn áður en hann dó. Þremur dögum síðar fannst Steindór í bílakjallara – með snöru um hálsinn. „Hann var lifandi þegar hann fannst. Þeir reyndu hjartahnoð og hann var í öndunarvél í nokkra daga en svo var bara ljóst hvernig þetta myndi enda. Hann var í líknandi meðferð í einn dag. Síðan var hann látinn.“ Daníel segir það enn nísta inn að beini að hugsa til þess hvernig hann og bróðir hans skildu að á sínum tíma – og hver seinustu orð hans til Steindórs hafi verið. „Það var heldur ekki fyrr en eftir að hann dó að ég komst að því hvað hann stóð mikið einn þegar hann var í þessari neyslu. Hann lokaði sig sjálfviljugur frá fjölskyldunni eins og fyrr segir, en maður stóð í þeirri trú að hann ætti einhverja félaga þarna úti sem hann gæti verið með. Svo kom í ljós að hann var bara algjörlega einn í heiminum.“ Brann út „Ég hef alltaf sagt að ég missti helminginn af sjálfum mér þegar Steindór dó. Af því að Steindór var hluti af sjálfum mér,“ segir Daníel. „Mín veröld hrundi einfaldlega þennan dag og lífið hefur ekki, og mun aldrei vera samt eftir þetta. Í dag eru liðin sjö ár og ég klökkna ennþá og tárast við að tala um þetta. Það á aldrei eftir að verða auðvelt fyrir mig að ræða þetta án þess að hálfpartinn brotna saman.“ Steindór hvílir við hlið móður sinnar í Fossvogskirkjugarði.Vísir/Anton Brink Daníel bendir á að á bak við hvern fíkil sem deyr eru aðstandendur, sem sitja eftir í sárum og þurfa að glíma við óbærilega sorg. Hann nefnir sem dæmi móður sína, sem lést árið 2021. Hún hafi aldrei verið söm eftir að Steindór dó. Hún hafi í raun orðið lömuð af sorg. Sjálfur hafi hann tekist á við áfallið með að sökkva sér í vinnu. Það hafi hins vegar komið illilega í bakið á honum seinna meir. Ofan á það bættust við fleiri áföll á borð við skilnað og atvinnumissi. Það endaði með því að Daníel leitaði til VIRK á seinasta ári, þar sem sálfræðingur spurði hann einfaldlega hvers vegna hann væri ekki búinn að leita sér hjálpar fyrir löngu. Niðurstaðan var skýr: kulnun. Í dag hefur Daníel verið í endurhæfingu í rúmt ár og lagt sig fram við að byggja sig upp. En það er langur vegur fram undan, engu að síður. Töfrarnir Daníel nefnir tvennt sem hefur verið hans haldreipi í gegnum árin, og sé í raun ástæðan fyrir því að hann er á lífi í dag. Í fyrsta lagi séu það dætur hans þrjár, sem í dag eru orðnar 22 ára, 16 ára og 11 ára. Hann elskar þær meira en allt annað í lífinu. „Og ég vil meina að mínar aðstæður í æsku, það sem ég sá og upplifi hafi mótað mig sem foreldri, það er ekki spurning. Ég vil geta veitt mínum börnum allt það sem ég fékk ekki. Þess vegna hef ég alltaf haft það mottó að gera allt sem ég get til að þær fái tækifæri á að rækta sína hæfileika, fái að blómstra og vera þær sjálfar.“ Í öðru lagi eru það töfrabrögð. Töfrabrögðin eru meira en bara áhugamál hjá Daníel, þau eru hans helsta ástríða. Árið 2005 var hann staddur í partýi og hitti þar mann sem kynnti hann fyrir spilagöldrum. Spilatöfrar eru sérgrein Daníels.Aðsend Ég bað hann um að kenna mér einn galdur, sem hann gerði, og það var kviknaði á einhverju í hausnum á mér þarna, ég varð algjörlega „húkt“ strax. Ég sat bara stjarfur og hugsaði: „Ókei, ég VERÐ að læra þetta. Ég verð að vita allt sem er hægt að vita um þetta.“ Þannig byrjaði þetta, ég komst í kynni við mann sem heitir Brad Christian og hann varð minn mentor í þessu. Ég sökk mér í að læra og lesa mér til allt sem ég gat fundið. Ég byrjaði síðan að þróa þetta konsept að fara með atriði í fermingarveislur, og síðan á árshátíðir og svo bara vatt þetta upp á sig.” Daníel er einn reyndasti spilatöframaður landsins og hefur komið fram á óteljandi skemmtunum, bæði hér heima og erlendis. Hér er hann á sviði á Vopnafirði.Aðsend Í dag hefur Daníel starfað sem sem atvinnu skemmtikraftur í sautján ár; komið fram á ótal skemmtunum út um allt land og meðal annars skemmt á Globen Arena í Stokkhólmi árið 2014, fyrir framan mörg þúsund manns. Það er ólýsanleg tilfinning að standa uppi á sviði, að fá skemmta fólki og sjá viðbrögðin. Alltaf þegar ég er á leiðinni upp á svið er ég þjakaður af stressi en um leið og ég er orðinn Töframaðurinn Daníel þá hverfur það strax. Það er algjörlega magnað. Mannslíf í húfi Daníel fer hvergi leynt með það að hann telur kerfið hafa brugðist bróður sínum. Þau úrræði sem hann þurfti á að halda hafi einfaldlega ekki verið til staðar. „Því miður þá sýnist mér ekkert hafa breyst í þessum málaflokki síðan árið 2018. Þegar Steindór fór upp á Vog, þá fékk hann aðstoð við fíknivandanum en á sama tíma var geðveikin að stappast inni í hausnun á honum. Þegar hann leitaði á deild 33a þá var fíknin á sama tíma að fara með hann. Um leið og hann var ekki í „nógu“ mikilli sjálfsvígshættu, þegar hans ástand var ekki „nógu krítískt“ - þá var honum vísað á dyr og hafði í engin hús að venda. Hann lenti stöðugt á milli þilja í öll þessi ár. Daníel er annt um að fráfall bróður hans hafi tilgang.Vísir/Anton Brink Nú er ég enginn sérfræðingur- en það er fólk þarna úti sem er með þekkinguna og reynsluna. Það hljóta að vera einhver fordæmi erlendis, einhver úrræði eða útfærslur, bara eitthvað sem hefur virkað og er hægt að bjóða upp á hérlendis. Það er árið 2025. Við erum ennþá að sjá fréttir af ungu fólki sem er að falla frá í massavís. Hvað þurfa margir að deyja í viðbót? Það er svo mikið í húfi. Það eru mannslíf í húfi.“ Hann bendir á að þegar kemur að dánartilkynningum þá sé það aldrei tekið fram ef að dánarorsök viðkomandi einstaklings sé sjálfsvíg eða fíkniefnaneysla. „En ég hef alltaf verið mjög opinskár með fráfall Steindórs- það hefur aldrei verið neitt feimnismál fyrir mér að tala um þetta. Enda af hverju ætti það að vera eitthvað tabú? Bróðir minn er ekki sá fyrsti sem hefur farið þessa leið – og ekki sá síðasti heldur. Steindór var fíkill en hann var líka manneskja og hann átti sína drauma og langanir og þrár sem hann fékk aldrei tækifæri á að uppfylla. Ég man að hann sagði við mig á sínum tíma: „Daníel, ef ég væri ekki fíkill, ef ég væri ekki í neyslu þá væri ég búin að brillera yfir ykkur öll.“ Ég efast ekki um það í eina sekúndu.“ Daníel segir að eins erfitt og sárt það sé fyrir hann að ræða sögu bróður síns þá sé það mikilvægt. „Af því að það þarf að ræða þessi mál – og opna augu fólks fyrir vandanum. Ég veit líka að það er það sem Steindór hefði viljað. Hann hefði viljað hafa áhrif á aðra þarna úti.“ Geðheilbrigði Fíkn Helgarviðtal Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Blautt víðast hvar Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Erna Solberg hættir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Að sögn Daníels fékk bróðir hans ekki aðstoð sem hann þurfti á að halda á sínum tíma þar sem hann féll á milli þilja í kerfinu. Það hafi strandað á því að það var ekki samtvinnt úrræði fyrir fíknivanda og geðvanda. Steindór gat fengið hjálp við fíkn og hjálp við geðveikinni - en ekki á sama tíma. Hann segir bróður sinn ekki hafa þráð neitt heitar en að eiga „eðlilegt líf“ en hafi einfaldlega verið kominn í þá stöðu að honum voru allar bjargir bannaðar. Í dag eru liðin sjö ár og Daníel er staðráðinn í að halda minningu bróður síns á lofti, ekki síst í þeim tilgangi að vekja athygli á stöðunni í þessum málaflokki á Íslandi í dag. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Var stöðugt að passa upp á litla bróður Daníel fæddist árið 1983. Steindór fæddist þremur árum seinna. Þeir eru hálfbræður, sammæðra, en hvorugur þeirra þekkti pabba sinn. Seinna eignuðust þeir tvo yngri bræður, albræður sem eiga aðra feður. Bræðurnir ólust upp hjá móður sinni og eignuðust nokkra stjúpfeður í gegnum árin.Fjölskyldan bjó á nokkrum mismunandi stöðum í gegnum tíðina, meðal annars í félagslegum íbúðum og þó að móðir Daníels hafi unnið myrkranna á milli var oftast lítið um peninga á heimilinu. Daníel segist snemma hafi fundið fyrir mikilli verndartilfinningu gagnvart bróður sínum og þannig hafi það verið alla tíð.Vísir/Anton Brink „Þegar yngstu bræður mínir tveir voru litlir þá var ég alltaf á einhverju flakki, var sendur sveit og til ömmu og hingað og þangað, og þess vegna náði ég ekki að tengjast þeim á sama hátt og ég tengdist Steindóri. Við ólumst upp saman- en ég vil líka meina að ég hafi að mörgu leyti alið hann upp með mömmu. Ég fann mjög snemma fyrir einhverri svona ábyrgðartilfinningu gagnvart litla bróður mínum og í minningunni er ég alltaf að passa hann, sækja hann og gæta hans.“ Daníel mætti sjálfur miklu mótlæti sem barn og þar spilaði meðal annars inn í ómeðhöndlað ADHD. Hann var að eigin sögn „óalandi“ sem krakki og unglingur og í raun algjörlega stjórnlaus; hann var rekinn úr skóla og flakkaði á milli fósturheimila. Hann var í sjálfur í neyslu sem unglingur, og sökk ansi djúpt. Hann tókst engu að síður að snúa við blaðinu á sínum tíma, fara út á vinnumarkaðinn og eignast síðar fjölskyldu og heimili. Því var hins vegar öfugt farið með Steindór, yngri bróður Daníels. Hann byrjaði í neyslu fjórtán ára gamall – og náði sér aldrei á strik eftir það. Daníel á erfitt með að henda reiður á hvað það var nákvæmlega sem olli því að bróðir leiddist út á þessa braut. „En líklega hafði það eitthvað með að gera að hann var svo rosalega áhrifagjarn, og líka ævintýragjarn. Og hann sóttist í viðurkenningu. Þetta spilaði allt saman.“ Eins og hjá svo mörgum þá byrjaði neyslan hjá Steindóri með hassreykingum og vatt svo upp á sig. Síðan kynntist hann kókaíni. 19 ára gamall var hann byrjaður að sprauta sig með læknadópi, kókaíni og amfetamíni. Tveimur árum síðar var hann kominn á götuna. Kom að lokuðum dyrum Í gegnum árin lagðist Steindór inn á Vog í þrjátíu og fimm skipti, fór átta sinum í meðferð á Staðarfelli, tvisvar sinnum sinnum inn á Krýsuvík og þrisvar sinnum á Hlaðgerðarkot. „Það komu tímabil þar sem hann náði að verða edrú í nokkra mánuði en féll alltaf á endanum.“ Að sögn Daníels voru geðræn veikindi bróður hans bein afleiðing af langvarandi og harðri fíkniefnaneyslu. Hann segir Steindór hafa leitað reglulega á geðdeild í gegnum tíðina, sjálfviljugur, en var alltaf vísað út eftir stuttan tíma þar sem að ástand hans þótti ekki nógu „krítískt.“ Steindór Smári væri 39 ára gamall í dag hefði hann lifað.Vísir/Anton Brink „Af því að hann var ekki „nógu“ geðveikur, af því að hann var ekki í nógu mikilli sjálfvígshættu akkúrat þá stundina , af því að hann var ekki í maníu eða öskrandi eða eitthvað slíkt þá var honum hent út.“ Daníel nefnir að þó svo að bróðir hans hafi sokkið eins djúpt og hægt þá hafi hann aldrei leitað á náðir fjölskyldu eða vina til að verða sér út um pening til að fjármagna neysluna. Hann hafi í raun ekki borið það með sér að vera langt leiddur fíkill. „Hann var alltaf snyrtilegur til fara, vel klæddur og lyktaði vel. Honum langaði að verða módel. Þegar hann var yngri hafði hann planað að fara til Englands og verða módel. Hann var með sín „prinsipp“ – og hann hélt sig við þau, alltaf, alveg sama hvað. Hann stal úr búðum til að verða sér út um mat, en hann stal aldrei nokkurn tímann frá fjölskyldu eða vinum.“ Daníel nefnir sem dæmi að í eitt skipti hafi bróðir hans, eins og svo oft áður, ætlað að reyna að verða edrú og biðja um hjálp. „Hann leitaði til sameiginlegrar vinkonu okkar og bað um að fá gista hjá henni, sem hún samþykkti, svo lengi sem hann myndi standa við það að vera edrú. En svo liðu einhverjir mánuðir og hann féll og þurfti þá að flytja út. Vinkona okkar var með krukku heima hjá sér, sem í voru fleiri hundruð þúsund krónur í peningum, og hún var líka með uppáskrifuð lyf. Eftir að Steindór var farinn úr íbúðinni þá tók hún eftir að þetta var allt saman þarna ennþá, honum datt ekki í hug að hreyfa við þessu,“ segir Daníel og bætir síðan við: „Það var ekki fyrr en eftir að Steindór var dáinn, og ég fór að ræða við hina og þessa, meðal annars fólk sem hafði verið með honum á geðdeild, að ég komst að ýmsu sem ég hafði ekki haft hugmynd um áður. Málið var nefnilega að þegar Steindór var í neyslu þá passaði hann sig að loka sig af frá fjölskyldunni. Af því að hann vissi að hann gat ekki boðið okkur upp á það að þurfa að umgangast hann. Hann var einfaldlega það vel gefinn: hann vissi hver hann var og hann var meðvitaður um að hann væri byrði á okkur,“ segir Daníel jafnframt. Daníel segist vita fyrir víst að Steindór hafi bjargað mörgum öðrum sem voru á sama stað og hann og voru langt leiddir í neyslu.. Honum tókst hins vegar aldrei að bjarga sjálfum sér.Vísir/Anton Brink „Ég fékk til dæmis að vita að hann hefði sagt mörgum að hann vildi verða alveg eins og stóri bróðir sinn, það er að segja ég. Hann þráði ekkert heitar en eiga þetta venjulega líf, eiga fjölskyldu og heimili, eins og ég átti á þessum tíma. Það brýtur alveg hjartað í mér að hugsa um þetta. Steindór vissi að hann var fíkill og hann vildi ekki vera fíkill. Hann vildi ekki vera svona. Og það var þess vegna sem hann tók sitt eigið líf. Ég hef alltaf verið sannfærður um að það hafi verið ástæðan. Hann vildi ekki vera sá sem hann var en hann vissi ekki hvernig hann gæti breytt sjálfum sér. Hágrátandi og hræddur Daníel segist vita fyrir víst að bróðir hans hafi bjargað mörgum öðrum sem voru á sama stað og hann og voru langt leiddir í neyslu. Þökk sé honum séu margir þarna úti sem hafi komist á beinu brautina. Steindóri tókst hins vegar aldrei að bjarga sjálfum sér. Fyrsti dagur ársins 2018 er Daníel sérstaklega minnisstæður. „Á þessum tíma bjó ég í Grindavík en var að keyra leigubíl og hafði þann háttinn á að ég gisti heima hjá afa eftir vakt. Ég var nýbúin að klára næturvakt og var kominn heim til afa í Breiðholtið. Þá kemur Steindór þangað, hágrátandi og skíthræddur. Það var þá nýbúið að henda honum út af deild 33a. Hann var fárveikur en hann var augljóslega ekki metinn „nógu“ hættulegur sjálfum sér og öðrum til að fá innlögn þarna á deildina. Hann kom gangandi á sokkaleistunum frá Landspítalanum - alla leið upp í Breiðholt. Hann talaði í sífellu um vini sína, semsagt félaga sína sem hann var að umgangast á þessum tíma og þeir voru að sprauta sig saman. Hann sagðist vera vanur að sprauta sig með því sama og þeir og núna væru þeir allir að hríðfalla, hver á eftir öðrum að deyja í kringum hann. Hann var viss um að það væri einhver að útrýma þeim og hann var skíthræddur um að hann yrði næstur. Seinasta skiptið sem Daníel sá bróður sinn á lífi var tæpri viku áður en Steindór tók þá ákvörðun að fyrirfara sér. „Ég keyrði hann heim til mömmu á fimmtudegi, hún var að koma frá útlöndum. Hann ætlaði að fá að gista hjá henni í nokkra daga á meðan hann væri að bíða eftir félagslegri íbúð. Hann sagði við mig nú gæti hann ekki meira, hann ætti ekki meira eftir. Hann var kominn í algjört þrot. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en seinna, en þarna var hann í rauninni að segja mér að þetta væri búið. Ég skutlaði honum til mömmu og svo liðu tveir dagar. Tveimur dögum seinna, á laugardeginum, bað ég mömmu um að passa stelpuna mína, sem vildi vera hjá ömmu sinni um helgina. Þegar ég kom að sækja hana daginn eftir fékk ég að vita að Steindór hefði farið út kvöldið áður og komið svo heim, útúrdópaður og drepist inni á baðherbergi – á meðan dóttir mín var líka að gista þarna í íbúðinni. Mín viðbrögð voru þau að ég brjálaðist út í Steindór, ég trompaðist algjörlega og hellti mér yfir hann. Ég henti í hann tvö þúsund krónum svo hann gæti tekið rútu heim og henti honum svo út úr íbúðinni. Seinustu orðin sem ég sagði við hann áður en ég skellti á hann útidyrahurðinni voru: „Drullaðu þér út, helvítis auminginn þinn.“ Þetta var það seinasta sem ég sagði við bróður minn áður en hann dó. Þremur dögum síðar fannst Steindór í bílakjallara – með snöru um hálsinn. „Hann var lifandi þegar hann fannst. Þeir reyndu hjartahnoð og hann var í öndunarvél í nokkra daga en svo var bara ljóst hvernig þetta myndi enda. Hann var í líknandi meðferð í einn dag. Síðan var hann látinn.“ Daníel segir það enn nísta inn að beini að hugsa til þess hvernig hann og bróðir hans skildu að á sínum tíma – og hver seinustu orð hans til Steindórs hafi verið. „Það var heldur ekki fyrr en eftir að hann dó að ég komst að því hvað hann stóð mikið einn þegar hann var í þessari neyslu. Hann lokaði sig sjálfviljugur frá fjölskyldunni eins og fyrr segir, en maður stóð í þeirri trú að hann ætti einhverja félaga þarna úti sem hann gæti verið með. Svo kom í ljós að hann var bara algjörlega einn í heiminum.“ Brann út „Ég hef alltaf sagt að ég missti helminginn af sjálfum mér þegar Steindór dó. Af því að Steindór var hluti af sjálfum mér,“ segir Daníel. „Mín veröld hrundi einfaldlega þennan dag og lífið hefur ekki, og mun aldrei vera samt eftir þetta. Í dag eru liðin sjö ár og ég klökkna ennþá og tárast við að tala um þetta. Það á aldrei eftir að verða auðvelt fyrir mig að ræða þetta án þess að hálfpartinn brotna saman.“ Steindór hvílir við hlið móður sinnar í Fossvogskirkjugarði.Vísir/Anton Brink Daníel bendir á að á bak við hvern fíkil sem deyr eru aðstandendur, sem sitja eftir í sárum og þurfa að glíma við óbærilega sorg. Hann nefnir sem dæmi móður sína, sem lést árið 2021. Hún hafi aldrei verið söm eftir að Steindór dó. Hún hafi í raun orðið lömuð af sorg. Sjálfur hafi hann tekist á við áfallið með að sökkva sér í vinnu. Það hafi hins vegar komið illilega í bakið á honum seinna meir. Ofan á það bættust við fleiri áföll á borð við skilnað og atvinnumissi. Það endaði með því að Daníel leitaði til VIRK á seinasta ári, þar sem sálfræðingur spurði hann einfaldlega hvers vegna hann væri ekki búinn að leita sér hjálpar fyrir löngu. Niðurstaðan var skýr: kulnun. Í dag hefur Daníel verið í endurhæfingu í rúmt ár og lagt sig fram við að byggja sig upp. En það er langur vegur fram undan, engu að síður. Töfrarnir Daníel nefnir tvennt sem hefur verið hans haldreipi í gegnum árin, og sé í raun ástæðan fyrir því að hann er á lífi í dag. Í fyrsta lagi séu það dætur hans þrjár, sem í dag eru orðnar 22 ára, 16 ára og 11 ára. Hann elskar þær meira en allt annað í lífinu. „Og ég vil meina að mínar aðstæður í æsku, það sem ég sá og upplifi hafi mótað mig sem foreldri, það er ekki spurning. Ég vil geta veitt mínum börnum allt það sem ég fékk ekki. Þess vegna hef ég alltaf haft það mottó að gera allt sem ég get til að þær fái tækifæri á að rækta sína hæfileika, fái að blómstra og vera þær sjálfar.“ Í öðru lagi eru það töfrabrögð. Töfrabrögðin eru meira en bara áhugamál hjá Daníel, þau eru hans helsta ástríða. Árið 2005 var hann staddur í partýi og hitti þar mann sem kynnti hann fyrir spilagöldrum. Spilatöfrar eru sérgrein Daníels.Aðsend Ég bað hann um að kenna mér einn galdur, sem hann gerði, og það var kviknaði á einhverju í hausnum á mér þarna, ég varð algjörlega „húkt“ strax. Ég sat bara stjarfur og hugsaði: „Ókei, ég VERÐ að læra þetta. Ég verð að vita allt sem er hægt að vita um þetta.“ Þannig byrjaði þetta, ég komst í kynni við mann sem heitir Brad Christian og hann varð minn mentor í þessu. Ég sökk mér í að læra og lesa mér til allt sem ég gat fundið. Ég byrjaði síðan að þróa þetta konsept að fara með atriði í fermingarveislur, og síðan á árshátíðir og svo bara vatt þetta upp á sig.” Daníel er einn reyndasti spilatöframaður landsins og hefur komið fram á óteljandi skemmtunum, bæði hér heima og erlendis. Hér er hann á sviði á Vopnafirði.Aðsend Í dag hefur Daníel starfað sem sem atvinnu skemmtikraftur í sautján ár; komið fram á ótal skemmtunum út um allt land og meðal annars skemmt á Globen Arena í Stokkhólmi árið 2014, fyrir framan mörg þúsund manns. Það er ólýsanleg tilfinning að standa uppi á sviði, að fá skemmta fólki og sjá viðbrögðin. Alltaf þegar ég er á leiðinni upp á svið er ég þjakaður af stressi en um leið og ég er orðinn Töframaðurinn Daníel þá hverfur það strax. Það er algjörlega magnað. Mannslíf í húfi Daníel fer hvergi leynt með það að hann telur kerfið hafa brugðist bróður sínum. Þau úrræði sem hann þurfti á að halda hafi einfaldlega ekki verið til staðar. „Því miður þá sýnist mér ekkert hafa breyst í þessum málaflokki síðan árið 2018. Þegar Steindór fór upp á Vog, þá fékk hann aðstoð við fíknivandanum en á sama tíma var geðveikin að stappast inni í hausnun á honum. Þegar hann leitaði á deild 33a þá var fíknin á sama tíma að fara með hann. Um leið og hann var ekki í „nógu“ mikilli sjálfsvígshættu, þegar hans ástand var ekki „nógu krítískt“ - þá var honum vísað á dyr og hafði í engin hús að venda. Hann lenti stöðugt á milli þilja í öll þessi ár. Daníel er annt um að fráfall bróður hans hafi tilgang.Vísir/Anton Brink Nú er ég enginn sérfræðingur- en það er fólk þarna úti sem er með þekkinguna og reynsluna. Það hljóta að vera einhver fordæmi erlendis, einhver úrræði eða útfærslur, bara eitthvað sem hefur virkað og er hægt að bjóða upp á hérlendis. Það er árið 2025. Við erum ennþá að sjá fréttir af ungu fólki sem er að falla frá í massavís. Hvað þurfa margir að deyja í viðbót? Það er svo mikið í húfi. Það eru mannslíf í húfi.“ Hann bendir á að þegar kemur að dánartilkynningum þá sé það aldrei tekið fram ef að dánarorsök viðkomandi einstaklings sé sjálfsvíg eða fíkniefnaneysla. „En ég hef alltaf verið mjög opinskár með fráfall Steindórs- það hefur aldrei verið neitt feimnismál fyrir mér að tala um þetta. Enda af hverju ætti það að vera eitthvað tabú? Bróðir minn er ekki sá fyrsti sem hefur farið þessa leið – og ekki sá síðasti heldur. Steindór var fíkill en hann var líka manneskja og hann átti sína drauma og langanir og þrár sem hann fékk aldrei tækifæri á að uppfylla. Ég man að hann sagði við mig á sínum tíma: „Daníel, ef ég væri ekki fíkill, ef ég væri ekki í neyslu þá væri ég búin að brillera yfir ykkur öll.“ Ég efast ekki um það í eina sekúndu.“ Daníel segir að eins erfitt og sárt það sé fyrir hann að ræða sögu bróður síns þá sé það mikilvægt. „Af því að það þarf að ræða þessi mál – og opna augu fólks fyrir vandanum. Ég veit líka að það er það sem Steindór hefði viljað. Hann hefði viljað hafa áhrif á aðra þarna úti.“
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Fíkn Helgarviðtal Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Blautt víðast hvar Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Erna Solberg hættir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira