Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2025 09:36 Heimir Hallgrímsson verður áfram í starfi hjá Írlandi, að minnsta kosti næstu tvo mánuði. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson mun að minnsta kosti fá að starfa út samningstíma sinn, sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta, þó að undankeppni HM hafi farið afar illa af stað hjá liðinu. Pistlahöfundur Daily Star vill að „tannlæknirinn“ verði rekinn strax. Heimir hefur nú stýrt írska landsliðinu í rúmt ár og stóðu vonir til þess að hann gæti mögulega komið liðinu á heimsmeistaramótið sem fram fer í Bandaríkjum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Undankeppni HM er öll spiluð nú í haust og eftir tvo leiki af sex eru Írar aðeins með eitt stig. Þeir gerðu 2-2 jafntefli á heimavelli við Ungverja og töpuðu svo 2-1 á útivelli gegn Armeníu. Eftir þessi úrslit hefur, samkvæmt fótboltamiðlinum balls.ie, verið kallað eftir því á samfélagsmiðlum að Heimir verði rekinn. Pistlahöfundur Daily Star, Eamon Dunphy, sem reyndar virðist hafa verið á móti ráðningu Heimis frá upphafi, skrifaði sömuleiðis pistil og sagði að búið væri að klúðra undankeppninni og að það væri tilgangslaust að halda Heimi í starfi lengur. Dunphy hvatti írska knattspyrnusambandið til að ráða þjálfara til bráðabirgða fyrir leikina fjóra sem eftir eru í undankeppninni, í október og nóvember, en formaður sambandsins, David Courell, hefur nú tekið af allan vafa og sagt að Heimir njóti fulls stuðnings. 'We're fully supportive of Heimir seeing out the campaign and after that we'll take stock'FAI chief executive David Courell tells @corkTOD that no decision will be made on Heimir Hallgrimsson's future until Ireland's World Cup campaign is over pic.twitter.com/qHiqZ6itQ3— RTÉ Sport (@RTEsport) September 12, 2025 „Þetta gekk ekki upp hjá okkur þetta kvöld en svona er fótbolti. Raunveruleikinn er sá að við höfum bara spilað tvo leiki af sex. Ég er ekki barnalegur og geri mér grein fyrir að þetta er orðin mjög brött brekka fyrir okkur en alveg eins og maður getur tapað einn daginn þá getur maður unnið þann næsta. Við eigum fjóra leiki eftir og Heimir hefur fullan stuðning til að klára þessa keppni. Við munum svo skoða málin að henni lokinni,“ sagði Courell. Hann staðfesti einnig að Heimir hefði fullan hug á að halda áfram út undankeppninni. Þeir hefðu rætt saman og verið sammála um að taka stöðuna þegar henni lýkur í nóvember. Samningur Heimis gildir út undankeppnina en gæti framlengst sjálfkrafa fram yfir HM næsta sumar ef Írar komast þangað, sem nú virðist ólíklegt. Það verður svo að koma í ljós hvort að Heimi verði treyst fyrir því verkefni að koma Írum á EM 2028, þegar mótið fer meðal annars fram á Írlandi. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Sjá meira
Heimir hefur nú stýrt írska landsliðinu í rúmt ár og stóðu vonir til þess að hann gæti mögulega komið liðinu á heimsmeistaramótið sem fram fer í Bandaríkjum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Undankeppni HM er öll spiluð nú í haust og eftir tvo leiki af sex eru Írar aðeins með eitt stig. Þeir gerðu 2-2 jafntefli á heimavelli við Ungverja og töpuðu svo 2-1 á útivelli gegn Armeníu. Eftir þessi úrslit hefur, samkvæmt fótboltamiðlinum balls.ie, verið kallað eftir því á samfélagsmiðlum að Heimir verði rekinn. Pistlahöfundur Daily Star, Eamon Dunphy, sem reyndar virðist hafa verið á móti ráðningu Heimis frá upphafi, skrifaði sömuleiðis pistil og sagði að búið væri að klúðra undankeppninni og að það væri tilgangslaust að halda Heimi í starfi lengur. Dunphy hvatti írska knattspyrnusambandið til að ráða þjálfara til bráðabirgða fyrir leikina fjóra sem eftir eru í undankeppninni, í október og nóvember, en formaður sambandsins, David Courell, hefur nú tekið af allan vafa og sagt að Heimir njóti fulls stuðnings. 'We're fully supportive of Heimir seeing out the campaign and after that we'll take stock'FAI chief executive David Courell tells @corkTOD that no decision will be made on Heimir Hallgrimsson's future until Ireland's World Cup campaign is over pic.twitter.com/qHiqZ6itQ3— RTÉ Sport (@RTEsport) September 12, 2025 „Þetta gekk ekki upp hjá okkur þetta kvöld en svona er fótbolti. Raunveruleikinn er sá að við höfum bara spilað tvo leiki af sex. Ég er ekki barnalegur og geri mér grein fyrir að þetta er orðin mjög brött brekka fyrir okkur en alveg eins og maður getur tapað einn daginn þá getur maður unnið þann næsta. Við eigum fjóra leiki eftir og Heimir hefur fullan stuðning til að klára þessa keppni. Við munum svo skoða málin að henni lokinni,“ sagði Courell. Hann staðfesti einnig að Heimir hefði fullan hug á að halda áfram út undankeppninni. Þeir hefðu rætt saman og verið sammála um að taka stöðuna þegar henni lýkur í nóvember. Samningur Heimis gildir út undankeppnina en gæti framlengst sjálfkrafa fram yfir HM næsta sumar ef Írar komast þangað, sem nú virðist ólíklegt. Það verður svo að koma í ljós hvort að Heimi verði treyst fyrir því verkefni að koma Írum á EM 2028, þegar mótið fer meðal annars fram á Írlandi.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Sjá meira