Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2025 11:32 Tim Van De Velde studdi við Carlos San Martin á lokaspretti 3.000 metra hindrunarhlaupsins í dag. Getty/Hannah Peters Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum er hafið í Tókýó og eitt af því sem vakti mesta athygli á fyrsta keppnisdeginum var falleg stund í 3.000 metra hindrunarhlaupi. Belgískur keppandi sætti sig þar við að koma síðastur í mark, til að hjálpa meiddum keppinaut. Í þriðja og síðasta undanriðli 3.000 metra hindrunarhlaupsins gekk ýmislegt á. Snemma féllu Kólumbíumaðurinn Carlos San Martín og Lamecha Girma frá Eþíópíu eftir að sá fyrrnefndi lenti í vandræðum með að fara yfir hindrun, og Spánverjinn Daniel Arce datt svo einnig og meiddist, og varð að hætta keppni. Undir lok hlaupsins höfðu svo hinn belgíski Tim van de Velde og fyrrnefndur San Martín dregist aftur úr og var Kólumbíumaðurinn greinilega þjáður. Það leit jafnvel út fyrir að hann myndi ekki klára hlaupið en þá sneri Belginn við, í burtu frá endalínunni, og studdi hann síðasta spölinn. Þetta gladdi áhorfendur sem fögnuðu þeim vel, þó að þeir væru langt frá því að komast áfram í úrslitin. Touch of class from Belgium's Tim Van de Velde. 👏🇧🇪#WorldAthleticsChamps #EuropeanAthletics pic.twitter.com/FQM6HWHbOG— European Athletics (@EuroAthletics) September 13, 2025 Van de Velde endaði á að hlaupa á 9:02.21 mínútum, sekúndu á eftir San Martín, þrátt fyrir að hafa best hlaupið á 8:14.40 mínútum á sínum ferli. Fimm fremstu í hlaupinu komust áfram í úrslitin og var Þjóðverjinn Niklas Buchholz síðastur inn á 8:29.53 mínútum. Girma, sem jafnaði sig eftir fallið í upphafi hlaups, varð í 2. sæti á eftir Soufiane El Bakkali frá Marokkó. Daniel Michalski og Ruben Querinjean komust einnig áfram. Úrslitahlaupið verður á mánudaginn, klukkan 12:55 að íslenskum tíma. Þrír Íslendingar keppa á HM og ríður Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir á vaðið í nótt þegar hún keppir í undankeppni sleggjukasts. Frjálsar íþróttir Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Í þriðja og síðasta undanriðli 3.000 metra hindrunarhlaupsins gekk ýmislegt á. Snemma féllu Kólumbíumaðurinn Carlos San Martín og Lamecha Girma frá Eþíópíu eftir að sá fyrrnefndi lenti í vandræðum með að fara yfir hindrun, og Spánverjinn Daniel Arce datt svo einnig og meiddist, og varð að hætta keppni. Undir lok hlaupsins höfðu svo hinn belgíski Tim van de Velde og fyrrnefndur San Martín dregist aftur úr og var Kólumbíumaðurinn greinilega þjáður. Það leit jafnvel út fyrir að hann myndi ekki klára hlaupið en þá sneri Belginn við, í burtu frá endalínunni, og studdi hann síðasta spölinn. Þetta gladdi áhorfendur sem fögnuðu þeim vel, þó að þeir væru langt frá því að komast áfram í úrslitin. Touch of class from Belgium's Tim Van de Velde. 👏🇧🇪#WorldAthleticsChamps #EuropeanAthletics pic.twitter.com/FQM6HWHbOG— European Athletics (@EuroAthletics) September 13, 2025 Van de Velde endaði á að hlaupa á 9:02.21 mínútum, sekúndu á eftir San Martín, þrátt fyrir að hafa best hlaupið á 8:14.40 mínútum á sínum ferli. Fimm fremstu í hlaupinu komust áfram í úrslitin og var Þjóðverjinn Niklas Buchholz síðastur inn á 8:29.53 mínútum. Girma, sem jafnaði sig eftir fallið í upphafi hlaups, varð í 2. sæti á eftir Soufiane El Bakkali frá Marokkó. Daniel Michalski og Ruben Querinjean komust einnig áfram. Úrslitahlaupið verður á mánudaginn, klukkan 12:55 að íslenskum tíma. Þrír Íslendingar keppa á HM og ríður Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir á vaðið í nótt þegar hún keppir í undankeppni sleggjukasts.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn