„Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2025 12:01 Heiðar Smith formaður Fangavarðafélags Íslands segir áhyggjuefni að framlög til byggingar nýs fangelsis hafi verið lækkuð. Vísir/Lýður Valberg Fangelsismál á Íslandi eru í langvinnri kerfislægri krísu að mati forstöðumanna fangelsa sem sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna málsins í gær. Formaður Fangavarðafélags Íslands segir stöðuna fyrir löngu vera orðna óásættanlega, sérstakt áhyggjuefni sé að framlög til byggingar nýs fangelsis hafi verið lækkuð. Forstöðumenn tveggja fangelsa, öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar, Fangavarðafélag Íslands og Afstaða félags fanga sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem þau lýsa yfir miklum áhyggjum af stöðu fangelsismála hér á landi. Heiðar Smith formaður Fangavarðafélags Íslands segir að staðan hafi of lengi verið óbreytt. „Ástandið í fangelsunum er orðið mjög erfitt og það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli. Við erum búin að vera með yfirfull fangelsi svo mánuðum skiptir, við getum ekki tekið við fólki af boðunarlistum, dómar eru að fyrnast og þetta er bara eiginlega hætt að ganga svona.“ Málaflokkurinn hafi verið vanfjármagnaður of lengi sem skili sér í ófullnægjandi innviðum og aukinni áhættu gagnvart bæði föngum og starfsfólki. Vísar Heiðar til sérstaklega til þess að lækka eigi stofnfjárframlag til byggingar á nýju fangelsi, Stóra Hrauni á Eyrarbakka, tímabundið um 400 milljónir króna á þessu ári. Stjórnvöld setji aukið fjármagn í löggæslu en á sama tíma siti fangelsin eftir. „Með auknu fjármagni til lögreglunnar og auknu fjármagni til dómstóla og auknar rannsóknarheimildir og hvað þetta allt heitir, það verður til þess að það munu á endanum fleiri einstaklingar afplána fangelsisdóma en það hugsar enginn neitt þarna til enda og við fáum allt þetta fólk í fangið og það verður að vera til pláss fyrir þetta fólk.“ Ljóst sé að núverandi ástand sé óboðlegt. „Með þessum húsakosti sem við höfum þá er erfiðara að aðskilja einstaklinga með mismunandi vandamál og mismunandi þarfir. Þetta verður til þess að ástandið gæti orðið og er orðið krítískara. Þetta er ákveðið púsluspil sem við þurfum að púsla og það er ekki að ganga upp eins og staðan er í dag.“ Fangelsismál Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Sjá meira
Forstöðumenn tveggja fangelsa, öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar, Fangavarðafélag Íslands og Afstaða félags fanga sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem þau lýsa yfir miklum áhyggjum af stöðu fangelsismála hér á landi. Heiðar Smith formaður Fangavarðafélags Íslands segir að staðan hafi of lengi verið óbreytt. „Ástandið í fangelsunum er orðið mjög erfitt og það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli. Við erum búin að vera með yfirfull fangelsi svo mánuðum skiptir, við getum ekki tekið við fólki af boðunarlistum, dómar eru að fyrnast og þetta er bara eiginlega hætt að ganga svona.“ Málaflokkurinn hafi verið vanfjármagnaður of lengi sem skili sér í ófullnægjandi innviðum og aukinni áhættu gagnvart bæði föngum og starfsfólki. Vísar Heiðar til sérstaklega til þess að lækka eigi stofnfjárframlag til byggingar á nýju fangelsi, Stóra Hrauni á Eyrarbakka, tímabundið um 400 milljónir króna á þessu ári. Stjórnvöld setji aukið fjármagn í löggæslu en á sama tíma siti fangelsin eftir. „Með auknu fjármagni til lögreglunnar og auknu fjármagni til dómstóla og auknar rannsóknarheimildir og hvað þetta allt heitir, það verður til þess að það munu á endanum fleiri einstaklingar afplána fangelsisdóma en það hugsar enginn neitt þarna til enda og við fáum allt þetta fólk í fangið og það verður að vera til pláss fyrir þetta fólk.“ Ljóst sé að núverandi ástand sé óboðlegt. „Með þessum húsakosti sem við höfum þá er erfiðara að aðskilja einstaklinga með mismunandi vandamál og mismunandi þarfir. Þetta verður til þess að ástandið gæti orðið og er orðið krítískara. Þetta er ákveðið púsluspil sem við þurfum að púsla og það er ekki að ganga upp eins og staðan er í dag.“
Fangelsismál Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Sjá meira