Fótbolti

Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
544898027_18521637664037008_8775367526074636777_n

Grótta og Ægir tryggðu sér í dag sæti í Lengjudeild karla með sigrum í lokaumferð 2. deildarinnar.

Ægir heimsótti Víði Garði í lokaumferðinni í dag í leik sem skipti bæði lið gríðarlegu máli. Víðismenn þurftu sigur til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni, en Ægismenn þurftu í það minnsta stig til að koma sér upp í Lengjudeildina.

Ægismenn unnu að lokum dramatískan 2-3 sigur eftir að hafa lent tvívegis undir í leik dagsins. Sigurmarkið kom ekki fyrr en í uppbótartíma og með sigrinum tryggðu strákarnir frá Þorlákshöfn sér sæti í næstefstu deild, en Víðismenn eru fallnir.

Á sama tíma mættust Grótta og Þróttur Vogum í hreinum úrslitaleik um sæti í Lengjudeildinni. Heimamenn í Gróttu reyndust sterkari aðilinn og mörk frá Andra Frey Jónassyni og Kristófer Dan Þórðarsyni undir lok fyrri hálfleiks tryggðu liðinu 2-0 sigur og á sama tíma sæti í næstefstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×