Enski boltinn

Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum

Sindri Sverrisson skrifar
Andri Lucas Guðjohnsen skoraði gegn Frökkum á þriðjudag og spilaði svo sinn fyrsta leik fyrir Blackburn í dag.
Andri Lucas Guðjohnsen skoraði gegn Frökkum á þriðjudag og spilaði svo sinn fyrsta leik fyrir Blackburn í dag. Franco Arland/Getty Images

Eftir að hafa verið á markaskónum með íslenska landsliðinu lék Andri Lucas Guðjohnsen sinn fyrsta leik fyrir Blackburn í dag þegar liðið vann 1-0 útisigur gegn Watford í ensku B-deildinni í fótbolta.

Andri var keyptur til Blackburn frá Gent í Belgíu við lok félagaskiptagluggans og fór svo í landsleikina við Aserbaísjan og Frakkland, þar sem hann skoraði svo tvö mörk gegn Frökkum, þó að aðeins annað markið fengi að standa.

Hann kom svo inn á fyrir Blackburn í dag og lék í tuttugu mínútur gegn Watford. Þetta var annar sigur Blackburn sem er með sex stig eftir fimm umferðir, í 15. sæti.

Birmingham tapaði hins vegar 1-0 gegn Stoke en liðið var án Willums Willumssonar vegna meiðsla og Alfons Sampsted var sömuleiðis áfram utan hóps.

Fyrr í dag gerðu Preston og Middlesbrough 2-2 jafntefli en Stefán Teitur Þórðarson var á bekknum hjá Preston allan leikinn.

Benoný Breki Andrésson var í byrjunarliði Stockport County sem gerði 1-1 jafntefli við Cardiff í ensku C-deildinni, en var skipt af velli á 73. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×