„Draumur síðan ég var krakki“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. september 2025 08:01 Sigfús fagnar með stuðningsfólki Þórs í leikslok. Vísir/Ernir Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði fyrra mark Þórs frá Akureyri er liðið tryggði sér sæti í efstu deild karla í knattspyrnu með 1-2 sigri gegn Þrótti í gær. Hann segir langþráðan draum vera að rætast. Lokaumferð Lengjudeildarinnar fór fram í gær þegar heil umferð hófst klukkan 14:00. Önnur eins umferð hefur líklega aldrei sést áður, því hver einn og einasti leikur skipti gríðarlegu máli, hvort sem það var í toppbaráttunni, baráttunni um sæti í umspili eða fallbaráttunni. Af tólf liðum höfðu aðeins tvö lið að engu að keppa. Völsungur gat hvorki endað ofar né neðar en sjöunda sæti og Fjölnismenn voru nú þegar fallnir. Það var þó líklega leikur Þróttar og Þórs sem skipti mestu máli, að öðrum leikjum ólöstuðum. Fyrir leik var ljóst að sigurliðið myndi tryggja sér beint sæti í Bestu-deild karla, en tapliðið þyrfti að sætta sig við sæti í umspili. Þá var einnig möguleiki á því að Þróttur og Þór myndu bæði missa af efsta sæti deildarinnar, en til þess að það myndi gerast þyrfti leikur þeirra að enda með jafntefli og þá hefðu Njarðvíkingar getað stolið efsta sætinu. Sigfús Fannar er einn af þeim sem hafa leikið með Þór alla sína ævi, ef frá er talið stutt stopp hjá Dalvík/Reyni árið 2023. Hann segist hafa dreymt um þessa stund frá því hann var krakki. „Þetta er búið að vera draumur síðan ég var krakki,“ sagði Sigfús í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. „Við erum svo góðir vinir í þessu liði. Ég hef aldrei verið í svona liði áður. Ég er eiginlega orðlaus. Þú sérð þetta bara hérna. Þetta er svo geggjað og bara draumur að rætast,“ bætti Sigfús við og var í leiðinni augljóslega að þakka stuðningsfólki liðsins fyrir sitt framlag. Eins og áður segir skoraði Sigfús fyrra mark Þórs í leik gærdagsins, en í leikslok átti hann erfitt með að rifja það upp. Svo mikil var geðshræringin. „Ég bara keyri á. Ég er nánast búinn að gleyma þessu. Ég sendi á Ými og hann sendir hann aftur, þríhyrningur. Svo næ ég að lauma honum með vinstri í hornið.“ Þetta var hans fimmtánda og síðasta mark á tímabilinu og líklega er auðvelt að færa rök fyrir því að þetta hafi einnig verið hans mikilvægasta mark á tímabilinu. „Ég er bara búinn að vera óhræddur og keyri á allt. Þetta snýst um hugarfar. Ég er eiginlega orðlaus. Sjálfstraust númer eitt, tvö og þrjú.“ Þá forðaði Sigfús sér að lokum frá því að segja frá því hvernig sigrinum, og sætinu í Bestu-deildinni, yrði fagnað. Líklega hefur hann vitað að það væri ekki eitthvað sem íþróttamaður ætti að segja frá í sjónvarpi. „Ég ætla ekki að segja þér það kallinn minn,“ sagði Sigfús léttur að lokum. Klippa: Sigfús eftir sigur Þórs Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Lokaumferð Lengjudeildarinnar fór fram í gær þegar heil umferð hófst klukkan 14:00. Önnur eins umferð hefur líklega aldrei sést áður, því hver einn og einasti leikur skipti gríðarlegu máli, hvort sem það var í toppbaráttunni, baráttunni um sæti í umspili eða fallbaráttunni. Af tólf liðum höfðu aðeins tvö lið að engu að keppa. Völsungur gat hvorki endað ofar né neðar en sjöunda sæti og Fjölnismenn voru nú þegar fallnir. Það var þó líklega leikur Þróttar og Þórs sem skipti mestu máli, að öðrum leikjum ólöstuðum. Fyrir leik var ljóst að sigurliðið myndi tryggja sér beint sæti í Bestu-deild karla, en tapliðið þyrfti að sætta sig við sæti í umspili. Þá var einnig möguleiki á því að Þróttur og Þór myndu bæði missa af efsta sæti deildarinnar, en til þess að það myndi gerast þyrfti leikur þeirra að enda með jafntefli og þá hefðu Njarðvíkingar getað stolið efsta sætinu. Sigfús Fannar er einn af þeim sem hafa leikið með Þór alla sína ævi, ef frá er talið stutt stopp hjá Dalvík/Reyni árið 2023. Hann segist hafa dreymt um þessa stund frá því hann var krakki. „Þetta er búið að vera draumur síðan ég var krakki,“ sagði Sigfús í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. „Við erum svo góðir vinir í þessu liði. Ég hef aldrei verið í svona liði áður. Ég er eiginlega orðlaus. Þú sérð þetta bara hérna. Þetta er svo geggjað og bara draumur að rætast,“ bætti Sigfús við og var í leiðinni augljóslega að þakka stuðningsfólki liðsins fyrir sitt framlag. Eins og áður segir skoraði Sigfús fyrra mark Þórs í leik gærdagsins, en í leikslok átti hann erfitt með að rifja það upp. Svo mikil var geðshræringin. „Ég bara keyri á. Ég er nánast búinn að gleyma þessu. Ég sendi á Ými og hann sendir hann aftur, þríhyrningur. Svo næ ég að lauma honum með vinstri í hornið.“ Þetta var hans fimmtánda og síðasta mark á tímabilinu og líklega er auðvelt að færa rök fyrir því að þetta hafi einnig verið hans mikilvægasta mark á tímabilinu. „Ég er bara búinn að vera óhræddur og keyri á allt. Þetta snýst um hugarfar. Ég er eiginlega orðlaus. Sjálfstraust númer eitt, tvö og þrjú.“ Þá forðaði Sigfús sér að lokum frá því að segja frá því hvernig sigrinum, og sætinu í Bestu-deildinni, yrði fagnað. Líklega hefur hann vitað að það væri ekki eitthvað sem íþróttamaður ætti að segja frá í sjónvarpi. „Ég ætla ekki að segja þér það kallinn minn,“ sagði Sigfús léttur að lokum. Klippa: Sigfús eftir sigur Þórs
Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira