Halla mun funda með Xi Jinping Agnar Már Másson skrifar 14. september 2025 13:04 Rúmt ár er síðan Halla var kjörin í embættið. Vísir/Vilhelm Forseti Íslands mun í október heimsækja Kína þar sem hún hyggst funda með Xi Jinping forseta. Hún þorir ekki að segja til um hvort Úkraínustríðið komi til tals en bendir á að Kínverjar telji sig hlutlausa í stríðinu. Hún segir enn fremur að Bandaríkin hafi gefið upp forystustöðu sína í alþjóðasamfélaginu. Hún kveðst ætla að vanda orð sín en einnig tala með hjartanu þegar hún hittir Xi. Halla Tómasdóttir forseti sagðist í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í dag vera á leið til Kína í október til að taka þátt í jafnréttisráðstefnu, 30 árum eftir að Vigdís Finnbogadóttir gerði slíkt hið sama. Auk þess kveðst Halla vilja efla samstarf við Kína um nýtingu jarðvarma til að draga úr notkun kola og olíu. „Og vonandi næ ég að tala um frið,“ bætir Halla við, „sem er auðvitað mál sem ég brenn fyrir. Það gleymist svolítið á þessum tímum, þar sem óttinn hefur náð miklum tökum, að friður hlýtur alltaf að vera markmiðið og áhersla á að það sé eitthvað sem skiptir mig máli.“ Kínverjar héldu í síðustu viku stærðarinnar hersýningu í Peking þar sem nýjustu hergögn ríkisins voru opinberuð og mörg þeirra í fyrsta sinn. Þar sýndu ráðamenn í Kína aukinn hernaðarmátt ríkisins. Meðal áhorfenda voru þjóðarleiðtogar, meðal annarra Vladímír Pútín Rússlandsforseti og Kim Jong Un einræðisherra Norður-Kóreu. Flekaskiptingar í alþjóðasamfélaginu Hún segir mannkynið nú lifa sögulega tíma. „Myndmálið af fundum upp á síðkastið er mjög merkilegt,“ segir hún og vísar þar til funda sem Donald Trump Bandaríkjaforseti átti með Evrópuleiðtogum, funda Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og leiðtogafundar sem Kínaforseti átti með Pútín. „Það eru flekaskiptingar að eiga sér stað. Og þær byrja í rauninni með því að nýr forseti Bandaríkjanna segir félögum til langs tíma alla vega viðskiptastríð á hendur en jafnvel víðar og etur fólki dálítið saman og býr að mínu mati dálítið til rými fyrir forseta Kína og aðra til þess að reyna að fylla inn í það rými,“ segir hún. Hún segir að Íslendingar þurfi að rækta vinasambönd víða, smáþjóð geti ekki sett öll eggin í eina körfu. Segir hún þrjá póla að myndast í heiminum, sem hafi áður verið einpóla. Full tilhlökkunar að funda með Xi „Ég held að það sé velvilji víða til að eiga við okkur gott samstarf en við eigum alltaf að eiga slíkt samstarf á grunni okkar gilda,“ segir hún. „Ég er bara full tilhlökkunar að ávarpa þetta þing, að hitta þarna fólk sem er að vinna jarðvarma og eiga fund með Xi Jinping, sem hefur reyndar gefið út, að hann vilji standa vörð um að heimurinn verði ekki villta vestrið, sem manni finnst stundum vera, og að við eigum að virða alþjóðareglur,“ bætir hún við. Þá segir hún að Bandaríkin séu hreinlega búin að gefa upp forystustöðu sína sem þau höfðu í hinum einpóla heimi, þó að þau séu enn þá hernaðarlega og efnahagslega sterkari en Kína. „Og Kína er með mörg vandamál og ég sé ekki fyrir mér í náinni framtíð að Kína sé að fara að leiða það heldur. Ég held bara að það verði fleiri pólar.“ Hún kveðst munu vanda orð sín en vera einlæg. „Ég geri ráð fyrir því að ég muni eiga með Xi Jinping, eins og ég hef átt með þjóðhöfðingjum annarra þjóða, frjálst samtal okkar á milli að einhverju leyti.“ Hún segir að jafnvel þó að Kína sé stórt land og Ísland agnarsmátt í samanburði þá hafi Kína ekki þá sýn að stærð þjóða skipti máli. „Þori ekki að segja til um það núna“ „[Kínverjar] líta til okkar með mikilli virðingu,“ segir Halla og nefnir fríverslunarsamning og áhuga Kínverja á Norðurpólnum. Þá hafi Kínverjar mögulega áhuga á samstarfi við Íslendinga á sviði jarðvarma. „Það gleymist stundum, Kristján, að hrein orka eða græn orka, eða þau orkuskipti sem að heimurinn þarf að fara í gegnum og gott væri að setja eitthvað af öryggisfjármagninu okkar í, eru friðarlausn. Því að Pútín hefur eingöngu völd í krafti óhreinnar olíu.“ Já, en þú veist náttúrulega líka að Kínverjar styðja Pútín í þessu stríði og hafa gert það hérna, eða hafa að minnsta kosti ekki beitt sér gegn honum með neinum hætti. „Ég held þeir reyni að halda því fram að þeir séu hlutlausir en vissulega er það ákveðin tegund af stuðningi líka.“ segir Halla um Kínverja, en þeir eru stærsti kaupandi rússneskrar olíu í heiminum. „En það er náttúrulega alveg ljóst að við styðjum við Úkraínu,“ bætir forsetinn við, sem lýsti í kosningabaráttunni í fyrra einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínu hernaðarlega. Mun þetta koma til tals? „Ég þori ekki að segja til um það núna. Ég er ekki komin með neina dagskrá. En það er alveg ljóst í mínum huga að við ætlum að standa vörð um þessi sjálfsögðu gildi, að standa vörð um að reglur, alþjóðareglur og viðmið. Það hlýtur að þýða að ein þjóð fer ekki yfir landamæri annarrar í árásarstríði.“ Kína Halla Tómasdóttir Úkraína Bandaríkin Rússland Forseti Íslands Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Halla Tómasdóttir forseti sagðist í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í dag vera á leið til Kína í október til að taka þátt í jafnréttisráðstefnu, 30 árum eftir að Vigdís Finnbogadóttir gerði slíkt hið sama. Auk þess kveðst Halla vilja efla samstarf við Kína um nýtingu jarðvarma til að draga úr notkun kola og olíu. „Og vonandi næ ég að tala um frið,“ bætir Halla við, „sem er auðvitað mál sem ég brenn fyrir. Það gleymist svolítið á þessum tímum, þar sem óttinn hefur náð miklum tökum, að friður hlýtur alltaf að vera markmiðið og áhersla á að það sé eitthvað sem skiptir mig máli.“ Kínverjar héldu í síðustu viku stærðarinnar hersýningu í Peking þar sem nýjustu hergögn ríkisins voru opinberuð og mörg þeirra í fyrsta sinn. Þar sýndu ráðamenn í Kína aukinn hernaðarmátt ríkisins. Meðal áhorfenda voru þjóðarleiðtogar, meðal annarra Vladímír Pútín Rússlandsforseti og Kim Jong Un einræðisherra Norður-Kóreu. Flekaskiptingar í alþjóðasamfélaginu Hún segir mannkynið nú lifa sögulega tíma. „Myndmálið af fundum upp á síðkastið er mjög merkilegt,“ segir hún og vísar þar til funda sem Donald Trump Bandaríkjaforseti átti með Evrópuleiðtogum, funda Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og leiðtogafundar sem Kínaforseti átti með Pútín. „Það eru flekaskiptingar að eiga sér stað. Og þær byrja í rauninni með því að nýr forseti Bandaríkjanna segir félögum til langs tíma alla vega viðskiptastríð á hendur en jafnvel víðar og etur fólki dálítið saman og býr að mínu mati dálítið til rými fyrir forseta Kína og aðra til þess að reyna að fylla inn í það rými,“ segir hún. Hún segir að Íslendingar þurfi að rækta vinasambönd víða, smáþjóð geti ekki sett öll eggin í eina körfu. Segir hún þrjá póla að myndast í heiminum, sem hafi áður verið einpóla. Full tilhlökkunar að funda með Xi „Ég held að það sé velvilji víða til að eiga við okkur gott samstarf en við eigum alltaf að eiga slíkt samstarf á grunni okkar gilda,“ segir hún. „Ég er bara full tilhlökkunar að ávarpa þetta þing, að hitta þarna fólk sem er að vinna jarðvarma og eiga fund með Xi Jinping, sem hefur reyndar gefið út, að hann vilji standa vörð um að heimurinn verði ekki villta vestrið, sem manni finnst stundum vera, og að við eigum að virða alþjóðareglur,“ bætir hún við. Þá segir hún að Bandaríkin séu hreinlega búin að gefa upp forystustöðu sína sem þau höfðu í hinum einpóla heimi, þó að þau séu enn þá hernaðarlega og efnahagslega sterkari en Kína. „Og Kína er með mörg vandamál og ég sé ekki fyrir mér í náinni framtíð að Kína sé að fara að leiða það heldur. Ég held bara að það verði fleiri pólar.“ Hún kveðst munu vanda orð sín en vera einlæg. „Ég geri ráð fyrir því að ég muni eiga með Xi Jinping, eins og ég hef átt með þjóðhöfðingjum annarra þjóða, frjálst samtal okkar á milli að einhverju leyti.“ Hún segir að jafnvel þó að Kína sé stórt land og Ísland agnarsmátt í samanburði þá hafi Kína ekki þá sýn að stærð þjóða skipti máli. „Þori ekki að segja til um það núna“ „[Kínverjar] líta til okkar með mikilli virðingu,“ segir Halla og nefnir fríverslunarsamning og áhuga Kínverja á Norðurpólnum. Þá hafi Kínverjar mögulega áhuga á samstarfi við Íslendinga á sviði jarðvarma. „Það gleymist stundum, Kristján, að hrein orka eða græn orka, eða þau orkuskipti sem að heimurinn þarf að fara í gegnum og gott væri að setja eitthvað af öryggisfjármagninu okkar í, eru friðarlausn. Því að Pútín hefur eingöngu völd í krafti óhreinnar olíu.“ Já, en þú veist náttúrulega líka að Kínverjar styðja Pútín í þessu stríði og hafa gert það hérna, eða hafa að minnsta kosti ekki beitt sér gegn honum með neinum hætti. „Ég held þeir reyni að halda því fram að þeir séu hlutlausir en vissulega er það ákveðin tegund af stuðningi líka.“ segir Halla um Kínverja, en þeir eru stærsti kaupandi rússneskrar olíu í heiminum. „En það er náttúrulega alveg ljóst að við styðjum við Úkraínu,“ bætir forsetinn við, sem lýsti í kosningabaráttunni í fyrra einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínu hernaðarlega. Mun þetta koma til tals? „Ég þori ekki að segja til um það núna. Ég er ekki komin með neina dagskrá. En það er alveg ljóst í mínum huga að við ætlum að standa vörð um þessi sjálfsögðu gildi, að standa vörð um að reglur, alþjóðareglur og viðmið. Það hlýtur að þýða að ein þjóð fer ekki yfir landamæri annarrar í árásarstríði.“
Kína Halla Tómasdóttir Úkraína Bandaríkin Rússland Forseti Íslands Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira