Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar 14. september 2025 16:02 Ný rannsókn á samspili erfða og félagslegs hreyfanleika leiðir í ljós að áhrif erfða á menntun, tekjur og eignastöðu eru bæði sterk og viðvarandi yfir kynslóðir. Rannsóknin byggir á gögnum úr hollenska Lifelines Biobank og skattframtölum frá árunum 2006–2022, þar sem notast er við fjölgenavísitölu (e. polygenic index, PGI) fyrir menntun sem mælikvarða á erfðafræðilega tilhneigingu til námsárangurs. Niðurstöðurnar sýna að börn hagnast bæði á beinum erfðum og á félagslegu umhverfi sem mótast af erfðum foreldra. Um helmingur áhrifa stafar af erfðaefni sem flyst beint til barnsins, en hinn helmingurinn felst í svokallaðri erfðaumönnun (genetic nurture), þ.e. að erfðir foreldra hafi áhrif á hegðun, menntun og tekjur þeirra sjálfra, sem aftur mótar félagslegt og efnahagslegt umhverfi barnsins Þessi óbeinu áhrif eru sérstaklega sýnileg þegar litið er til húsnæðismála, þar sem velstæðir foreldrar geta veitt börnum sínum fjárhagslega aðstoð og stuðlað þannig að efnahagslegum framgangi þeirra. Áhrifin eru umtalsverð í tölfræðilegu samhengi, því að 10 prósentustiga hækkun í PGI foreldris, hækkar menntun barnsins að jafnaði um 0,11 ár og færir það um 0,7 sæti upp tekjudreifinguna. Þessar niðurstöður staðfesta að erfðir eru eitt af þeim öflum sem festa félags- og efnahagslega stöðu milli kynslóða –ekki einungis í gegnum líffræðilegan arf– heldur einnig með mótun félagslegs umhverfis sem sjálft byggist að hluta á erfðafræðilegum þáttum foreldra. Rannsóknin dregur þannig fram mikilvæga ályktun fyrir stefnumótun: Erfðir eru ekki óumbreytanleg örlög. Í ljósi þess að stór hluti áhrifanna birtist í gegnum mótanlegt félagslegt umhverfi — svo sem menntakerfi, húsnæðisstefnu og aðgang að vinnumarkaði – geta stjórnvöld með markvissum aðgerðum dregið úr þeim hluta sem ella myndi erfast milli kynslóða. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ný rannsókn á samspili erfða og félagslegs hreyfanleika leiðir í ljós að áhrif erfða á menntun, tekjur og eignastöðu eru bæði sterk og viðvarandi yfir kynslóðir. Rannsóknin byggir á gögnum úr hollenska Lifelines Biobank og skattframtölum frá árunum 2006–2022, þar sem notast er við fjölgenavísitölu (e. polygenic index, PGI) fyrir menntun sem mælikvarða á erfðafræðilega tilhneigingu til námsárangurs. Niðurstöðurnar sýna að börn hagnast bæði á beinum erfðum og á félagslegu umhverfi sem mótast af erfðum foreldra. Um helmingur áhrifa stafar af erfðaefni sem flyst beint til barnsins, en hinn helmingurinn felst í svokallaðri erfðaumönnun (genetic nurture), þ.e. að erfðir foreldra hafi áhrif á hegðun, menntun og tekjur þeirra sjálfra, sem aftur mótar félagslegt og efnahagslegt umhverfi barnsins Þessi óbeinu áhrif eru sérstaklega sýnileg þegar litið er til húsnæðismála, þar sem velstæðir foreldrar geta veitt börnum sínum fjárhagslega aðstoð og stuðlað þannig að efnahagslegum framgangi þeirra. Áhrifin eru umtalsverð í tölfræðilegu samhengi, því að 10 prósentustiga hækkun í PGI foreldris, hækkar menntun barnsins að jafnaði um 0,11 ár og færir það um 0,7 sæti upp tekjudreifinguna. Þessar niðurstöður staðfesta að erfðir eru eitt af þeim öflum sem festa félags- og efnahagslega stöðu milli kynslóða –ekki einungis í gegnum líffræðilegan arf– heldur einnig með mótun félagslegs umhverfis sem sjálft byggist að hluta á erfðafræðilegum þáttum foreldra. Rannsóknin dregur þannig fram mikilvæga ályktun fyrir stefnumótun: Erfðir eru ekki óumbreytanleg örlög. Í ljósi þess að stór hluti áhrifanna birtist í gegnum mótanlegt félagslegt umhverfi — svo sem menntakerfi, húsnæðisstefnu og aðgang að vinnumarkaði – geta stjórnvöld með markvissum aðgerðum dregið úr þeim hluta sem ella myndi erfast milli kynslóða. Höfundur er lögfræðingur.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun