Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar 15. september 2025 09:02 Konan K stýrir fjárfestingasjóði. Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi slíkra sjóða, meðal annars til að minnka líkur á markaðsmisnotkun, svo sem misnotkun innherjaupplýsinga. Fjármálaeftirlitið heyrir undir Seðlabankann. Æðsti yfirmaður bankans er bankastjórinn. Bankastjórinn er unnusti konunnar K. Innan seðlabankans var talin ástæða til að taka til "umfjöllunar og skoðunar" hvort yfirmenn og aðrir starfsmenn bankans væru hæfir til að sinna þessu eftirliti, og alveg sérstaklega hvort um hugsanlegan hagsmunaárekstur gæti verið að ræða í tilfelli bankastjórans og unnustu hans, enda bankastjórinn með ýmsar trúnaðarupplýsingar sem gætu gagnast unnustunni. Niðurstaðan var að ekki væri ástæða til að hafa neinar áhyggjur, því "Engar vísbendingar eru um að sá trúnaður hafi verið rofinn ..." Það er svo sem ekkert nýtt að jafnvel æðsta valdafólk á Íslandi skilji ekki hvað hagsmunaárekstur er, en slíkur árekstur er sjálfkrafa til staðar í þessu tilfell. Enda merkir hagsmunaárekstur ekki að brot hafi verið framið, heldur að hætta sé á að ákvarðanir séu teknar á hlutdrægan hátt, til dæmis vegna náinna tengsla þess sem ákvörðun tekur og þess sem ákvörðunin hefur áhrif á. En hér er á ferðinni ennþá alvarlegra mál en bara hagsmunaárekstur sem fólk í stjórnvaldsstöðum þarf alltaf að forðast. Það er beinlínis skýrt í 3. grein stjórnsýslulaga, sem fjallar um vanhæfisástæður, að starfsmenn Seðlabankans eru formlega vanhæfir til að rannsaka mál sem tengjast bankastjóranum. Enda eiga þeir starf sitt undir honum. Það er forsætisráðherra sem skipar seðlabankastjóra, og ber að víkja honum verði hann uppvís að brotum í starfi. Það er því líka forsætisráðherra sem þarf að taka á þessu máli, sem augljóslega er ástæða til að rannsaka, eins og eftirlitsaðilar Seðlabankans töldu greinilega sjálfir, þótt þeim hafi yfirsést vanhæfi sitt í þeim efnum. Það er auðvitað spurning hvort bankastjórinn ætti ekki að segja af sér einfaldlega vegna þess að staðan sem hann er í gerir það ómögulegt fyrir almenning að treysta því að ekki leki upplýsingar sem leynt eigi að fara frá honum til unnustu hans. Hitt er alveg augljóst, að forsætisráðherra hlýtur að minnsta kosti að þurfa að víkja bankastjóranum tímabundið meðan málið er rannsakað af til þess bærum aðilum, en þá er ekki að finna innan bankans. Höfundur er ekkert sérstakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Konan K stýrir fjárfestingasjóði. Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi slíkra sjóða, meðal annars til að minnka líkur á markaðsmisnotkun, svo sem misnotkun innherjaupplýsinga. Fjármálaeftirlitið heyrir undir Seðlabankann. Æðsti yfirmaður bankans er bankastjórinn. Bankastjórinn er unnusti konunnar K. Innan seðlabankans var talin ástæða til að taka til "umfjöllunar og skoðunar" hvort yfirmenn og aðrir starfsmenn bankans væru hæfir til að sinna þessu eftirliti, og alveg sérstaklega hvort um hugsanlegan hagsmunaárekstur gæti verið að ræða í tilfelli bankastjórans og unnustu hans, enda bankastjórinn með ýmsar trúnaðarupplýsingar sem gætu gagnast unnustunni. Niðurstaðan var að ekki væri ástæða til að hafa neinar áhyggjur, því "Engar vísbendingar eru um að sá trúnaður hafi verið rofinn ..." Það er svo sem ekkert nýtt að jafnvel æðsta valdafólk á Íslandi skilji ekki hvað hagsmunaárekstur er, en slíkur árekstur er sjálfkrafa til staðar í þessu tilfell. Enda merkir hagsmunaárekstur ekki að brot hafi verið framið, heldur að hætta sé á að ákvarðanir séu teknar á hlutdrægan hátt, til dæmis vegna náinna tengsla þess sem ákvörðun tekur og þess sem ákvörðunin hefur áhrif á. En hér er á ferðinni ennþá alvarlegra mál en bara hagsmunaárekstur sem fólk í stjórnvaldsstöðum þarf alltaf að forðast. Það er beinlínis skýrt í 3. grein stjórnsýslulaga, sem fjallar um vanhæfisástæður, að starfsmenn Seðlabankans eru formlega vanhæfir til að rannsaka mál sem tengjast bankastjóranum. Enda eiga þeir starf sitt undir honum. Það er forsætisráðherra sem skipar seðlabankastjóra, og ber að víkja honum verði hann uppvís að brotum í starfi. Það er því líka forsætisráðherra sem þarf að taka á þessu máli, sem augljóslega er ástæða til að rannsaka, eins og eftirlitsaðilar Seðlabankans töldu greinilega sjálfir, þótt þeim hafi yfirsést vanhæfi sitt í þeim efnum. Það er auðvitað spurning hvort bankastjórinn ætti ekki að segja af sér einfaldlega vegna þess að staðan sem hann er í gerir það ómögulegt fyrir almenning að treysta því að ekki leki upplýsingar sem leynt eigi að fara frá honum til unnustu hans. Hitt er alveg augljóst, að forsætisráðherra hlýtur að minnsta kosti að þurfa að víkja bankastjóranum tímabundið meðan málið er rannsakað af til þess bærum aðilum, en þá er ekki að finna innan bankans. Höfundur er ekkert sérstakt.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun