Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Lovísa Arnardóttir skrifar 15. september 2025 13:04 Tinder-svindlarinn Simon Leviev. Netflix Tinder-svindlarinn Simon Leviev eða Shimon Yehuda Hayut var handtekinn í Batumi í Georgíu í gær við komu til landsins. Leviev er þekktur sem Tinder-svindlarinn en fjallað var um hann í heimildarmynd frá Netflix sem vakti mikla athygli fyrir rúmum þremur árum. Fjallað er um handtöku Leviev á erlendum miðlum. Leviev er 34 ára gamall og er upprunalega frá Bnei Brak í Ísrael. Í frétt NRK segir að Leviev hafi verið handtekinn að beiðni Interpol og er það haft eftir talmanni innanríkisráðuneytis Georgíu, Tato Kuchava. Í frétt Jerusalem Post um handtökuna segir að ekki liggi fyrir hvers vegna hann var handtekinn og er haft eftir lögmanni hans að hvorki Leviev eða lögmanninum hafi verið tjáð hvers vegna hann er í haldi. „Hann hefur verið að ferðast frjáls um heiminn,“ er haft eftir lögmanni hans. Þóttist vera sonur milljarðamærings Heimildarmyndinn The Tinder Swindler segir sögu Cecilie Fjellhøy, Pernilla Sjoholm and Ayleen Charlotte sem allar lentu í klóm Shimon. Hann komst í kynni við þær í gegnum stefnumótaforrotið Tinder og þóttist þar vera sonur demantasalans og milljarðamæringsins Lev Leviev. Simon þóttist þannig vera ríkur og heillaði þær upp úr skónum með ríkulegum lífsstíl sínum, einkaflugvélum, lúxushótelum og dýrum bílum. Þegar leið á sambandið sannfærði hann þær svo um að millifæra á sig háar upphæðir penings. Alls náði hann að svíkja tíu milljónir Bandaríkjadala af konunum. Það samsvarar rúmum 1,2 milljarði íslenskra króna. Fjallað var ítarlega um Leviev í umfjöllun á vef norska miðilsins VG áður en Netflix gerði heimildarmyndina. Fleiri kærur Í frétt Jerusalem Post segir að Leviev hafi einnig verið kærður af fyrrverandi viðskiptafélaga sínum, Iren Tranov, vegna peninga sem hún lánaði honum en hann greiddi ekki til baka. Samkvæmt Tranov lánaði hún honum peninginn í október árið 2022. Þá var einnig lögð fram kæra á hendur honum í mars 2024 af Ephraim og Ruthy Leviev Yelizarov, börnum Lev Leviev, sem segja hann hafa skaðað orðspor þeirra með því að hafa þóst vera bróðir þeirra. Georgía Ísrael Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 160 milljónir í verðlaunafé Tryggingafélagið Lloyd´s of London hefur heitið allt að 160 milljónum íslenskra króna í verðlaun þeim sem gefur upplýsingar sem leiða til þess að skartgripum sem var rænt í Cannes fyrr í sumar finnist. 6. ágúst 2013 10:45 Ríkasti Ísraelinn kaupir dýrustu íbúðina í London Ríkasti auðjöfur Ísraels, demantasalinn Lev Leviev, hefur fest kaup á dýrasta íbúðarhúsinu í London. 9. janúar 2008 09:10 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Fjallað er um handtöku Leviev á erlendum miðlum. Leviev er 34 ára gamall og er upprunalega frá Bnei Brak í Ísrael. Í frétt NRK segir að Leviev hafi verið handtekinn að beiðni Interpol og er það haft eftir talmanni innanríkisráðuneytis Georgíu, Tato Kuchava. Í frétt Jerusalem Post um handtökuna segir að ekki liggi fyrir hvers vegna hann var handtekinn og er haft eftir lögmanni hans að hvorki Leviev eða lögmanninum hafi verið tjáð hvers vegna hann er í haldi. „Hann hefur verið að ferðast frjáls um heiminn,“ er haft eftir lögmanni hans. Þóttist vera sonur milljarðamærings Heimildarmyndinn The Tinder Swindler segir sögu Cecilie Fjellhøy, Pernilla Sjoholm and Ayleen Charlotte sem allar lentu í klóm Shimon. Hann komst í kynni við þær í gegnum stefnumótaforrotið Tinder og þóttist þar vera sonur demantasalans og milljarðamæringsins Lev Leviev. Simon þóttist þannig vera ríkur og heillaði þær upp úr skónum með ríkulegum lífsstíl sínum, einkaflugvélum, lúxushótelum og dýrum bílum. Þegar leið á sambandið sannfærði hann þær svo um að millifæra á sig háar upphæðir penings. Alls náði hann að svíkja tíu milljónir Bandaríkjadala af konunum. Það samsvarar rúmum 1,2 milljarði íslenskra króna. Fjallað var ítarlega um Leviev í umfjöllun á vef norska miðilsins VG áður en Netflix gerði heimildarmyndina. Fleiri kærur Í frétt Jerusalem Post segir að Leviev hafi einnig verið kærður af fyrrverandi viðskiptafélaga sínum, Iren Tranov, vegna peninga sem hún lánaði honum en hann greiddi ekki til baka. Samkvæmt Tranov lánaði hún honum peninginn í október árið 2022. Þá var einnig lögð fram kæra á hendur honum í mars 2024 af Ephraim og Ruthy Leviev Yelizarov, börnum Lev Leviev, sem segja hann hafa skaðað orðspor þeirra með því að hafa þóst vera bróðir þeirra.
Georgía Ísrael Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 160 milljónir í verðlaunafé Tryggingafélagið Lloyd´s of London hefur heitið allt að 160 milljónum íslenskra króna í verðlaun þeim sem gefur upplýsingar sem leiða til þess að skartgripum sem var rænt í Cannes fyrr í sumar finnist. 6. ágúst 2013 10:45 Ríkasti Ísraelinn kaupir dýrustu íbúðina í London Ríkasti auðjöfur Ísraels, demantasalinn Lev Leviev, hefur fest kaup á dýrasta íbúðarhúsinu í London. 9. janúar 2008 09:10 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
160 milljónir í verðlaunafé Tryggingafélagið Lloyd´s of London hefur heitið allt að 160 milljónum íslenskra króna í verðlaun þeim sem gefur upplýsingar sem leiða til þess að skartgripum sem var rænt í Cannes fyrr í sumar finnist. 6. ágúst 2013 10:45
Ríkasti Ísraelinn kaupir dýrustu íbúðina í London Ríkasti auðjöfur Ísraels, demantasalinn Lev Leviev, hefur fest kaup á dýrasta íbúðarhúsinu í London. 9. janúar 2008 09:10