Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar 16. september 2025 14:01 Halla Tómasdóttir, forseti Íslands sem í ágætis ræðu við setningu Alþingis nýverið lýsti áhyggjum af „dvínandi trausti á stofnunum og lýðræðishefðum innan annarra samfélaga“. Hún hefur greinilega ekki of miklar áhyggjur af þessu því í vikunni á eftir var tilkynnt að hún ætlaði að fara og hitta Xi Jinping. Einstaklega grimmur einræðisherra lands þar sem frelsi og lýðræði er nánast ekkert. Dauði handhafa friðarverðlauna Nóbels í fangelsi Eitt dæmi um það er Liu Xiaobo, maður sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2010 fyrir „langa og friðsama baráttu fyrir grundvallarmannréttindindum í Kína“. En hann tók til dæmis þátt í mótmælunum á torgi hins himneska friðar árið 1989 sem enduðu með því að skriðdrekar voru sendir inn til að rústa þessum friðsömu mótmælum sem leiddi til dauða yfir 2000 mótmælenda. Fékk Liu verðlaun þessi á meðan hann var í fangelsi, þar sem hann svo dó árið 2017. Ekki bara það heldur er Kína undir stjórn Xi í fyrsta sæti yfir fjölda fanga sem teknir eru af lífi og í 3. neðsta sæti lista „Reporters Without Borders“ yfir ritfrelsi. Virkur þátttakandi í innrás Rússlands í Úkraínu Ekki bara það heldur er Xi duglegur að styðja einræðisherra eins og hann sjálfur er, í utanríkisstefnu sinni. Þó vissulega er Xi ekki búinn að senda hermenn til að berjast fyrir hönd Rússa í Úkraínu. Þá er hann búinn að senda dróna til Rússlands og fleiri nauðsynlega hluti fyrir stríðsrekstur þeirra. Ekki bara það heldur fór Pútin ásamt Kim Jong Un í heimsókn til Kína fyrr í mánuðinum þar sem Pútín og Xi skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að byggja gasleiðslu milli landanna tveggja. Allt á meðan Xi er búin að lýsa yfir hlutleysi. En greinilega hefur þetta farið fram hjá Höllu, sem segir í viðtali við Vísi að „Ég held að þeir reyni að halda því fram að þeir séu hlutlausir“, og svo beint eftir: „það er náttúrulega alveg ljóst að við styðjum við Úkraínu“. Greinilega ekki, þar sem verið er að fara í heimsókn til leiðtoga sem gegnir lykilhlutverki í að gera Pútin kleift að halda innrás sinni í Úkraínu áfram, enda er Kína stærsti kaupandi rússneskrar olíu í heiminum. Heimsókn til lands þar sem þjóðarmorð eru framin Ekki bara það heldur er Xi einstakur áhugamaður um þjóðarmorð. Taka má sem dæmi Tíbet og Tíbeta en hægt og rólega er verið að eyða þeirri þjóð út. Til dæmis er minna og minna kennt í móðurmáli þeirra og gáfu stjórnvöld árið 2018 út skipun sem bannaði óformlegar kennslustundir í tíbesku. Einnig hafa tíbesk börn verið tekin frá foreldrum sínum og sett í einkaskóla ríkisins (Naidi) þar sem þau eru barin og refsað fyrir að klæðast búddískum táknum (þjóðtrú Tíbeta) og kennt einungis á mandarínsku. Svo er auðvitað Uyghur-fólkið í Xijining, en þar eru yfir milljón Uyghurar í fangabúðum án þess að hafa fengið dóm né ákæru. Og er þetta stærsta fjöldafangelsun þjóðernishópa síðan í seinni heimsstyrjöldinni og hafa lönd eins og Bretland og Litháen fordæmt aðgerðirnar og sagt þær vera þjóðarmorð. En í stað þess að fylgja í fótspor þeirra og fordæma þessa hörmung ætlar Halla að fara í heimsókn og segir hún sjálf að hún sé „full tilhlökkunar“ til að hitta Xi Jinping. Ættum við ekki frekar að styrkja tengsl við friðsamari lönd? Í ljósi þess sem hér hefur verið nefnt er gífurlega erfitt, sorglegt og í raun fáránlegt að sjá forseta Íslands fara í heimsókn til leiðtoga sem getur ekki verið fjær gildum Íslands um frið, lýðræði og frelsi. Fara í heimsókn til manns sem er alræmdur fyrir að skapa stjórn þar sem er lítið sem ekkert tjáningarfrelsi, sem virðir ekki alþjóðalög (eins og sjá má með ferðir kínverskra herskipa í landhelgi Filippseyja og Víetnams) og þar sem ekki eitt heldur tvö þjóðarmorð eru í gangi. Miklu frekar ætti forsetinn að beita sér fyrir því að styrkja tengsl Íslands við lönd eins og Taíwan og Japan eða jafnvel Ástralíu og Nýja Sjáland. Lönd sem eiga það sameiginlegt með Íslandi að vera lýðræðislegar þjóðir sem deila gildum Íslands, annað en Kína. Höfundur er framhaldskólanemandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands sem í ágætis ræðu við setningu Alþingis nýverið lýsti áhyggjum af „dvínandi trausti á stofnunum og lýðræðishefðum innan annarra samfélaga“. Hún hefur greinilega ekki of miklar áhyggjur af þessu því í vikunni á eftir var tilkynnt að hún ætlaði að fara og hitta Xi Jinping. Einstaklega grimmur einræðisherra lands þar sem frelsi og lýðræði er nánast ekkert. Dauði handhafa friðarverðlauna Nóbels í fangelsi Eitt dæmi um það er Liu Xiaobo, maður sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2010 fyrir „langa og friðsama baráttu fyrir grundvallarmannréttindindum í Kína“. En hann tók til dæmis þátt í mótmælunum á torgi hins himneska friðar árið 1989 sem enduðu með því að skriðdrekar voru sendir inn til að rústa þessum friðsömu mótmælum sem leiddi til dauða yfir 2000 mótmælenda. Fékk Liu verðlaun þessi á meðan hann var í fangelsi, þar sem hann svo dó árið 2017. Ekki bara það heldur er Kína undir stjórn Xi í fyrsta sæti yfir fjölda fanga sem teknir eru af lífi og í 3. neðsta sæti lista „Reporters Without Borders“ yfir ritfrelsi. Virkur þátttakandi í innrás Rússlands í Úkraínu Ekki bara það heldur er Xi duglegur að styðja einræðisherra eins og hann sjálfur er, í utanríkisstefnu sinni. Þó vissulega er Xi ekki búinn að senda hermenn til að berjast fyrir hönd Rússa í Úkraínu. Þá er hann búinn að senda dróna til Rússlands og fleiri nauðsynlega hluti fyrir stríðsrekstur þeirra. Ekki bara það heldur fór Pútin ásamt Kim Jong Un í heimsókn til Kína fyrr í mánuðinum þar sem Pútín og Xi skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að byggja gasleiðslu milli landanna tveggja. Allt á meðan Xi er búin að lýsa yfir hlutleysi. En greinilega hefur þetta farið fram hjá Höllu, sem segir í viðtali við Vísi að „Ég held að þeir reyni að halda því fram að þeir séu hlutlausir“, og svo beint eftir: „það er náttúrulega alveg ljóst að við styðjum við Úkraínu“. Greinilega ekki, þar sem verið er að fara í heimsókn til leiðtoga sem gegnir lykilhlutverki í að gera Pútin kleift að halda innrás sinni í Úkraínu áfram, enda er Kína stærsti kaupandi rússneskrar olíu í heiminum. Heimsókn til lands þar sem þjóðarmorð eru framin Ekki bara það heldur er Xi einstakur áhugamaður um þjóðarmorð. Taka má sem dæmi Tíbet og Tíbeta en hægt og rólega er verið að eyða þeirri þjóð út. Til dæmis er minna og minna kennt í móðurmáli þeirra og gáfu stjórnvöld árið 2018 út skipun sem bannaði óformlegar kennslustundir í tíbesku. Einnig hafa tíbesk börn verið tekin frá foreldrum sínum og sett í einkaskóla ríkisins (Naidi) þar sem þau eru barin og refsað fyrir að klæðast búddískum táknum (þjóðtrú Tíbeta) og kennt einungis á mandarínsku. Svo er auðvitað Uyghur-fólkið í Xijining, en þar eru yfir milljón Uyghurar í fangabúðum án þess að hafa fengið dóm né ákæru. Og er þetta stærsta fjöldafangelsun þjóðernishópa síðan í seinni heimsstyrjöldinni og hafa lönd eins og Bretland og Litháen fordæmt aðgerðirnar og sagt þær vera þjóðarmorð. En í stað þess að fylgja í fótspor þeirra og fordæma þessa hörmung ætlar Halla að fara í heimsókn og segir hún sjálf að hún sé „full tilhlökkunar“ til að hitta Xi Jinping. Ættum við ekki frekar að styrkja tengsl við friðsamari lönd? Í ljósi þess sem hér hefur verið nefnt er gífurlega erfitt, sorglegt og í raun fáránlegt að sjá forseta Íslands fara í heimsókn til leiðtoga sem getur ekki verið fjær gildum Íslands um frið, lýðræði og frelsi. Fara í heimsókn til manns sem er alræmdur fyrir að skapa stjórn þar sem er lítið sem ekkert tjáningarfrelsi, sem virðir ekki alþjóðalög (eins og sjá má með ferðir kínverskra herskipa í landhelgi Filippseyja og Víetnams) og þar sem ekki eitt heldur tvö þjóðarmorð eru í gangi. Miklu frekar ætti forsetinn að beita sér fyrir því að styrkja tengsl Íslands við lönd eins og Taíwan og Japan eða jafnvel Ástralíu og Nýja Sjáland. Lönd sem eiga það sameiginlegt með Íslandi að vera lýðræðislegar þjóðir sem deila gildum Íslands, annað en Kína. Höfundur er framhaldskólanemandi.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun