Lífið

Robert Redford er látinn

Árni Sæberg skrifar
Hér er Redford á verðlaunahátíð í Mónakó árið 2021.
Hér er Redford á verðlaunahátíð í Mónakó árið 2021. Arnold Jerocki/Getty

Bandaríski stórleikarinn og leikstjórinn Robert Redford er látinn, 89 ára að aldri.

Frá þessu greinir Cindi Berger almannatengill hjá Rogers & Cowan PMK í fréttatilkynningu. Hún segir að Redford hafi látist í svefni á heimili sínu í Provo í Utah snemma í morgun. Hún greinir ekki frekar frá banameini hans. Ítarlega minningargrein um Redford má lesa á vef The New York Times.

Sem leikari gerði Redford garðinn helst frægan í kvikmyndum á borð við Butch Cassidy and the Sundance Kid, All the President’s Men, Out og Africa og The Sting. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í síðastnefndu myndinni.

Hann hlaut Óskarsverðlaun árið 1980 fyrir að leikstýra kvikmyndinni Ordinary People. Hann leikstýrði einnig myndum á borð við A River Runs Through It og Quiz Show.

Þá var Redford áhrifamaður í heimi sjálfstæðrar kvikmyndagerðar og stofnaði Sundance-stofnunina, sem samnefnd kvikmyndahátíð í Utah dregur nafn sitt af.

Redford giftist Lola Van Wagenen árið 1958 og eignuðust þau fjögur börn. Þau skildu. Redford hafði verið giftur hinni þýsku Sibylle Szaggars frá árinu 2009 en þau höfðu verið saman í lengri tíma.

Fréttin verður uppfærð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.