Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 18. september 2025 20:00 Jói Fel hóf störf sem matreiðslumaður á Litla Hrauni og Hólmsheiði í maí. „Það hefur verið ótrúlega gaman að vinna á Hrauninu í sumar, best er þó þegar ég fer inná gangana með föngum og við eyðum hluta úr deginum saman að elda og baka eitthvað gott,“ segir veitingamaðurinn Jóhannes Felixsson, betur þekktur sem Jói Fel. Hann hóf störf sem matreiðslumaður í fangelsinu á Litla Hrauni og á Hólmsheiði í byrjun maí. Jói Fel er einn þekktasti kokkur og bakari landsins og heldur úti netmatreiðslubókinni Eldabaka.is. Hann býr í dag í Hveragerði ásamt unnustu sinni, Kristínu Evu Sveinsdóttur, sem starfar sem forstöðukona á Litla Hrauni. Á Litla-Hrauni starfa um 70 manns og á Hólmsheiði um 30, en fangarnir eru alls um 130 talsins. Eldhúsið á Litla-Hrauni sér um matseld fyrir báða staðina. Margir fangar elda sjálfir á almennum deildum, á meðan aðrir fá matarbakka frá eldhúsinu. „Það er reynt eftir fremsta megni að hafa matinn fjölbreyttan og næringaríkan, enda þurfa margir stundum að sinna erfiðisvinnu. Alltaf er boðið upp á salatbar, ávexti, skyr og alls konar mjólkurvörur. Á morgnana er hafragrautur og auðvitað er alltaf til kex og snarl allan daginn,“ segir Jói. Íslensk kjötsúpa og alþjóðlegir réttir Þegar kemur að vikumatseðlinum er fiskur á boðstólum tvisvar í viku og reynt að bjóða upp á meira en bara soðna ýsu. „Við bjóðum meðal annars fisk í raspi, plokkfisk, lax og risarækjur. Auk þess reynum við að bæta fjölbreytni með alþjóðlegum réttum, til dæmis kóreskum kjúklingapítum og indversku lambakjöti með nanbrauði. Þegar íslenskt lambakjöt er á boðstólum ríkir alltaf mikil ánægja, hvort sem það eru góðar steikur með úrvals sósum og meðlæti eða hin sívinsæla kjötsúpa,“ segir hann. Í sumar hefur maturinn verið afar fjölbreyttur, og þá hefur Jói notað gamla súrinn sinn til að baka súrdeigsbrauð sem hefur notið mikilla vinsælda. „Það er enginn einn réttur sem er uppáhald allra, en fangar hafa kvartað yfir að skammtarnir séu of litlir. Við brugðumst fljótt við og fyllum nú bakkana vel – í dag eru allir mjög ánægðir með matinn,“ segir Jói. Erlendir fangar forvitnir um íslenskar matarvenjur Áhugi fanganna á eldamennsku er mikill, bæði á Litla-Hrauni og Hólmsheiðinni. „Ég hef fengið mikið lof og er alltaf spurður hvort ég komi ekki fljótt aftur með eitthvað nýtt. Það tekur þó langan tíma að heimsækja alla gangana þar sem fangar elda sér mat,“ segir hann. Þá hefur hann einnig verið mikið á Hólmsheiði þar sem hann hefur hann meðal annars heimsótt kvennagangana. „Þar ríkir mikil ánægja, enda eru margar erlendar konur sem hafa gaman af því að sjá og smakka íslenskan mat og kökur,“ segir Jói. Jói hefur einnig starfað í opnum fangelsum þar sem fangarnir sjá sjálfir um matseld fyrir sig og starfsfólkið. „Aðstæður þar eru allt aðrar – fangarnir elda allan mat sjálfir og góður matur er á borðum alla daga,“ bætir hann við. Hér má sjá nokkra rétti sem hafa verið á boðstólum fangelsanna í sumar. Risarækjur með pasta og salati. Steiktur fiskur með salati og brauði. Kjúkingaleggir, franskar, salat og sósa. Plokkfiskur. Kjöbollur með brúnni sósu, hrísgrjónum, rauðkáli og grænum baunum. Kóresk píta og meðlæti. Indverskur réttur. Fangelsismál Matur Hveragerði Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Fleiri fréttir Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Sjá meira
Jói Fel er einn þekktasti kokkur og bakari landsins og heldur úti netmatreiðslubókinni Eldabaka.is. Hann býr í dag í Hveragerði ásamt unnustu sinni, Kristínu Evu Sveinsdóttur, sem starfar sem forstöðukona á Litla Hrauni. Á Litla-Hrauni starfa um 70 manns og á Hólmsheiði um 30, en fangarnir eru alls um 130 talsins. Eldhúsið á Litla-Hrauni sér um matseld fyrir báða staðina. Margir fangar elda sjálfir á almennum deildum, á meðan aðrir fá matarbakka frá eldhúsinu. „Það er reynt eftir fremsta megni að hafa matinn fjölbreyttan og næringaríkan, enda þurfa margir stundum að sinna erfiðisvinnu. Alltaf er boðið upp á salatbar, ávexti, skyr og alls konar mjólkurvörur. Á morgnana er hafragrautur og auðvitað er alltaf til kex og snarl allan daginn,“ segir Jói. Íslensk kjötsúpa og alþjóðlegir réttir Þegar kemur að vikumatseðlinum er fiskur á boðstólum tvisvar í viku og reynt að bjóða upp á meira en bara soðna ýsu. „Við bjóðum meðal annars fisk í raspi, plokkfisk, lax og risarækjur. Auk þess reynum við að bæta fjölbreytni með alþjóðlegum réttum, til dæmis kóreskum kjúklingapítum og indversku lambakjöti með nanbrauði. Þegar íslenskt lambakjöt er á boðstólum ríkir alltaf mikil ánægja, hvort sem það eru góðar steikur með úrvals sósum og meðlæti eða hin sívinsæla kjötsúpa,“ segir hann. Í sumar hefur maturinn verið afar fjölbreyttur, og þá hefur Jói notað gamla súrinn sinn til að baka súrdeigsbrauð sem hefur notið mikilla vinsælda. „Það er enginn einn réttur sem er uppáhald allra, en fangar hafa kvartað yfir að skammtarnir séu of litlir. Við brugðumst fljótt við og fyllum nú bakkana vel – í dag eru allir mjög ánægðir með matinn,“ segir Jói. Erlendir fangar forvitnir um íslenskar matarvenjur Áhugi fanganna á eldamennsku er mikill, bæði á Litla-Hrauni og Hólmsheiðinni. „Ég hef fengið mikið lof og er alltaf spurður hvort ég komi ekki fljótt aftur með eitthvað nýtt. Það tekur þó langan tíma að heimsækja alla gangana þar sem fangar elda sér mat,“ segir hann. Þá hefur hann einnig verið mikið á Hólmsheiði þar sem hann hefur hann meðal annars heimsótt kvennagangana. „Þar ríkir mikil ánægja, enda eru margar erlendar konur sem hafa gaman af því að sjá og smakka íslenskan mat og kökur,“ segir Jói. Jói hefur einnig starfað í opnum fangelsum þar sem fangarnir sjá sjálfir um matseld fyrir sig og starfsfólkið. „Aðstæður þar eru allt aðrar – fangarnir elda allan mat sjálfir og góður matur er á borðum alla daga,“ bætir hann við. Hér má sjá nokkra rétti sem hafa verið á boðstólum fangelsanna í sumar. Risarækjur með pasta og salati. Steiktur fiskur með salati og brauði. Kjúkingaleggir, franskar, salat og sósa. Plokkfiskur. Kjöbollur með brúnni sósu, hrísgrjónum, rauðkáli og grænum baunum. Kóresk píta og meðlæti. Indverskur réttur.
Fangelsismál Matur Hveragerði Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Fleiri fréttir Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Sjá meira