Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Smári Jökull Jónsson skrifar 17. september 2025 18:56 Björk Áskelsdóttir er ljósmóðir á Vökudeild Landspítalans. Vísir/Lýður Valberg Dæmi eru um að Vökudeild Landspítalans hafi þurft að sinna nýburum með fráhvarfseinkenni vegna nikótínnotkunar móður á meðgöngu. Þessi börn krefjist meiri inngripa og eru með lengri sjúkrahúslegu en önnur börn. Neysla nikótíns á meðgöngu getur meðal annars valdið öndunarörðugleikum nýbura og er vandamálið ört vaxandi hér á landi í kjölfar aukinnar notkunar nikótínpúða. Þetta var á meðal þess sem kom fram á málþingi embættis Landlæknis í dag. Á Vökudeild Landspítalans þurfa læknar og ljómæður meðal annars að glíma við afleiðingar fráhvarfseinkenna hjá nýburum vegna nikótínneyslu móður á meðgöngu. Neyslumynstur nikótíns hefur breyst síðustu ár og innflutningur á nikótínpúðum margfaldast á síðustu árum. Ljósmóðir á Vökudeild Landspítalans segir að þangað komi börn sem sýni öndunarfæraeinkenni og þá sé notkun nikótíns á meðgöngu jafnvel tengd vöggudauða. „Þessir krakkar krefjast meiri inngripa. Þau eru með lengri sjúkrahúsinnlögn og það þarf oft að leggja þau inn aftur þau þrífast illa, þyngjast illa, geta farið að gulna þannig að það er ansi margt sem hangir á sömu spýtunni,“ sagði Björk Áskelsdóttir í kvöldfréttum Sýnar. Margþætt fráhvarfseinkenni Þá sinni Vökudeildin nýburum sem sýna fráhvarfseinkenni vegna nikótínnotkunar móður. Fráhverfseinkenni geti komið fram þegar barnið hættir á brjósti eða móðirin hættir að nota nikótín. „Þessi fráhvarfseinkenni geta lýst sér á mjög mismunandi hátt. Þau geta verið með skjálfta, þau eru mjög ert og pirruð, ná illa að drekka, léttast, sofa stutt og það er mjög erfitt að sinna þessum börnum.“ Samkvæmt Talnabrunni Landlæknis notar 21% kvenna á aldrinum 18-34 nikótínpúða og hefur notkun þeirra aukist síðustu ár líkt og hjá öðrum aldurshópum. Varanleg áhrif á boðefnabrautir í heilanum Björk segir að hjá meðgönguvernd fari fram vinna hvað varðar konur sem neyta nikótíns og að Vökudeildin hafi lent í því að móðir hafi ekki gefið upp nikótínnotkun á meðgöngu. Notkunin komi ekki í ljós fyrr en barnið sýni einkenni en neysla snemma á meðgöngu hefur varanleg áhrif á boðefnabrautir og taugaboðefni í heilanum. „Nikótín skilst út í brjóstamjólkina og er í þrefalt hærra magni þar en í blóði móður þannig að þegar barnið er að fá mjólk og fer að drekka brjóstið þá yfirleitt lagast fráhvarseinkennin því barnið er að fá skammtinn sinn aftur. Þegar barnið hættir á brjósti gta komið fram fráhvarfseinkenni seinna meir.“ Nikótínpúðar Börn og uppeldi Landspítalinn Heilbrigðismál Meðganga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Neysla nikótíns á meðgöngu getur meðal annars valdið öndunarörðugleikum nýbura og er vandamálið ört vaxandi hér á landi í kjölfar aukinnar notkunar nikótínpúða. Þetta var á meðal þess sem kom fram á málþingi embættis Landlæknis í dag. Á Vökudeild Landspítalans þurfa læknar og ljómæður meðal annars að glíma við afleiðingar fráhvarfseinkenna hjá nýburum vegna nikótínneyslu móður á meðgöngu. Neyslumynstur nikótíns hefur breyst síðustu ár og innflutningur á nikótínpúðum margfaldast á síðustu árum. Ljósmóðir á Vökudeild Landspítalans segir að þangað komi börn sem sýni öndunarfæraeinkenni og þá sé notkun nikótíns á meðgöngu jafnvel tengd vöggudauða. „Þessir krakkar krefjast meiri inngripa. Þau eru með lengri sjúkrahúsinnlögn og það þarf oft að leggja þau inn aftur þau þrífast illa, þyngjast illa, geta farið að gulna þannig að það er ansi margt sem hangir á sömu spýtunni,“ sagði Björk Áskelsdóttir í kvöldfréttum Sýnar. Margþætt fráhvarfseinkenni Þá sinni Vökudeildin nýburum sem sýna fráhvarfseinkenni vegna nikótínnotkunar móður. Fráhverfseinkenni geti komið fram þegar barnið hættir á brjósti eða móðirin hættir að nota nikótín. „Þessi fráhvarfseinkenni geta lýst sér á mjög mismunandi hátt. Þau geta verið með skjálfta, þau eru mjög ert og pirruð, ná illa að drekka, léttast, sofa stutt og það er mjög erfitt að sinna þessum börnum.“ Samkvæmt Talnabrunni Landlæknis notar 21% kvenna á aldrinum 18-34 nikótínpúða og hefur notkun þeirra aukist síðustu ár líkt og hjá öðrum aldurshópum. Varanleg áhrif á boðefnabrautir í heilanum Björk segir að hjá meðgönguvernd fari fram vinna hvað varðar konur sem neyta nikótíns og að Vökudeildin hafi lent í því að móðir hafi ekki gefið upp nikótínnotkun á meðgöngu. Notkunin komi ekki í ljós fyrr en barnið sýni einkenni en neysla snemma á meðgöngu hefur varanleg áhrif á boðefnabrautir og taugaboðefni í heilanum. „Nikótín skilst út í brjóstamjólkina og er í þrefalt hærra magni þar en í blóði móður þannig að þegar barnið er að fá mjólk og fer að drekka brjóstið þá yfirleitt lagast fráhvarseinkennin því barnið er að fá skammtinn sinn aftur. Þegar barnið hættir á brjósti gta komið fram fráhvarfseinkenni seinna meir.“
Nikótínpúðar Börn og uppeldi Landspítalinn Heilbrigðismál Meðganga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira