Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar 18. september 2025 10:30 Þann 6. september 2025 stóðu yfir 180 samtök og stéttarfélög að fjöldafundi á Austurvelli undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði. Meðal þeirra sem lýstu yfir þátttöku var Landssamband Lögreglumanna (LL) – stéttarfélag lögreglumanna á Íslandi. Þátttaka LL vakti strax athygli og umræður, ekki síst vegna þess að lögreglan hefur ítrekað beitt valdi gegn mótmælendum sem hafa mótmælt þjóðernishreinsunum Ísraelsríkis gegn Palestínumönnum. Fjölnir Sæmundsson, formaður LL, skrifar undir grein þar sem að formenn stéttarfélaga á Íslandi kalla eftir aðgerðum gegn þjóðarmorði Ísraels gegn Palestínu en þar segir: “Við erum hluti af alþjóðlegri hreyfingu launafólks sem lætur sig málið varða og við höfnum því að þögn sé ásættanlegur valkostur á tímum þjóðarmorðs.” Þessi orð standa í andstöðu við reynslu fjölda mótmælenda og einstaklinga frá Palestínu af störfum lögreglu, en þar má nefna: Handtökur fyrir framan Stjórnarráðið, þar sem 13 ára drengur var yfirbugaður með valdi, settur í handjárn og leiddur af vettvang af lögreglu. Ofbeldi lögreglu gegn mótmælendum í Skuggasundi. Þar réttlættu lögreglumenn valdbeitingu með afmennskandi orðræðu þar sem að mótmælendur voru kallaðir klikkaðir og þeim líkt við dýr. Var ákvörðun lögreglu um notkun piparúða tekin vegna þess að mótmælendur lögðust til jörðu fyrir framan bíl með engum farþega innanborðs. Auk þess hikaði lögregla ekki við að spreyja piparúða yfir svæði þar sem m.a. stóðu mæður með börn sín. Þátttaka lögreglu í brottvísinum Palestínu fólks á tímum þjóðarmorðs. Ber þar hæst framferði lögreglu þegar brottvísa átti langveikum dreng frá Palestínu og hans fjölskyldu úr landi, en þar gekk lögregla fram úr öllu meðalhófi í sínum aðgerðum. Þegar Landssamband Lögreglumanna skráir sig til þátttöku í samstöðufundi gegn þjóðarmorði, á sama tíma og lögreglan sjálf hefur ítrekað beitt valdi gegn þeim sem mótmæla því sama málefni, er um lítið annað en hvítþvott að ræða. Þátttaka LL er ekki merki raunverulega afstöðu til mannréttinda – heldur aðeins tilraun til að endurskrifa hlutverk lögreglunnar í opinberri umræðu, fremur en að axla ábyrgð á eigin gjörðum. Það er hræsni að lýsa yfir samstöðu með fórnarlömbum þjóðarmorðs ef sú samstaða er ekki studd af vernd í verki fyrir þá sem berjast fyrir mannréttindum. Lögreglan getur ekki verið bæði verndari mannréttinda og gerandi í valdbeitingu gegn mótmælendum. Þessi tvískinnungur grefur undan trúverðugleika hennar og dregur í efa hvort þátttaka LL sé annað en yfirborðskennd afsökun fyrir fyrri brotum. Því er eðlilegt að spyrja; Hvernig getur lögreglan lýst yfir samstöðu með Palestínu ef hún beitir valdi gegn þeim sem mótmæla í hennar nafni? Er þátttaka LL í „Þjóð gegn þjóðarmorði“ tilraun til að bæta ímynd stofnunar sem hefur ítrekað brotið gegn borgaralegum réttindum mótmælenda? Hver ber ábyrgð á því að tryggja að mótmælaréttur sé virtur í verki, ekki bara í orði? Eðlilegt er því að krefjast þess að Landssamband Lögreglumanna geri grein fyrir afstöðu sinni til fyrri aðgerða lögreglu gegn mótmælendum, og hvort þátttaka í samstöðufundinum feli í sér stefnubreytingu í þessu málum? Auk þess er það krafa til til Landssambands Lögreglumanna að þátttaka þeirra í Þjóð gegn þjóðarmorði og þar með samtöðu fyrir Palestínu verði ekki notuð sem skjól fyrir valdbeitingu gegn þeim sem berjast fyrir réttlæti og mannréttindum palestínsku þjóðarinnar. Höfundur er meðstjórnandi í Dýrinu – Félag um réttinn til að mótmæla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 6. september 2025 stóðu yfir 180 samtök og stéttarfélög að fjöldafundi á Austurvelli undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði. Meðal þeirra sem lýstu yfir þátttöku var Landssamband Lögreglumanna (LL) – stéttarfélag lögreglumanna á Íslandi. Þátttaka LL vakti strax athygli og umræður, ekki síst vegna þess að lögreglan hefur ítrekað beitt valdi gegn mótmælendum sem hafa mótmælt þjóðernishreinsunum Ísraelsríkis gegn Palestínumönnum. Fjölnir Sæmundsson, formaður LL, skrifar undir grein þar sem að formenn stéttarfélaga á Íslandi kalla eftir aðgerðum gegn þjóðarmorði Ísraels gegn Palestínu en þar segir: “Við erum hluti af alþjóðlegri hreyfingu launafólks sem lætur sig málið varða og við höfnum því að þögn sé ásættanlegur valkostur á tímum þjóðarmorðs.” Þessi orð standa í andstöðu við reynslu fjölda mótmælenda og einstaklinga frá Palestínu af störfum lögreglu, en þar má nefna: Handtökur fyrir framan Stjórnarráðið, þar sem 13 ára drengur var yfirbugaður með valdi, settur í handjárn og leiddur af vettvang af lögreglu. Ofbeldi lögreglu gegn mótmælendum í Skuggasundi. Þar réttlættu lögreglumenn valdbeitingu með afmennskandi orðræðu þar sem að mótmælendur voru kallaðir klikkaðir og þeim líkt við dýr. Var ákvörðun lögreglu um notkun piparúða tekin vegna þess að mótmælendur lögðust til jörðu fyrir framan bíl með engum farþega innanborðs. Auk þess hikaði lögregla ekki við að spreyja piparúða yfir svæði þar sem m.a. stóðu mæður með börn sín. Þátttaka lögreglu í brottvísinum Palestínu fólks á tímum þjóðarmorðs. Ber þar hæst framferði lögreglu þegar brottvísa átti langveikum dreng frá Palestínu og hans fjölskyldu úr landi, en þar gekk lögregla fram úr öllu meðalhófi í sínum aðgerðum. Þegar Landssamband Lögreglumanna skráir sig til þátttöku í samstöðufundi gegn þjóðarmorði, á sama tíma og lögreglan sjálf hefur ítrekað beitt valdi gegn þeim sem mótmæla því sama málefni, er um lítið annað en hvítþvott að ræða. Þátttaka LL er ekki merki raunverulega afstöðu til mannréttinda – heldur aðeins tilraun til að endurskrifa hlutverk lögreglunnar í opinberri umræðu, fremur en að axla ábyrgð á eigin gjörðum. Það er hræsni að lýsa yfir samstöðu með fórnarlömbum þjóðarmorðs ef sú samstaða er ekki studd af vernd í verki fyrir þá sem berjast fyrir mannréttindum. Lögreglan getur ekki verið bæði verndari mannréttinda og gerandi í valdbeitingu gegn mótmælendum. Þessi tvískinnungur grefur undan trúverðugleika hennar og dregur í efa hvort þátttaka LL sé annað en yfirborðskennd afsökun fyrir fyrri brotum. Því er eðlilegt að spyrja; Hvernig getur lögreglan lýst yfir samstöðu með Palestínu ef hún beitir valdi gegn þeim sem mótmæla í hennar nafni? Er þátttaka LL í „Þjóð gegn þjóðarmorði“ tilraun til að bæta ímynd stofnunar sem hefur ítrekað brotið gegn borgaralegum réttindum mótmælenda? Hver ber ábyrgð á því að tryggja að mótmælaréttur sé virtur í verki, ekki bara í orði? Eðlilegt er því að krefjast þess að Landssamband Lögreglumanna geri grein fyrir afstöðu sinni til fyrri aðgerða lögreglu gegn mótmælendum, og hvort þátttaka í samstöðufundinum feli í sér stefnubreytingu í þessu málum? Auk þess er það krafa til til Landssambands Lögreglumanna að þátttaka þeirra í Þjóð gegn þjóðarmorði og þar með samtöðu fyrir Palestínu verði ekki notuð sem skjól fyrir valdbeitingu gegn þeim sem berjast fyrir réttlæti og mannréttindum palestínsku þjóðarinnar. Höfundur er meðstjórnandi í Dýrinu – Félag um réttinn til að mótmæla.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun