Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2025 10:50 Dauður selur rétt utanvert við Hrófberg. Hann var skotinn í höfuðið. Jón Halldórsson Þrír selir voru skotnir til bana í Steingrímsfirði á Vestfjörðum nýlega. Hólmvíkingur gekk fram á selina í fjörunni. Selveiði hefur verið bönnuð á Íslandi frá árinu 2019. Jón Halldórsson landpóstur og ljósmyndari, sem búsettur er á Hólmavík, gekk fram á selina við Hrófberg og Stakkanes í gær og í fyrra. Hann var í fimmtíu ár búsettur við Hrófberg og þekkir vel til þar. „Svona á enginn að gera. Það er bara þannig,“ segir Jón um seladrápið. Með reglugerð árið 2019 var sett blátt bann við selveiðum á Íslandi. Selirnir sem voru skotnir voru þrír en Jón náði myndum af tveimur þeirra. „Svona hef ég ekki séð í áratugi,“ segir Jón sem hefur ýmsa fjöruna sopið. Hann telur líklegast að um óvana menn sé að ræða sem geri sér ekki grein fyrir því að selir séu friðaðir. Þeir hafi verið með skotvopn sem þeir hafi verið nokkuð öruggir með að hitta af um 200 metra færi. „Ef að lögreglan myndi gera eitthvað þá myndu þessir meintu skotmenn verða kærðir,“ segir Jón. Hann viðurkennir að rannsókn á slíku máli gæti reynst erfið. Dauður selur rétt fyrir norðan Stakkanes sem dreginn hefur verið upp í grjótgarðinn. Jón Halldórsson Honum virðist sem reynt hafi verið að færa annan selinn til í fjörunni. Það virðist ekki hafa gengið vel. „Þetta er dýr sem eru hundrað kíló eða meira. Þannig að það er ekki hlaupið þessu.“ Jón hafði ekki tilkynnt seladrápin til lögreglu. Nærmynd af selnum sem liggur dauður við Hrófberg.Jón Halldórsson Allar selveiðar eru óheimilar á íslensku forráðasvæði hvort sem er í sjó, ám og vötnum nema að fengnu sérstöku leyfi frá Fiskistofu til selveiða til eigin nytja. Öll sala og markaðsfærsla á íslenskum sel og selaafurðum er bönnuð. Reglugerð um bann við selveiðum. Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar. Dýr Strandabyggð Lögreglumál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Jón Halldórsson landpóstur og ljósmyndari, sem búsettur er á Hólmavík, gekk fram á selina við Hrófberg og Stakkanes í gær og í fyrra. Hann var í fimmtíu ár búsettur við Hrófberg og þekkir vel til þar. „Svona á enginn að gera. Það er bara þannig,“ segir Jón um seladrápið. Með reglugerð árið 2019 var sett blátt bann við selveiðum á Íslandi. Selirnir sem voru skotnir voru þrír en Jón náði myndum af tveimur þeirra. „Svona hef ég ekki séð í áratugi,“ segir Jón sem hefur ýmsa fjöruna sopið. Hann telur líklegast að um óvana menn sé að ræða sem geri sér ekki grein fyrir því að selir séu friðaðir. Þeir hafi verið með skotvopn sem þeir hafi verið nokkuð öruggir með að hitta af um 200 metra færi. „Ef að lögreglan myndi gera eitthvað þá myndu þessir meintu skotmenn verða kærðir,“ segir Jón. Hann viðurkennir að rannsókn á slíku máli gæti reynst erfið. Dauður selur rétt fyrir norðan Stakkanes sem dreginn hefur verið upp í grjótgarðinn. Jón Halldórsson Honum virðist sem reynt hafi verið að færa annan selinn til í fjörunni. Það virðist ekki hafa gengið vel. „Þetta er dýr sem eru hundrað kíló eða meira. Þannig að það er ekki hlaupið þessu.“ Jón hafði ekki tilkynnt seladrápin til lögreglu. Nærmynd af selnum sem liggur dauður við Hrófberg.Jón Halldórsson Allar selveiðar eru óheimilar á íslensku forráðasvæði hvort sem er í sjó, ám og vötnum nema að fengnu sérstöku leyfi frá Fiskistofu til selveiða til eigin nytja. Öll sala og markaðsfærsla á íslenskum sel og selaafurðum er bönnuð. Reglugerð um bann við selveiðum. Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar.
Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar.
Dýr Strandabyggð Lögreglumál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira