Raunvirði íbúða lækkar á ný Bjarki Sigurðsson og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 18. september 2025 22:34 Jónas Atli Gunnarsson er hagfræðingur hjá HMS. Vísir/Sigurjón Raunvirði íbúða er tekið að lækka á ný. Í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að helmingur nýrra íbúða hafi staðið óseldur í meira en tvö hundruð daga. Í skýrslunni er farið yfir stöðuna á fasteignamarkaði en þar kemur meðal annars fram að mikið framboð íbúða á sölu haldi aftur af verðhækkunum á markaði og því er raunvirði íbúða farið að lækka. Um fimm þúsund íbúðir voru til sölu við upphaf þessa mánaðar, nær tvöfalt meira en í upphafi árs 2023. Af þessum fimm þúsund voru tvö þúsund nýjar íbúðir en þær hanga töluvert lengur á sölu en eldri eignir, að sögn hagfræðings hjá HMS. Helmingur nýrra íbúða hefur verið á sölu í yfir tvö hundruð daga. „Verðþróun hefur verið nokkuð stöðug á fasteignamarkaði og það er ágætlega mikið af kaupsamningum, sérstaklega fyrir notaðar íbúðir. Verðið hefur hækkað hægar en verðbólgan svo að raunverðið hefur lækkað á síðustu tólf mánuðum,“ segir Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá HMS. Vitið þið hvað gæti skýrt það? „Það eru held ég margar skýringar á bak við það, ég nefni fyrst hægari fólksfjölgun en gert var ráð fyrir og svo er það hátt vaxtastig og hátt íbúðaverð. Íbúðaverð er hátt miðað við laun ef við lítum í sögulegt samhengi þannig þetta eru margir samverkandi þættir,“ segir hann. HMS ber saman fasteignamarkaðinn hér við stöðuna á Nýja-Sjálandi, en þar hafa íbúar sömuleiðis glímt við mikla verðbólgu, fólksfjölgun og hátt verð á húsnæðismarkaði. Nýsjálendingum hefur þó tekist að bæta stöðuna til muna. „Þeir kynntu aðgerðapakka árið 2021 til þess að reyna takast á við þennan vanda, þessar skörpu verðhækkanir sem að þeir sáu í heimsfaraldrinum, rétt eins og hjá okkur. Þær miða að því að reyna að tempra eftirspurnina og draga úr fjárfestingavæðingu fasteignamarkaðsins. Það í bland við minni fólksfjölgun hjá þeim hefur leitt til þess að fasteignaverð hefur lækkað nokkuð hratt,“ segir Jónas Atli. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Í skýrslunni er farið yfir stöðuna á fasteignamarkaði en þar kemur meðal annars fram að mikið framboð íbúða á sölu haldi aftur af verðhækkunum á markaði og því er raunvirði íbúða farið að lækka. Um fimm þúsund íbúðir voru til sölu við upphaf þessa mánaðar, nær tvöfalt meira en í upphafi árs 2023. Af þessum fimm þúsund voru tvö þúsund nýjar íbúðir en þær hanga töluvert lengur á sölu en eldri eignir, að sögn hagfræðings hjá HMS. Helmingur nýrra íbúða hefur verið á sölu í yfir tvö hundruð daga. „Verðþróun hefur verið nokkuð stöðug á fasteignamarkaði og það er ágætlega mikið af kaupsamningum, sérstaklega fyrir notaðar íbúðir. Verðið hefur hækkað hægar en verðbólgan svo að raunverðið hefur lækkað á síðustu tólf mánuðum,“ segir Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá HMS. Vitið þið hvað gæti skýrt það? „Það eru held ég margar skýringar á bak við það, ég nefni fyrst hægari fólksfjölgun en gert var ráð fyrir og svo er það hátt vaxtastig og hátt íbúðaverð. Íbúðaverð er hátt miðað við laun ef við lítum í sögulegt samhengi þannig þetta eru margir samverkandi þættir,“ segir hann. HMS ber saman fasteignamarkaðinn hér við stöðuna á Nýja-Sjálandi, en þar hafa íbúar sömuleiðis glímt við mikla verðbólgu, fólksfjölgun og hátt verð á húsnæðismarkaði. Nýsjálendingum hefur þó tekist að bæta stöðuna til muna. „Þeir kynntu aðgerðapakka árið 2021 til þess að reyna takast á við þennan vanda, þessar skörpu verðhækkanir sem að þeir sáu í heimsfaraldrinum, rétt eins og hjá okkur. Þær miða að því að reyna að tempra eftirspurnina og draga úr fjárfestingavæðingu fasteignamarkaðsins. Það í bland við minni fólksfjölgun hjá þeim hefur leitt til þess að fasteignaverð hefur lækkað nokkuð hratt,“ segir Jónas Atli.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira