Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar 19. september 2025 12:01 Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég flutti til Danmerkur hvað íslenska náttúran var mér verðmæt. Að hafa þennan beina aðgang að ósnortinni náttúru er ekkert sjálfgefið þó ég hafi haldið það. Uppáhaldssvæðið mitt er Breiðafjörðurinn. Þar er líf mannsins í sátt við umhverfið, fallegir sveitabæir og þorp í samhljómi við hafið, eyjarnar og ósnortinn fjallahringinn. Í Danmörku eru ræktuð tún eða skógar, hvert sem litið er þegar maður er kominn út úr borgunum. Oft verulega fallegt en aldrei ósnortið. Þetta angrar auðvitað ekkert Danina sem eru vanir þessu, en ég þekki varla nokkurn Dana sem hefur ekki fallið í stafi yfir náttúrunni okkar þegar þeir sækja okkur heim. Þegar landnámsmenn komu hér fyrst var líklega allt fullt af rostungi í Breiðafirði. Um það eru kenningar að Geirmundur Heljarskinn og fleiri hafi á nokkrum áratugum útrýmt rostungi við Ísland og orðið af því ansi efnaðir. Farið af skeri á sker, frá eyju til eyjar, úr firði í fjörð þar til ekkert var eftir. Í dag er Geirmundur og hans menn risnir aftur í formi lukkuriddara með vindorkudrauma. Þeir ganga sveit úr sveit með óraunhæf og innistæðulaus loforð um atvinnu og styrki í skiptum fyrir náttúruna okkar. Loforð sem þeir hafa engan hug á að standa við, því þeir ætla ekki að byggja, reka né eiga vindmyllurnar, heldur selja sig út úr verkefnunum um leið og búið er að fá framkvæmdaleyfi. Út á það gengur viðskiptamódelið. Því verður það aldrei í þeirra verkahring að standa við nokkurt loforð. Fái þessir aðilar vilja sínum framgengt mun 150 til 200 metra hár vindorkuskógur yfirgnæfa fjallahringinn innst við Breiðafjörð. Og um leið og leyfi fæst fyrir fyrsta orkuverinu verður auðvelt að bæta við öðru á næsta fjalli því víðernin verða ekki lengur ósnortin. Og ekki blæs minna úti á firðinum sem er fullur af eyjum og skerjum sem hægt er að reisa vindmyllur á. Þannig verður farið fjall af fjalli, eyju eftir eyju þar til ekkert er eftir af Breiðafirði eins og við þekkjum hann. Í sumar ákvað umhverfisráðherra að ganga gegn ráðleggingum vinnuhóps um rammaáætlun og taka vindorkuverið við Garpsdal úr biðflokki yfir í nýtingarflokk, þrátt fyrir að frekari rannsóknir vanti um áhrif þess á arnarstofninn. Málið er núna í samráðsgátt þar sem þú getur sagt þitt álit. Nánari upplýsingar um það eru á frjalsirvindar.is Höfundur er Breiðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vindorka Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég flutti til Danmerkur hvað íslenska náttúran var mér verðmæt. Að hafa þennan beina aðgang að ósnortinni náttúru er ekkert sjálfgefið þó ég hafi haldið það. Uppáhaldssvæðið mitt er Breiðafjörðurinn. Þar er líf mannsins í sátt við umhverfið, fallegir sveitabæir og þorp í samhljómi við hafið, eyjarnar og ósnortinn fjallahringinn. Í Danmörku eru ræktuð tún eða skógar, hvert sem litið er þegar maður er kominn út úr borgunum. Oft verulega fallegt en aldrei ósnortið. Þetta angrar auðvitað ekkert Danina sem eru vanir þessu, en ég þekki varla nokkurn Dana sem hefur ekki fallið í stafi yfir náttúrunni okkar þegar þeir sækja okkur heim. Þegar landnámsmenn komu hér fyrst var líklega allt fullt af rostungi í Breiðafirði. Um það eru kenningar að Geirmundur Heljarskinn og fleiri hafi á nokkrum áratugum útrýmt rostungi við Ísland og orðið af því ansi efnaðir. Farið af skeri á sker, frá eyju til eyjar, úr firði í fjörð þar til ekkert var eftir. Í dag er Geirmundur og hans menn risnir aftur í formi lukkuriddara með vindorkudrauma. Þeir ganga sveit úr sveit með óraunhæf og innistæðulaus loforð um atvinnu og styrki í skiptum fyrir náttúruna okkar. Loforð sem þeir hafa engan hug á að standa við, því þeir ætla ekki að byggja, reka né eiga vindmyllurnar, heldur selja sig út úr verkefnunum um leið og búið er að fá framkvæmdaleyfi. Út á það gengur viðskiptamódelið. Því verður það aldrei í þeirra verkahring að standa við nokkurt loforð. Fái þessir aðilar vilja sínum framgengt mun 150 til 200 metra hár vindorkuskógur yfirgnæfa fjallahringinn innst við Breiðafjörð. Og um leið og leyfi fæst fyrir fyrsta orkuverinu verður auðvelt að bæta við öðru á næsta fjalli því víðernin verða ekki lengur ósnortin. Og ekki blæs minna úti á firðinum sem er fullur af eyjum og skerjum sem hægt er að reisa vindmyllur á. Þannig verður farið fjall af fjalli, eyju eftir eyju þar til ekkert er eftir af Breiðafirði eins og við þekkjum hann. Í sumar ákvað umhverfisráðherra að ganga gegn ráðleggingum vinnuhóps um rammaáætlun og taka vindorkuverið við Garpsdal úr biðflokki yfir í nýtingarflokk, þrátt fyrir að frekari rannsóknir vanti um áhrif þess á arnarstofninn. Málið er núna í samráðsgátt þar sem þú getur sagt þitt álit. Nánari upplýsingar um það eru á frjalsirvindar.is Höfundur er Breiðfirðingur.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun