Innlent

Þor­gerður Katrín endur­kjörin

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Þorgerður var sjálfkjörin formaður.
Þorgerður var sjálfkjörin formaður. Viðreisn

Þorgerður Katrín var endurkjörin formaður Viðreisnar á landsþingi þeirra í dag. Hún var ein í framboði og því sjálfkjörin.

Þorgerður hlaut 98,9 prósent greiddra atkvæði á þinginu sem fer fram á Gran Hótel um helgina. Hún hefur gengt embættinu frá árinu 2017 og gegnir einnig núna embætti utanríkisráðherra.

„Ég er þakklát fyrir traustið og þann mikla kraft sem endurspeglast á þessu landsþingi. Viðreisn hefur á síðustu árum sannað að við stöndum með hagsmunum almennings og erum mikilvægt hreyfiafl í íslenskum stjórnmálum. Við munum áfram vinna að stöðugleika í efnahagsmálum, jafnrétti í samfélaginu og opnu, alþjóðlegu samstarfi sem styrkir stöðu Íslands,“ er haft eftir Þorgerði í tilkynningu frá Viðreisn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×