Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. september 2025 10:30 Ofurunnin matvæli og matvælamarkaður sem stuðlar að óheilbrigðu neyslumynstri er sagt meðal skýringa samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF um fjölgun barna með offitu. Getty Í fyrsta sinn frá því mælingar hófust reynast fleiri börn og unglingar á skólaaldri á heimsvísu glíma við offitu en undirþyngd samkvæmt nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Eitt af hverjum tíu börnum á heimsvísu glíma við offitu samkvæmt skýrslunni og er markaðssetning mikið unninna matvæla sögð meðal mögulegra sökudólga. Greiningin byggir á gögnum frá yfir 190 löndum og gefa niðurstöður meðal annars til kynna að fjöldi barna á aldrinum fimm til nítján ára sem eru í undirþyngd hafi lækkað hlutfallslega úr 13% á árinu 2000 og niður í 9,2%. Á sama tíma hefur hlutfall barna með offitu farið vaxandi, en um 3% barna glímdu við offitu árið 2000 samanborið við 9,4% nú. Kúvending í neyslumynstri í ákveðnum ríkjum frá aldamótum Þannig mælast fleiri börn með offitu en þau sem eru í undirþyngd í nær öllum heimshlutum, að frátalinni Afríku sunnan Sahara og í Suður-Asíu. Hlutfall barna í offitu mælist einna hæst í Kyrrahafslöndum þar sem allt að 38% barna á aldrinum fimm til nítján ára teljast vera of feit. Þar er um að ræða tvöföldun á fjölda barna með offitu frá aldamótum en þróunin er einkum rakin til breyttra matarvenja vegna aukins innflutnings á ódýrum og óhollum matvælum. Sælgætishillur verslana eru jafnan troðfullar af sykruðum vörum, bæði hér á landi og erlendis.Vísir/Vilhelm Ríkari lönd á borð við Síle, Bandaríkin og Sameinuðu arabísku furstadæmin komast einnig á blað þar sem hlutfall offitu meðal barna er hvað hæst að því er fram kemur í tilkynningu um helstu niðurstöður sem birtar voru um miðjan september. Vannæring skilgreind með víðtækari hætti en áður „Þegar við tölum um vannæringu, þá erum við ekki lengur bara að tala um of létt börn,“ er haft eftir Catherine Russell, framkvæmdastjóra UNICEF, í tilkynningunni. „Vannæring er vaxandi áhyggjuefni sem getur haft áhrif á heilsu og þroska barna. Ofur-unnin matvæli eru í auknum mæli að taka við af ávöxtum, grænmeti og prótíni á tímum þar sem næring gegnir mikilvægu hlutverki í vexti, hugræns þroska og andlegri heilsu,“ segir Russell. Börn eru metin í ofþyngd þegar þau eru umtalsvert þyngri en talið er hollt miðað við aldur þeirra, kyn og hæð. Offita aftur á móti er alvarlegt tilfelli ofþyngdar sem leitt getur meðal annars til aukinnar hættu á háum blóðþrýstingi og lífshættulegum sjúkdómum síðar á lífsleiðinni, á borð við sykursýki tvö, hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein. Mæðgin versla í Múmbæ á Indlandi.Getty/Indranil Aditya Ofurunnin matvæli tröllríði markaðnum Á meðan vannæring sem orsakar undirþyngd er enn viðvarandi vandamál, einkum meðal yngri barna í fátækari ríkjum, virðist offita vera vaxandi vandamál víðast hvar um heiminn meðal barna og unglinga á aldrinum fimm til nítján ára samkvæmt skýrslunni. Nýjustu gögn gefi til kynna að eitt af hverjum fimm börnum á þeim aldri séu í yfirþyngd, og þar af mörg með offitu. Varað er við því í skýrslunni að ofurunnin matvæli og skyndibiti, sem ríkur er af sykri, unninni sterkju, salti, óhollri fitu og aukaefnum, móti mataræði barna í gegnum óheilbrigt matvælaumhverfi og því sé ekki hægt að skella skuldinni á persónulegt val einstaklinga á þeim mat sem það neytir. Óhollar matvörur af þessum toga tröllríði markaðnum, bæði í verslunum og skólum, á sama tíma og stafræn markaðssetning gefi framleiðendum drykkjar- og matvæla mikil völd og aðgang að ungum neytendum. Fjallað var um ofþyngd barna í Kompás árið 2019. Sameinuðu þjóðirnar Börn og uppeldi Heilbrigðismál Matur Matvælaframleiðsla Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Greiningin byggir á gögnum frá yfir 190 löndum og gefa niðurstöður meðal annars til kynna að fjöldi barna á aldrinum fimm til nítján ára sem eru í undirþyngd hafi lækkað hlutfallslega úr 13% á árinu 2000 og niður í 9,2%. Á sama tíma hefur hlutfall barna með offitu farið vaxandi, en um 3% barna glímdu við offitu árið 2000 samanborið við 9,4% nú. Kúvending í neyslumynstri í ákveðnum ríkjum frá aldamótum Þannig mælast fleiri börn með offitu en þau sem eru í undirþyngd í nær öllum heimshlutum, að frátalinni Afríku sunnan Sahara og í Suður-Asíu. Hlutfall barna í offitu mælist einna hæst í Kyrrahafslöndum þar sem allt að 38% barna á aldrinum fimm til nítján ára teljast vera of feit. Þar er um að ræða tvöföldun á fjölda barna með offitu frá aldamótum en þróunin er einkum rakin til breyttra matarvenja vegna aukins innflutnings á ódýrum og óhollum matvælum. Sælgætishillur verslana eru jafnan troðfullar af sykruðum vörum, bæði hér á landi og erlendis.Vísir/Vilhelm Ríkari lönd á borð við Síle, Bandaríkin og Sameinuðu arabísku furstadæmin komast einnig á blað þar sem hlutfall offitu meðal barna er hvað hæst að því er fram kemur í tilkynningu um helstu niðurstöður sem birtar voru um miðjan september. Vannæring skilgreind með víðtækari hætti en áður „Þegar við tölum um vannæringu, þá erum við ekki lengur bara að tala um of létt börn,“ er haft eftir Catherine Russell, framkvæmdastjóra UNICEF, í tilkynningunni. „Vannæring er vaxandi áhyggjuefni sem getur haft áhrif á heilsu og þroska barna. Ofur-unnin matvæli eru í auknum mæli að taka við af ávöxtum, grænmeti og prótíni á tímum þar sem næring gegnir mikilvægu hlutverki í vexti, hugræns þroska og andlegri heilsu,“ segir Russell. Börn eru metin í ofþyngd þegar þau eru umtalsvert þyngri en talið er hollt miðað við aldur þeirra, kyn og hæð. Offita aftur á móti er alvarlegt tilfelli ofþyngdar sem leitt getur meðal annars til aukinnar hættu á háum blóðþrýstingi og lífshættulegum sjúkdómum síðar á lífsleiðinni, á borð við sykursýki tvö, hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein. Mæðgin versla í Múmbæ á Indlandi.Getty/Indranil Aditya Ofurunnin matvæli tröllríði markaðnum Á meðan vannæring sem orsakar undirþyngd er enn viðvarandi vandamál, einkum meðal yngri barna í fátækari ríkjum, virðist offita vera vaxandi vandamál víðast hvar um heiminn meðal barna og unglinga á aldrinum fimm til nítján ára samkvæmt skýrslunni. Nýjustu gögn gefi til kynna að eitt af hverjum fimm börnum á þeim aldri séu í yfirþyngd, og þar af mörg með offitu. Varað er við því í skýrslunni að ofurunnin matvæli og skyndibiti, sem ríkur er af sykri, unninni sterkju, salti, óhollri fitu og aukaefnum, móti mataræði barna í gegnum óheilbrigt matvælaumhverfi og því sé ekki hægt að skella skuldinni á persónulegt val einstaklinga á þeim mat sem það neytir. Óhollar matvörur af þessum toga tröllríði markaðnum, bæði í verslunum og skólum, á sama tíma og stafræn markaðssetning gefi framleiðendum drykkjar- og matvæla mikil völd og aðgang að ungum neytendum. Fjallað var um ofþyngd barna í Kompás árið 2019.
Sameinuðu þjóðirnar Börn og uppeldi Heilbrigðismál Matur Matvælaframleiðsla Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira