Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2025 13:23 Jorge kom til Íslands á Seyðisfirði að morgni miðvikudagsins 6. apríl. Hann gekk um bæinn en virtist lítinn áhuga hafa á umhverfinu öfugt við það sem hann tjáði lögreglu, að hann væri mjög áhugasamur um landið og sérstaklega norðurljósin. Unsplash/Freysteinn G. Jónsson Þrír karlmenn hafa verið dæmdir í tveggja og hálfs til þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á um þremur kílóum af kókaíni. Einum grunuðu tókst að eyða sönnunargögnum úr síma sínum á sama tíma og hann var handjárnaður í lögreglubíl. Grunur kviknaði um eitthvað vafasamt þegar Spánverjinn Jorge Fernando De Vuono Otarola kom með Norrænu til Færeyja í apríl síðastliðnum. Á Seyðisfirði var nánar rætt við Jorge og hann spurður út í ferðalagið. Hann hafði sagst hafa tekið rútu frá Barselóna til Parísar, aðra þaðan til Hamborgar og loks lest til Hirtshals í Danmörku. Hann hefði valið þess leið til að spara peninga. Athugun lögregul leiddi í ljós að beint flug frá Barselóna til Íslands á þessum tíma var fáanlegt á 163 evrur á meðan hann hafði greitt fleiri hundruð evrur fyrir siglingu með Norrænu, gistingu, rútur og lestarferð. Ætlaði að gefa vinkonu á Íslandi potta Jorge sagðist ætla að heimsækja vinkonu á Íslandi og færa henni þrjá potta á gjöf sem hann hafði meðferðist. Lögregla grunaði að fíkniefni væru í pottunum og laumaði búnaði í farangur Jorge til að fylgjast með ferðum hans og hlera samtöl. Því er lýst sem Jorge hafi sýnt umhverfinu á Austfjörðum lítinn áhuga, haldið sér til hlés og lent í vandræðum með að koma sér til Reykjavíkur því strætóferðir voru ekki í boði við komu hans til landsins. Tveimur dögum síðar var hann kominn til Reykjavíkur með strætó með viðkomu á Akureyri. Áfram hélt Jorge að fara huldu höfði þar til hann fór upp í bíl með tveimur mönnum innanborðs í Múlunum í Reykjavík. Þar sat við stýrið Litháinn sjötugi Algimantas Saltenis og Carlos Alberto Lara Leonides sem sá fyrrnefndi hafði nýlega sótt á Keflavíkurflugvöll. Eftir að hafa ekið hingað og þangað um höfuðborgarsvæðið stöðvaði lögregla för þeirra og handtók. Hittust á Spáni og skipulögðu ferðina Í yfirheyrslum skýrðist atburðarásin og viðurkenndi Carlos að hafa komið pottunum til Jorges á Spáni og skipulagt ferð hans. Hann viðurkenndi aðkomu sína að innflutningnum á meðan Jorge þvertók í fyrstu að hafa nokkuð vitað um fíkniefni. Algimantas, sem endurtekið hefur verið sviptur ökuréttindum hér á landi, var í hlutverki bílstjóra og sagðist ekkert vita um fíkniefni. Aðkoma hans að því að útvega vog og fleira tengt fíkniefnum studdi grun lögreglu um að hann væri ekki sakleysið uppmálað. Algimantas sagðist ætla að vigta gullkeðju með voginni en héraðsdómur keypti ekki þá skýringu. Fjórði maður virðist svo hafa verið efstur í keðjunni. Á meðan Algimantas sat í handjárnum í lögreglubíl og lögreglumaður einbeitti sér að öðru tókst Algimantas að eiga símtal við huldumann úr síma sínum í lögreglubílnum. Það varð til þess að huldumaðurinn eyddi samskiptagögnum við Algimantas. Lögreglu tókst ekki að komast að því hver huldumaðurinn var en hann var með skráð símanúmer í Litháen. Voru þeir Algimantas og Jorge dæmdir í þriggja ára fangelsi en Carlos fékk tvö og hálft. Var litið til þess að hann hefði greiðlega játað og veitt lögreglu greiðlega upplýsingar sem höfðu verulega þýðingu. Dóminn má lesa hér. Fíkniefnabrot Norræna Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Grunur kviknaði um eitthvað vafasamt þegar Spánverjinn Jorge Fernando De Vuono Otarola kom með Norrænu til Færeyja í apríl síðastliðnum. Á Seyðisfirði var nánar rætt við Jorge og hann spurður út í ferðalagið. Hann hafði sagst hafa tekið rútu frá Barselóna til Parísar, aðra þaðan til Hamborgar og loks lest til Hirtshals í Danmörku. Hann hefði valið þess leið til að spara peninga. Athugun lögregul leiddi í ljós að beint flug frá Barselóna til Íslands á þessum tíma var fáanlegt á 163 evrur á meðan hann hafði greitt fleiri hundruð evrur fyrir siglingu með Norrænu, gistingu, rútur og lestarferð. Ætlaði að gefa vinkonu á Íslandi potta Jorge sagðist ætla að heimsækja vinkonu á Íslandi og færa henni þrjá potta á gjöf sem hann hafði meðferðist. Lögregla grunaði að fíkniefni væru í pottunum og laumaði búnaði í farangur Jorge til að fylgjast með ferðum hans og hlera samtöl. Því er lýst sem Jorge hafi sýnt umhverfinu á Austfjörðum lítinn áhuga, haldið sér til hlés og lent í vandræðum með að koma sér til Reykjavíkur því strætóferðir voru ekki í boði við komu hans til landsins. Tveimur dögum síðar var hann kominn til Reykjavíkur með strætó með viðkomu á Akureyri. Áfram hélt Jorge að fara huldu höfði þar til hann fór upp í bíl með tveimur mönnum innanborðs í Múlunum í Reykjavík. Þar sat við stýrið Litháinn sjötugi Algimantas Saltenis og Carlos Alberto Lara Leonides sem sá fyrrnefndi hafði nýlega sótt á Keflavíkurflugvöll. Eftir að hafa ekið hingað og þangað um höfuðborgarsvæðið stöðvaði lögregla för þeirra og handtók. Hittust á Spáni og skipulögðu ferðina Í yfirheyrslum skýrðist atburðarásin og viðurkenndi Carlos að hafa komið pottunum til Jorges á Spáni og skipulagt ferð hans. Hann viðurkenndi aðkomu sína að innflutningnum á meðan Jorge þvertók í fyrstu að hafa nokkuð vitað um fíkniefni. Algimantas, sem endurtekið hefur verið sviptur ökuréttindum hér á landi, var í hlutverki bílstjóra og sagðist ekkert vita um fíkniefni. Aðkoma hans að því að útvega vog og fleira tengt fíkniefnum studdi grun lögreglu um að hann væri ekki sakleysið uppmálað. Algimantas sagðist ætla að vigta gullkeðju með voginni en héraðsdómur keypti ekki þá skýringu. Fjórði maður virðist svo hafa verið efstur í keðjunni. Á meðan Algimantas sat í handjárnum í lögreglubíl og lögreglumaður einbeitti sér að öðru tókst Algimantas að eiga símtal við huldumann úr síma sínum í lögreglubílnum. Það varð til þess að huldumaðurinn eyddi samskiptagögnum við Algimantas. Lögreglu tókst ekki að komast að því hver huldumaðurinn var en hann var með skráð símanúmer í Litháen. Voru þeir Algimantas og Jorge dæmdir í þriggja ára fangelsi en Carlos fékk tvö og hálft. Var litið til þess að hann hefði greiðlega játað og veitt lögreglu greiðlega upplýsingar sem höfðu verulega þýðingu. Dóminn má lesa hér.
Fíkniefnabrot Norræna Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira