Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar 23. september 2025 08:32 Við myndun núverandi ríkisstjórnar undir forystu Samfylkingarinnar, með Kristrúnu Frostadóttur í forsæti, vissum við mörg hver á vinstri vængnum ekki hverju við ættum von á. Mörgum fannst tónninn í stjórnarsáttmálanum markaðstengdur, að frjálshyggja væri einn af vegvísunum. En við vorum nánast sannfærð um það að undir forystu jafnaðarmanna yrði ekki vegið að hagsmunum verst settu hópanna í samfélaginu, þar með talið atvinnulausum. En nú virðist það hafa verið tálsýn. Uppi eru áform um að stytta tímabil atvinnuleysistrygginga um eitt ár, úr 30 mánuðum niður í 18 mánuði. Það stendur einnig til að skerða réttindin til atvinnuleysisbóta og lengja starftímann sem skapar rétt til bóta. Röksemdir ráðherra félagsmála eru helstar þær að með styttingu eigi að „grípa“ atvinnulausa fyrr, efla virkniúrræði og aðstoða við endurkomu á vinnumarkað. Atvinnuleysi í júlí s.l. var 3,2 % samkvæmt upplýsingum Hagstofu og fjöldi atvinnulausra 7.800. Ef takast á að koma fólki í vinnu þurfa þá ekki að verða til fleiri störf? Getur verið að störfum fjölgi ef tímabil atvinnuleysisbóta er stytt? Eða eru mögulega önnur sjónarmið til grundvallar þessum áætlunum? Hvernig ber að túlka orð forsætisráðherra í útvarpsfréttum 18. sept. S.l. „að (það) getur komið tími í lífi fólks þar sem þörf er á að vera á atvinnuleysisbótum“? Velferðarsamfélagið. Íslendingar gefa samfélagi sínu nafnið eða einkunnina „Velferðarsamfélag“. Við gefum samfélaginu það nafn vegna almannaþjónustu, þeirrar grunnþjónustu sem allir eiga að njóta. Menntakerfið er nánast gjaldfrjálst frá fyrsta ári í grunnskóla og þar til námi er lokið, jafnvel nám á háskólastigi er nokkurn vegin gjaldfrjálst. Þessi réttur til menntunar stendur öllum landsmönnum til boða og ekki þarf að ávinna sér þennan rétt öðruvísi en að vera íslenskur ríkisborgari. Heilbrigðiskerfið byggir á svipuðum grunni. Öllum íslenskum ríkisborgurum er tryggð heilbrigðisþjónusta frá fæðingu og í raun fyrir fæðingu með öflugri mæðravernd. Þennan rétt til heilbrigðisþjónustu þarf ekki að ávinna sér á neinn hátt, rétturinn verður til við fæðingu eða í raun getnað. Og þessi réttur er ótímabundinn gildir allt lífið. Þetta gildir um hverslags heilbrigðisþjónustu og örorkubætur. Einn hluti velferðarkerfisins lítur allt öðrum lögmálum. Það er aðstoðin við þá sem missa vinnuna. Að missa vinnuna er mikið áfall. Það setur fjármál einstaklinga og heimila í uppnám og óvissu. Það vegur einnig að sjálfsvirðingu og sjálfsmynd þess sem verður fyrir þeirri döpru lífsreynslu. Fyrirkomulag atvinnuleysisbóta er í raun óbreytt frá því var við stofnun sjóðsins 1955. Um er að ræða tryggingu sem byggist á iðgjöldum í líkingu við venjulegar tryggingar, s.s. brunatryggingu eða aðrar tryggingar gegn vá. Full réttindi til að njóta atvinnuleysisbóta hafa þeir sem unnið hafa fulla vinnu í heilt ár. Þá myndast réttur til bóta sem í dag er 30 mánuðir. Fullar atvinnuleysisbætur í dag eru kr. 364.895.- á mánuði. Eftir það þurfa atvinnulausir at treysta á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og/eða góðgerðarsamtaka. Þrautalendingin er svo örorkubætur. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Að missa atvinnuleysisbætur og fara á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er sem að fara úr öskunni í eldinn. Með því er freklega vegið að tilveru hóps sem stendur þegar mjög höllum fæti í samfélaginu. Atvinnuleysisbætur eru nú kr. 364.895.- á mánuði en fullur fjárhagsstuðningur t.d. Í Reykjavík er kr. 247.572.- á mánuði. Í Reykjanesbæ er upphæðin kr. 195.770.- Mörg sveitarfélög eru með upphæðir á þessu bili en mögulega eru til sveitarfélög með enn lægri fjárhagsaðstoð. Það eru sveitarfélögin sjálf sem ákveða upphæð fjárhagsstuðning og meta hvaða upphæð uppfyllir skilyrðin í lögunum um fjárhagsstuðning þ.e. „að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa“. Hvernig þau skilyrði eru uppfyllt með mánaðarlegum stuðningi upp á kr. 195.770.- er fullkomlega óskiljanlegt. Hvaða töfraformúlu ráða sveitarfélög yfir sem komast að þeirri niðurstöðu að kr. 195.770.- „ tryggi fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðli að velferð íbúa“. En þetta er sá veruleiki sem blasir við þeim sem missa atvinnuleysisbætur og fara á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Þeir eru enn verr settir en áður og er þó ekki á bætandi. Það má með rökum telja þann hóp sem reiðir sig á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga til þeirra allra verst settu í okkar samfélagi. Í reglum um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er ákvæði um að einstaklingur sem sækir um slíka aðstoð leggi fram yfirlit yfir eignir og tekjur. Sveitarfélagið skuli fá aðgang að skattframtölum og bankaupplýsingum, í raun öllum fjárhagslegum upplýsingum einstaklings. Krafa er gerð í því markmiði að geta lækkað eða jafnvel synjað beini um fjárhagsaðstoð og /eða gert kröfu um að einstaklingar selji eignir eða gangi á varasjóði áður en sú aðstoð er veitt. Við þessar aðstæður gilda augljóslega engin persónuverndarlög. Nýtt atvinnuleysistryggingakerfi. Talsverðar sveiflur eru jafnan í hagkerfi okkar, tímabil uppgangs og niðursveiflu. Fjöldi atvinnulausra sveiflast jafnan í takt við það. Góð dæmi eru tímarnir eftir Hrun og árin í Kóvid. Þá var atvinnuleysi í hæstum hæðum, tímabundið um eða yfir 10%. Þeir sem þá urðu atvinnulausir voru það örugglega ekki að eigin ósk. Flestir vilja einfaldleg hafa fasta atvinnu, vinna fyrir sér og sínum. Það er tímabært að endurskoða atvinnuleysistryggingakerfið frá grunni. Atvinnuleysisbætur ættu að vera hluti af velferðarþjónustu samfélagsins á sama hátt og önnur velferðarþjónusta. Ef framtíðarfyrirkomulag atvinnuleysisbóta verður þannig að tímabil bóta verður takmarkað þarf að tryggja þeim sem falla af atvinnuleysisbótum sambærilega framfærslu á vegum opinberrar velferðarþjónustu í beinu framhaldi af atvinnuleysistryggingum. Þá þurfa þeir sem falla af atvinnuleysisbótum ekki að treysta á smánarlegan og niðurlægjandi fjárstyrk sveitarfélaga í lengri eða skemmri tíma. Höfundur er stjórnarmaður í VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Félagsmál Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Við myndun núverandi ríkisstjórnar undir forystu Samfylkingarinnar, með Kristrúnu Frostadóttur í forsæti, vissum við mörg hver á vinstri vængnum ekki hverju við ættum von á. Mörgum fannst tónninn í stjórnarsáttmálanum markaðstengdur, að frjálshyggja væri einn af vegvísunum. En við vorum nánast sannfærð um það að undir forystu jafnaðarmanna yrði ekki vegið að hagsmunum verst settu hópanna í samfélaginu, þar með talið atvinnulausum. En nú virðist það hafa verið tálsýn. Uppi eru áform um að stytta tímabil atvinnuleysistrygginga um eitt ár, úr 30 mánuðum niður í 18 mánuði. Það stendur einnig til að skerða réttindin til atvinnuleysisbóta og lengja starftímann sem skapar rétt til bóta. Röksemdir ráðherra félagsmála eru helstar þær að með styttingu eigi að „grípa“ atvinnulausa fyrr, efla virkniúrræði og aðstoða við endurkomu á vinnumarkað. Atvinnuleysi í júlí s.l. var 3,2 % samkvæmt upplýsingum Hagstofu og fjöldi atvinnulausra 7.800. Ef takast á að koma fólki í vinnu þurfa þá ekki að verða til fleiri störf? Getur verið að störfum fjölgi ef tímabil atvinnuleysisbóta er stytt? Eða eru mögulega önnur sjónarmið til grundvallar þessum áætlunum? Hvernig ber að túlka orð forsætisráðherra í útvarpsfréttum 18. sept. S.l. „að (það) getur komið tími í lífi fólks þar sem þörf er á að vera á atvinnuleysisbótum“? Velferðarsamfélagið. Íslendingar gefa samfélagi sínu nafnið eða einkunnina „Velferðarsamfélag“. Við gefum samfélaginu það nafn vegna almannaþjónustu, þeirrar grunnþjónustu sem allir eiga að njóta. Menntakerfið er nánast gjaldfrjálst frá fyrsta ári í grunnskóla og þar til námi er lokið, jafnvel nám á háskólastigi er nokkurn vegin gjaldfrjálst. Þessi réttur til menntunar stendur öllum landsmönnum til boða og ekki þarf að ávinna sér þennan rétt öðruvísi en að vera íslenskur ríkisborgari. Heilbrigðiskerfið byggir á svipuðum grunni. Öllum íslenskum ríkisborgurum er tryggð heilbrigðisþjónusta frá fæðingu og í raun fyrir fæðingu með öflugri mæðravernd. Þennan rétt til heilbrigðisþjónustu þarf ekki að ávinna sér á neinn hátt, rétturinn verður til við fæðingu eða í raun getnað. Og þessi réttur er ótímabundinn gildir allt lífið. Þetta gildir um hverslags heilbrigðisþjónustu og örorkubætur. Einn hluti velferðarkerfisins lítur allt öðrum lögmálum. Það er aðstoðin við þá sem missa vinnuna. Að missa vinnuna er mikið áfall. Það setur fjármál einstaklinga og heimila í uppnám og óvissu. Það vegur einnig að sjálfsvirðingu og sjálfsmynd þess sem verður fyrir þeirri döpru lífsreynslu. Fyrirkomulag atvinnuleysisbóta er í raun óbreytt frá því var við stofnun sjóðsins 1955. Um er að ræða tryggingu sem byggist á iðgjöldum í líkingu við venjulegar tryggingar, s.s. brunatryggingu eða aðrar tryggingar gegn vá. Full réttindi til að njóta atvinnuleysisbóta hafa þeir sem unnið hafa fulla vinnu í heilt ár. Þá myndast réttur til bóta sem í dag er 30 mánuðir. Fullar atvinnuleysisbætur í dag eru kr. 364.895.- á mánuði. Eftir það þurfa atvinnulausir at treysta á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og/eða góðgerðarsamtaka. Þrautalendingin er svo örorkubætur. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Að missa atvinnuleysisbætur og fara á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er sem að fara úr öskunni í eldinn. Með því er freklega vegið að tilveru hóps sem stendur þegar mjög höllum fæti í samfélaginu. Atvinnuleysisbætur eru nú kr. 364.895.- á mánuði en fullur fjárhagsstuðningur t.d. Í Reykjavík er kr. 247.572.- á mánuði. Í Reykjanesbæ er upphæðin kr. 195.770.- Mörg sveitarfélög eru með upphæðir á þessu bili en mögulega eru til sveitarfélög með enn lægri fjárhagsaðstoð. Það eru sveitarfélögin sjálf sem ákveða upphæð fjárhagsstuðning og meta hvaða upphæð uppfyllir skilyrðin í lögunum um fjárhagsstuðning þ.e. „að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa“. Hvernig þau skilyrði eru uppfyllt með mánaðarlegum stuðningi upp á kr. 195.770.- er fullkomlega óskiljanlegt. Hvaða töfraformúlu ráða sveitarfélög yfir sem komast að þeirri niðurstöðu að kr. 195.770.- „ tryggi fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðli að velferð íbúa“. En þetta er sá veruleiki sem blasir við þeim sem missa atvinnuleysisbætur og fara á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Þeir eru enn verr settir en áður og er þó ekki á bætandi. Það má með rökum telja þann hóp sem reiðir sig á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga til þeirra allra verst settu í okkar samfélagi. Í reglum um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er ákvæði um að einstaklingur sem sækir um slíka aðstoð leggi fram yfirlit yfir eignir og tekjur. Sveitarfélagið skuli fá aðgang að skattframtölum og bankaupplýsingum, í raun öllum fjárhagslegum upplýsingum einstaklings. Krafa er gerð í því markmiði að geta lækkað eða jafnvel synjað beini um fjárhagsaðstoð og /eða gert kröfu um að einstaklingar selji eignir eða gangi á varasjóði áður en sú aðstoð er veitt. Við þessar aðstæður gilda augljóslega engin persónuverndarlög. Nýtt atvinnuleysistryggingakerfi. Talsverðar sveiflur eru jafnan í hagkerfi okkar, tímabil uppgangs og niðursveiflu. Fjöldi atvinnulausra sveiflast jafnan í takt við það. Góð dæmi eru tímarnir eftir Hrun og árin í Kóvid. Þá var atvinnuleysi í hæstum hæðum, tímabundið um eða yfir 10%. Þeir sem þá urðu atvinnulausir voru það örugglega ekki að eigin ósk. Flestir vilja einfaldleg hafa fasta atvinnu, vinna fyrir sér og sínum. Það er tímabært að endurskoða atvinnuleysistryggingakerfið frá grunni. Atvinnuleysisbætur ættu að vera hluti af velferðarþjónustu samfélagsins á sama hátt og önnur velferðarþjónusta. Ef framtíðarfyrirkomulag atvinnuleysisbóta verður þannig að tímabil bóta verður takmarkað þarf að tryggja þeim sem falla af atvinnuleysisbótum sambærilega framfærslu á vegum opinberrar velferðarþjónustu í beinu framhaldi af atvinnuleysistryggingum. Þá þurfa þeir sem falla af atvinnuleysisbótum ekki að treysta á smánarlegan og niðurlægjandi fjárstyrk sveitarfélaga í lengri eða skemmri tíma. Höfundur er stjórnarmaður í VG.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun