Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar 23. september 2025 10:00 Það er mér minnisstætt frá uppvaxtarárum mínum þegar foreldrar mínir fóru með mig í sunnudagaskólann í Odda á Rangárvöllum. Við krakkarnir sátum kyrr og hlýddum á prestinn predika um Guð og Jesú, þó hugurinn væri stundum heima í leikjum. Ég er enn í dag þakklátur fyrir kennsluna því hún kenndi manni grunngildi sem duga enn: að greina á milli orða og verka, sannleika og blekkinga, réttlætis og óréttlætis. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar Jesús sagði: „Hús mitt á að vera bænahús en þið gerið það að ræningjabæli.“ (Matt. 21:13). Það er því kaldhæðnislegt að í meirihluta Reykjavíkurborgar sitji flokkur sem kennir sig við sjóræningja, má búast við öðru en að ráðhúsið sé gert að ræningjabæli? Sannleikur og blekking Borgin á að þjóna íbúum sínum, en hefur árum saman falið taprekstur með bókhaldsbrellum. Matsbreytingar á félagslegum íbúðum eru færðar sem tekjur, eins og hækkun fasteignamats sé nýr tekjustofn þó þær íbúðir séu ekki fjárfestingar til hagnaðar heldur skjól fyrir þá sem minnst mega sín. Spurningin er einföld: Ef fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar, ertu þá með hærri laun? Nei – þú færð ekkert meira útborgað. Reykjavíkurborg hins vegar notar óinnleystar verðhækkanir á félagslegum íbúðum sem rekstrartekjur. Það er ekki bara rangt heldur bein blekking gagnvart borgarbúum, villandi bókhald sem grefur undan þjónustu borgarinnar. Réttlæti og óréttlæti Jesús sagði: „En hver sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, sá er líkur heimskum manni er byggði hús sitt á sandi. Steypiregn skall á, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi. Það féll og fall þess var mikið.“ (Matt. 7:26–27). Reykjavíkurborg hefur byggt fjármál sín á sandi. En ekki aðeins fjármálin: stjórnsýslan blæs út með háum launum, fríðindum og ráðstefnuferðum, á meðan leik- og grunnskólar búa við skort. Opnunartími leikskóla er skertur, grunnskólar hafa ekki lengur húsverði til að sinna minniháttar viðhaldi, sjálfstæði hverfastöðva hefur verið minnkað. Gangstéttir grotna niður, þó þær skipti mestu máli fyrir börn og eldri borgara. Spillingin blasir við í málum á borð við vöruskemmuna við Árskóga – Græna skrímslið – sem var reist í miklum flýti og án samráðs við íbúa. Orð og verk Hræsnin birtist í smáatriðum: Samfylkingin boðar borgarbúum bíllausan lífsstíl, en á sjálfum bíllausa deginum var bílastæðið við Kastalakaffi fullt af bílum flokksmanna. Jakob spyr: „Hvað stoðar það, bræður mínir og systur, þótt einhver segist hafa trú en sýnir það eigi í verki?“ (Jak. 2:14). Sama gildir hér: Hvað stoðar að prédika bíllausan dag ef menn leggja sjálfir upp á kant? Borgarbúar ganga plankann Ég rifja upp sunnudagaskólann ekki af trú, heldur vegna þess að þar lærði maður einföld grunngildi sem duga enn: að greina á milli orða og verka, sannleika og blekkinga, réttlætis og óréttlætis. Þau gildi eiga að vera hornsteinn í stjórnun borgarinnar. Þegar þau eru fótum troðin verða afleiðingarnar óhjákvæmilegar: hús sem byggt er á sandi fellur. Reykjavík á ekki að vera rekin sem ræningjabæli undir svörtum fána. Hún á að rísa á traustum grunni og þjóna borgarbúum, með festu, ábyrgð og jarðtengingu. Það er sú leið sem þarf að stefna að eftir næstu kosningar: að treysta þeim sem vilja halda þessum grunngildum á lofti, ekki þeim sem sigla borginni áfram í sjóræningjaferð með borgarbúa bundna við mastrið. Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er mér minnisstætt frá uppvaxtarárum mínum þegar foreldrar mínir fóru með mig í sunnudagaskólann í Odda á Rangárvöllum. Við krakkarnir sátum kyrr og hlýddum á prestinn predika um Guð og Jesú, þó hugurinn væri stundum heima í leikjum. Ég er enn í dag þakklátur fyrir kennsluna því hún kenndi manni grunngildi sem duga enn: að greina á milli orða og verka, sannleika og blekkinga, réttlætis og óréttlætis. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar Jesús sagði: „Hús mitt á að vera bænahús en þið gerið það að ræningjabæli.“ (Matt. 21:13). Það er því kaldhæðnislegt að í meirihluta Reykjavíkurborgar sitji flokkur sem kennir sig við sjóræningja, má búast við öðru en að ráðhúsið sé gert að ræningjabæli? Sannleikur og blekking Borgin á að þjóna íbúum sínum, en hefur árum saman falið taprekstur með bókhaldsbrellum. Matsbreytingar á félagslegum íbúðum eru færðar sem tekjur, eins og hækkun fasteignamats sé nýr tekjustofn þó þær íbúðir séu ekki fjárfestingar til hagnaðar heldur skjól fyrir þá sem minnst mega sín. Spurningin er einföld: Ef fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar, ertu þá með hærri laun? Nei – þú færð ekkert meira útborgað. Reykjavíkurborg hins vegar notar óinnleystar verðhækkanir á félagslegum íbúðum sem rekstrartekjur. Það er ekki bara rangt heldur bein blekking gagnvart borgarbúum, villandi bókhald sem grefur undan þjónustu borgarinnar. Réttlæti og óréttlæti Jesús sagði: „En hver sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, sá er líkur heimskum manni er byggði hús sitt á sandi. Steypiregn skall á, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi. Það féll og fall þess var mikið.“ (Matt. 7:26–27). Reykjavíkurborg hefur byggt fjármál sín á sandi. En ekki aðeins fjármálin: stjórnsýslan blæs út með háum launum, fríðindum og ráðstefnuferðum, á meðan leik- og grunnskólar búa við skort. Opnunartími leikskóla er skertur, grunnskólar hafa ekki lengur húsverði til að sinna minniháttar viðhaldi, sjálfstæði hverfastöðva hefur verið minnkað. Gangstéttir grotna niður, þó þær skipti mestu máli fyrir börn og eldri borgara. Spillingin blasir við í málum á borð við vöruskemmuna við Árskóga – Græna skrímslið – sem var reist í miklum flýti og án samráðs við íbúa. Orð og verk Hræsnin birtist í smáatriðum: Samfylkingin boðar borgarbúum bíllausan lífsstíl, en á sjálfum bíllausa deginum var bílastæðið við Kastalakaffi fullt af bílum flokksmanna. Jakob spyr: „Hvað stoðar það, bræður mínir og systur, þótt einhver segist hafa trú en sýnir það eigi í verki?“ (Jak. 2:14). Sama gildir hér: Hvað stoðar að prédika bíllausan dag ef menn leggja sjálfir upp á kant? Borgarbúar ganga plankann Ég rifja upp sunnudagaskólann ekki af trú, heldur vegna þess að þar lærði maður einföld grunngildi sem duga enn: að greina á milli orða og verka, sannleika og blekkinga, réttlætis og óréttlætis. Þau gildi eiga að vera hornsteinn í stjórnun borgarinnar. Þegar þau eru fótum troðin verða afleiðingarnar óhjákvæmilegar: hús sem byggt er á sandi fellur. Reykjavík á ekki að vera rekin sem ræningjabæli undir svörtum fána. Hún á að rísa á traustum grunni og þjóna borgarbúum, með festu, ábyrgð og jarðtengingu. Það er sú leið sem þarf að stefna að eftir næstu kosningar: að treysta þeim sem vilja halda þessum grunngildum á lofti, ekki þeim sem sigla borginni áfram í sjóræningjaferð með borgarbúa bundna við mastrið. Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar