Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Lovísa Arnardóttir skrifar 23. september 2025 23:43 Lögreglan dreifði þessum myndum af Guðmundi við rannsókn málsins. Lögreglan í Svíþjóð Hálfíslenski karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa myrt 63 ára konu í Akalla í Stokkhólmi í Svíþjóð í október heitir Guðmundur Mogensen. Hann breytti nafninu sínu í Johan Svensson fyrir réttarhöldin sem hófust í vikunni. Á vef sænska miðilsins Expressen segir að hann hafi játað morðið og að hann sé miður sín yfir því sem gerðist. Kærasta hans og annar karlmaður eru einnig ákærð í málinu. Samkvæmt umfjöllun sænska ríkisútvarpsins var konan sem var myrt, Kristina, móðir manns sem tengdist undirheimunum í Stokkhólmi og var morðið hefndaraðgerð vegna morðs sem sonur hennar var sakaður um að fremja í Husby í maí 2021. Sonur hennar var að enda sýknaður í málinu. Fram kemur í umfjöllun sænskra miðla að konan hafi verið virk í stjórnmálastarfi fyrir jafnaðarmannaflokk Svíþjóðar, Socialdemokraterna, ásamt því að vera virk í kirkjustarfi í sinni sókn, í Akella í Norðvestur-Stokkhólmi. Í frétt Expressen um málið kemur fram að Guðmundur hafi augljóslega, miðað við ástand hans í dómsal, misnotað vímuefni um langa hríð. Þar segir að hann sé 41 árs gamall, hafi fæðst í Hestra suður af Jönköping og að hann hafi unnið á veitingastöðum í Stokkhólmi og víðar. Í frétt mbl.is fyrr í dag kom fram að samkvæmt heimildum væri hann hálfíslenskur – ætti íslenska móður – og að hann hafi varið einhverjum hluta fullorðinsára sinna á Íslandi. Guðmundur er 41 árs og hálfíslenskur. Lögreglan í Svíþjóð Í fréttinni er það einnig rakið hvernig kom til að hann myrti Kristinu. Þar segir að hann hafi fengið verkefnið í hendurnar frá einhverjum sem tengist glæpasamtökum í Dalen og hann hafi boðist til þess að ljúka verkinu í staðinn fyrir að fá kókaín. Guðmundur hafi tekið upp samtal við manninn, vistað það og krafist 300 þúsund sænskra króna fyrir að skjóta konuna eða alla fjölskyldu hennar. Í samtalinu segir maðurinn að það sé ekki þörf á að skjóta fimm ára barn en það sé í lagi ef það er 12 til 13 ára barn. Eftir það fær Mogensen sex heimilisföng og planið hans hafi verið að skjóta þann fyrsta sem opni hurðina þegar hann kemur þangað. Kristina hafi verið síðust á listanum og þegar hún opnaði hurðina heima hjá sér skaut hann hana um leið. Játaði á Instagram Í fréttinni segir að í kjölfarið hafi kærastan hans hringt í neyðarlínu og gefið upp rangar upplýsingar í tilraun til að afvegaleiða lögregluna. Tveimur vikum síðar hafi Guðmundur farið til Berlínar með kærustunni en svo nokkrum dögum síðar snúið heim og sett þá tilkynningu á Instagram að það hafi verið hann sem myrti konuna í Akalla. Hann hafi svo verið handtekinn sex dögum síðar og kærastan hans líka. Í fréttinni segir að lögregla hafi mikið magn sönnunargagna, upptöku og myndbönd auk erfðasýna sem sanni að Guðmundur sé morðinginn. Þá segir að í gær, þegar réttarhöldin hófust, hafi Guðmundur játað að hafa myrt hana en sagt að honum hafi verið hótað og óskaði eftir því að það yrði tekið til greina við ákvörðun refsingar. Erlend sakamál Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Kærasta hans og annar karlmaður eru einnig ákærð í málinu. Samkvæmt umfjöllun sænska ríkisútvarpsins var konan sem var myrt, Kristina, móðir manns sem tengdist undirheimunum í Stokkhólmi og var morðið hefndaraðgerð vegna morðs sem sonur hennar var sakaður um að fremja í Husby í maí 2021. Sonur hennar var að enda sýknaður í málinu. Fram kemur í umfjöllun sænskra miðla að konan hafi verið virk í stjórnmálastarfi fyrir jafnaðarmannaflokk Svíþjóðar, Socialdemokraterna, ásamt því að vera virk í kirkjustarfi í sinni sókn, í Akella í Norðvestur-Stokkhólmi. Í frétt Expressen um málið kemur fram að Guðmundur hafi augljóslega, miðað við ástand hans í dómsal, misnotað vímuefni um langa hríð. Þar segir að hann sé 41 árs gamall, hafi fæðst í Hestra suður af Jönköping og að hann hafi unnið á veitingastöðum í Stokkhólmi og víðar. Í frétt mbl.is fyrr í dag kom fram að samkvæmt heimildum væri hann hálfíslenskur – ætti íslenska móður – og að hann hafi varið einhverjum hluta fullorðinsára sinna á Íslandi. Guðmundur er 41 árs og hálfíslenskur. Lögreglan í Svíþjóð Í fréttinni er það einnig rakið hvernig kom til að hann myrti Kristinu. Þar segir að hann hafi fengið verkefnið í hendurnar frá einhverjum sem tengist glæpasamtökum í Dalen og hann hafi boðist til þess að ljúka verkinu í staðinn fyrir að fá kókaín. Guðmundur hafi tekið upp samtal við manninn, vistað það og krafist 300 þúsund sænskra króna fyrir að skjóta konuna eða alla fjölskyldu hennar. Í samtalinu segir maðurinn að það sé ekki þörf á að skjóta fimm ára barn en það sé í lagi ef það er 12 til 13 ára barn. Eftir það fær Mogensen sex heimilisföng og planið hans hafi verið að skjóta þann fyrsta sem opni hurðina þegar hann kemur þangað. Kristina hafi verið síðust á listanum og þegar hún opnaði hurðina heima hjá sér skaut hann hana um leið. Játaði á Instagram Í fréttinni segir að í kjölfarið hafi kærastan hans hringt í neyðarlínu og gefið upp rangar upplýsingar í tilraun til að afvegaleiða lögregluna. Tveimur vikum síðar hafi Guðmundur farið til Berlínar með kærustunni en svo nokkrum dögum síðar snúið heim og sett þá tilkynningu á Instagram að það hafi verið hann sem myrti konuna í Akalla. Hann hafi svo verið handtekinn sex dögum síðar og kærastan hans líka. Í fréttinni segir að lögregla hafi mikið magn sönnunargagna, upptöku og myndbönd auk erfðasýna sem sanni að Guðmundur sé morðinginn. Þá segir að í gær, þegar réttarhöldin hófust, hafi Guðmundur játað að hafa myrt hana en sagt að honum hafi verið hótað og óskaði eftir því að það yrði tekið til greina við ákvörðun refsingar.
Erlend sakamál Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira